Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Blaðsíða 17
r DV Sport FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2005 T7 2. sætl Freyr Karlsson, varnarmaður Þróttar Lék 16 leiki með Þrótti í sumar og var mjög dapur í flestum þeirra. Reyndar var hann í byrjunarliðinu í 15 af þessum 16 leikjum og er það ótrúlegt miðað við spilamennskuna. í sannleika sagt hefur hann ekki spilað marga góða leiki á sínum ferli í efstu deild. 3. sætí Magnús Már Lúðvíksson, sóknarm. ÍBV og Þróttar Hóf tímabilið í Eyjum en nennti ekki að moka skurði og flúði því upp á fastalandið eftir 6 leiki án marka. Án skóflunnar gekk honum lítið betur að spila fótbolta en hann lék 9 leiki með Þrótti og skoraði ekkert mark. 4. sætl Bjarnólfur Lárusson, miðjumaður KR Það var slegist um þjónustu hans fyrir tímabilið og KR mátti að sögn opna veskið duglega til að fá Bjamólf. Það er óhætt að segja að KR hafi keypt köttinn í sekknum því Bjarnólfur átti ömurlegt sumar. Virkaði þungur og í engu formi og bauð upp á lítið annað en tæklingar og kjaft- brúk framan af. Reif sig upp undir lok móts en betur má ef duga skal. 8. sæti Gestur Gylfason, varnarmaður Keflavíkur Mörgum brá í brún þegar Gestur ákvað að halda áfram í fótbolta og spila með Keflavík. Hann var greinilega duglegur að æfa í vetur en það var ekki nóg því getan er hreinlega ekki til staðar lengur. Þökkum honum engu að síður fyrir hans framlag síðustu ár en nú er komið að endalokunum. 9. sæti Garðar Jóhannsson, sóknarmaður KR Þótt hann hefði lítið sem ekkert gert, og ekki einu sinni skorað eitt mark, stóð lengi vel til að hann færi í atvinnumennsku. Það hefði verið viðskiptadíll ársins ef KR hefði afrekað að fá krónu fyrir Garðar. Hann lauk keppni með einu marki og án atvinnumannasamnings. 10. sæti Andrew Sam, sóknarmaður ÍBV Eyjamenn voru einstaklega óheppnir með útlendingana sína í sumar og Andrew Sam er með þeim verri sem hafa komið hingað lengi. í sama klassa og Jerry Brown sem lék með Grindavík. Sam lék 10 leiki og tókst ekki að skora. Við sjáum hann örugglega ekki aftur í íslenska boltanum. * mMMk srte *n 1. sæti Þórarinn Brynjar Kristjánsson, sóknarm. Þróttar Kom til Þróttar úr atvinnumennsku hjá Aberdeen. Kostaði skildinginn fyrir Þróttara en borgaði ekkert af þeim peningum til baka. Var í eng formi allt sumarið, ógnaði sama sem ekkert marki andstæðinganna c skoraði aðeins 2 mörk í 16 leikjum. Klárlega mestu vonbrigði sumarsins 5. sæti Ríkharður Daðason, sóknarmaður Fram Átti að vera lykilmaður í Framliðinu sem miklar væntingar voru gerð- ar til fyrir sumarið. Skoraði 3 mörk í 14 leikjum en spilamennskan var langt frá því að vera góð rétt eins og hjá mörgum samherjum hans. Virð- ist vera orðinn bensínlaus og spuming hvað verður með framhaldið. 6. sæti Matthew Platt, miðjumaður ÍBV Lék alla 18 leiki ÍBV í sumar og skoraði þrjú mörk. Lítur svona „la la" út á pappír en fyrir þá sem urðu vitni að spilamennsku Platts í sumar kemur það ekki á óvart að hann sé í 6. sæti. Stóð engan veginn undir væntingum og var með lélegri mönnum í flestum af þessum 18 leikjum. 7. sæti ómar Jóhannsson, markmaður Keflavíkur Eitt sinn efnilegasti markvörður landsins en varamaður næsta sumar eftir frammistöðuna í sumar. Var mjög óöruggur í flestum sínum aðgerð- um, gaf slatta af mörkum og virtist ekki hafa neitt sjálfstraust. Búinn að spila sig úr markinu í bili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.