Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Blaðsíða 16
J 6 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2005
Sport DV
bestu leikmenn Landsbanka-
deildar karla sumarið 2005
1. sæti Allan Borgvardt, sóknarmaður FH
Leit lengi vel út fyrir að spila í skugga Tryggva Guðmundssonar í
sumar. Hann aftur á móti þreifst á samkeppninni, bætti leik sinn
stöðugt og var fljótlega byrjaður að fara á kostum. Hefur átt frábær ár á
íslandi en hans bestu taktar í íslenska boltanum komu líklega í sumar.
Frábær leikmaður sem söknuður er að úr íslenska boltanum.
2. sæti Auðun Helgason, miðvörður FH
Steig nánast fullskapaður inn í vöm FH sem fékk varla mark á sig
framan af móti. Tók við leiðtogahlutverkinu af Tommy í vörninni og
skoraði þar að auki fimm falleg mörk og komst í landsliðið.
3. sætiTryggvi Guðmundsson, sóknarmaður FH
Kom sem stormsveipur inn í íslenska boltann og raðaði inn mörkum í
upphafi mótsins. Margir spáðu því að hann myndi slá markametið en það
dró aðeins af honum um tíma. 16 mörk í 17 leúcjum er samt stórbrotinn
árangur. Tryggvi var einnig óhemjuskemmtilegur á vellinum og
fslensk knattspyma er ríkari á meðan hann spilar í Lands- ^
bankadeildinni.
4. sæti Sinisa Valdimar Kekic, varnar-, miðju- og
sóknarmaður Grindavíkur
Þessi stórkostlegi leikmaður virðist ekki getað spilað slæman
leik og enn eina ferðina bar hann Grindavík á herðum sínum í
fjölmörgum leikjum. Einstakur knattspyrnumaður og fyrir-
myndarfþróttamaður sem margir geta lært af.
5. sæti Fjalar Þorgeirsson, markvörður Þróttar
Brjálað að gera hjá honum í allt sumar og hann verður ekki
sakaður um að Þróttur féll. Varði eins og berserkur og hélt sínum
mönnum á floti í fjölda leikja en það dugði ekki til.
6. sæti Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður Vals
Endurfæddist í rauða búningnum í sumar og var algjör lykilmaður
hjá spútnikliði Vals. Liðið hefði aldrei náð þessum árangri án framlags
Guðmundar sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins.
7. sæti Gunnlaugur Jónsson, miðvörður ÍA
Enn og aftur gott tímabil hjá Gunnlaugi. Batt saman Skagavömina og
var leiðtogi liðs sem hafði gengið í gegnum miklar breytingar. Barði liðið
vel saman ásamt Ólafi þjálfara og ÍA var eitt besta liðið í seinni umferðinni.
9. sæti Helgi Valur Daníelsson, miðjumaður Fylkis
Lék eins og hershöfðingi í mörgum leikjum en hvarf algjörlega þess
á milli. Vantar stöðugleika, rétt eins og Fylki, en árangur Fylkis í sumar
er að mörgu leyti honum að þakka.
10. sæti Grétar Sigfinnur Sigurðsson, miðvörður Vals
Miðvörðurinn með mörgu hjörtun náði einstaklega vel saman með
Atía Sveini í vörn Vals og þeir félagar eiga stóran þátt í gengi Vals í sum-
ar. Var óvenjurólegur fyrir fiaman mark andstæðinganna.
8. sætí Freyr Bjarnason og Guðmundur Sævarsson,
bakvarðapar FH
Eitt besta bakvarðapar í sögu íslandsmótsins. Þeir félagar eiga nær
alltaf góðan leik og mistökin sem þeir gera má oftar en ekki telja á
fingrum annarrar handar. Lykilmenn í liði íslandsmeistaranna.