Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2005 DV Sigurbjörg Bergsdóttir útskrifaðist í vor frá Háskóla íslands með BA-próf í stjórnmálafræði. Nú starfar hún sem ráðgjafi hjá Hreyfingu en starf hennar felst í því að taka vel á móti fólki og hjálpa því að komast af stað í líkamsræktinni. RHEAD i'ESS einu „Mikilvægt er að * oma reglulega að reyfa sig. Það er ekki rétta iausnin að um- breyta öllu lífi sínu í PWI »OQl OQIUll lovoi Sigurbjörg Bergsdóttir Sigur björg er líkams- rxktarráðgjafí I Hreyfingu. Framkvaema „Láta verk- in tala, það er best þegar fólk er að takast á við nýja hluti, ekki velta sér of mikið upp úr þeim." Sitjum ekki auðum hfindum fúrrn j rráw: „Ég er til taks fyrir fólkið á meðan það er að æfa hjá okkur, aðstoða það við ailt sem það er að glíma við. Að byija í ræktinni, hjálpa því að finna réttan einkaþjálfara, gefa þeim ráð og vera til staðar. Mörgum finnst gott að vita af mér ef eitthvað er að. Það er líka svo gaman að fylgjast með fólki koma inn á stöð- ina og ná árangri og dafna hjá okkur," segir Sigurbjörg Bergsdóttir, ráðgjafi hjá Hreyf- ingu. Haustið kallar á hraustleika Nú er haustið gengið í garð og margir að fara af stað í heilsuátak. Áttu nokkui ráð fyrir fólk sem á erfítt með að koma sér afstað? „Besta og eina ráðið sem virkar fyrir þá sem eiga erfitt með að byrja er að ákveða hvaða daga þú ætlar að æfa og klukkan hvað. Það að skipuleggja æfingatímann er grunnur- inn að góðum árangri. Þeir sem kaupa kort og hafa ekki skipulagðan æfingatíma eiga það til að heltast úr lestinni og allt í einu eru liðnar 3 vikur og þú ert ekki enn mættur í ræktina. Annað gott ráð er að fá sér einkaþjálfara, það er mikið aðhald og stuðningur í því,“ segir Sigurbjörg. „Það er best að hugsa sem minnst um að þú sért að byija að æfa, ekki mikla hlutina fyrir þér heldur bara láta slag standa og mæta. Láta verkin tala, það er best þegar fólk er að takast á við nýja hluti, ekki velta sér of mikið upp úr þeim.“ Mataræði er mikilvægt „Best er að borða í litlum skömmtum á 2-3 tíma frestí og hafa það fyrir reglu að borða vel á morgn- ana og í hádeginu. Annað jafn mikil- vægt er vatnið, það baðar okkur að innan og er jafn nauðsynlegt og sturtan sem við förum í eftir æf- ingu. Ef fólk er að hugsa um að létt- ast er mikilvægt að borða ekki eftir kl. 20.00 á kvöldin en fá sér kannski te, vatn eða einn ávöxt. Mataræði er mjög mikilvægt þegar fólk er að hreyfa sig. Grunnurinn að góðri heilsu er gott mataræði. Gott mataræði þarf ekki að vera flókið." Ein lausn ekki til „Mikilvægt er að koma reglulega að hreyfa sig. Það er ekki rétta lausnin að um- breyta öllu lífi sínu í einu, best er að byrja að æfa, finna daga og tíma og fara svo að huga að mataræðinu og byrja rólega að breyta um lífsstfl, taka smám saman út það óholla og fituríka og neyta hollari og fituminni fæðu í staðinn. Annað sem ég ráðlegg öllum sem vilja grennast er að sjóða sér vatn á kvöldin og morgnana, láta það kólna og kreysta síð- an sítrónu út í. Þetta er ódýrt en hreinsar ristilinn og losar um gamlar matarleifar þannig að öll upptaka næringarefna verður betri," segir hún og bætir við: „Svo er líka fullt af C-vítamíni í sítrónu." Nammidagar „Það hentar mörgum að hafa einn nammidag," útskýrir Sigurbjörg. „Þá hefur maður eitthvað að hlakka til. Svo er það nýja franska æðið, þriggja bita reglan, hún er fín Einfalt „Grunnurinn að góðri heiisu ergott mataræði. Gott matar- æði þarfekki að vera flókið." DV-mynd GVA fyrir þá sem vilja ekki vera bara með einn nammidag í viku. Þetta snýst um skammta- stærðina, þá borðar þú allt sem þig langar í en hugsar um skammtinn, ekki borða allt súkkulaðistykkið eða snakkpokann. Andleg og iíkamleg heilsa helst aigjörlega í hendur." Lykilatriði í ræktinni ,Aðalatriðið er að hugsa vel um heilsuna og þennan eina líkama sem maður á, stunda reglulegar styrktaræfingar og þjálfa hjarta- og æðakerfið, hugsa jákvætt og vera sáttur við sjálfan sig. Það væri nú lítið gaman ef við vær- um öll steypt í sama mótið," segir þessi fal- lega kona geislandi af ferskleika og jákvæðni. Mæta og aftur mæta í ræktina. Það að mæta, drekka vatn, borða á tveggja til þriggja tíma fresti, sofa nóg og vera jákvæður. Þetta eru lykilatriði til að ná árangri. Og þessi vísa verð- ur ekki of oft kveðin," segir hún og brosir fal- lega. spamadur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.