Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Blaðsíða 39
J3V Síðast en ekki síst FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2005 39 Reykjavíkurborg er einn aðalbakhjarl Jazzhátíðar í Reykjavík og því var við hæfi að setja hátíðina í Ráðhúsi Reykjavíkur seinnipartinn í gær. Ráðhúsið hefur af mörgum þótt einhver alversti staður til funda- og tónleikahalds en í gær hljómaði djassinn undurfagurt upp um alla veggi og mið- að við hausa- og mjaðmadillingar virtust viðstaddir skemmta sér konunglega. Djassarar eru líka ekki eins og við hin þegar kemur að kröfum til hljómgæða svo þetta hlýtur að hafa verið gott. Að loknu ávarpi borgarsjóra stigu nokkrir flinkir djassarar á svið en þeirra á meðal var kyngimagnaður klukkuspilsleik- ari. Unaðslegir tónar klukkuspilsins í bland við hljómfagurt píanóið hrifu viðstadda frá fyrsta tóni svo nokkrir Bandaríkja- menn á aftasta bekk sáu sér ástæðu til að hrópa bravó! Banda- ríkjamenn eru samt svo jákvæðir að eðlisfari að viðbrögðin þurfa ekki endfiega að vera vitnisburður um frammistöðuna. Já, Jazzhátíðin hófst í gær og kvikmyndahátíðin hefst í dag og þannig ætti þetta að nilla alla eilífð. Allavega þannig að einu sinni í viku um eftirmiðdaginn hæfist ný hátíð með pompi og prakt í Ráðhúsi Reykjavíkur og þangað færi maður eftir vinnu og drykki í síg spennandi menningarstrauma fyrir útsvarið. Heimilislífið og mannlífið allt gæti ekki haft annað en gott af því. Kyngimagnað klukkuspil Bandaríkjamerm á aftasta bekk hrópuðu bravóyfir því. | Öruggur á píanóinu Hljómburðurinn I Ráðhúsinu setti jazzarana ekki út af laginu. ■ Gaman i gær Það ætti að hefjast ný hátið I hverri viku i Ráðhúsinu. Lófatak Gestir voru ánægðir meöjazzinn. Jæja, þá er loksins farið að kólna líka í nágranna- löndunum. Osló, Stokk- hólmur, Kaupmannahöfn og London skarta ekki lengur tuttugu stiga hita. Það styttist því í að (slendingar geti hætt að svekkja sig á veðrinu. • Kvikmyndin The 40 Year Old Virgin var frumsýnd um síðustu helgi og flykktust fslendingar í kvikmyndahúsin. Myndin íjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um fertugan mann sem hef- ur aldrei komist yfir konu. Kvik- myndahúsin gáfú út þá yfirlýsingu að ef einhver fertugur hreinn sveinn kæmi á myndina fengi hann frítt. Bíógestir í Háskólabíói á föstudag- inn horfðu útundan sér á mann á fimmtugsaldri sem sat einsamall á fremsta bekk. Talið var að hann hefði nýtt sér þessi kostakjör en hann var fljótur að koma sér í burtu að mynd lokinni... • Valsarar og Framarar spiluðu litlausan bikarleik á laugardaginn en Valsarar báru sigur úr býtum. Sigur- mark Valsara var klaufalegt fyrir Gunnar Sigurðsson markvörð sem eitt sinn var kallaður Gunnar „und- ir“ Sig. Mark þetta var fyrirgjöf sem flaug yfir markmanninn og í netið. Að leik loknum heyrðust rauð- klæddir húmoristar gantast sín á milli og töluðu um að Gunnar hefði fengið nýtt gælunafn, Gunnar „yfir" Sig... 9dol • Það er engum blöðum um það að fletta að Idol - Stjörnuleit er góð fyr- ir þá sem vilja verða frægir. Sigur í keppninni opn- ar ný tæki- færi fyrir söngvara i sem hefðu > kannski aldrei náð að koma sér á fram- færi. En það er ekki einungis þeir sem að komast í úrslit sem nýta sér frægðina. Á Lækjartorgi fyrir skemmstu heyrðist ungur maður nota áður óheyrða línu til að stíga í vænginn við unga dömu. „Ég var í Idolinu, ég var eitt stærsta atriðið í „worst of‘-þáttunum," sagði ungi maðurinn og blikkaði dömuna... • Á dögunum var velt upp þeirri spurningu í Sandkomum af hverju myndirnar Dís og Gargandi snilld hafi ekki komið til greina sem fram- lag íslands á Óskarsverðlaunahátíð- inni. Ástæðan mun vera sú að þær komu ekki út á réttum tíma til þess að geta ver- ið með. I takt við tím- ann og Strákarnir okkare ru því einu myndirnar sem koma til greina. Kvikmyndagerð á íslandi í blóma... • Nú er Logi Bergmann Eiðsson farinn frá Ríkissjónvarpinu yfir til 365 - ljósvakamiðla. Ljóst er að Logi skilur eftir sig stórt skarð hjá þessari ágætu stofnun. Hann hefur verið stoð og stytta í fréttalestri en einnig hefur hann verið spyrill í Gettu bet- ur við frábæran orðstír. Nú em menn farnir að velta fyrir sér hver muni taka við af Loga í starfi spyrils og hafa nú þegar nokkrir verið nefndir. Ber þar fyrst að nefna Hilmi Snæ Guðnason leikara sem þykir hafa afbragðsframsögu... *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.