Símablaðið - 01.11.1931, Blaðsíða 20
42
SÍMABLAÐIÐ
nefnd til að fara á fund ráðherra, og
flytja honum áskoranir fundarins þar
að lútandi. Viðræður þeirra urðu sem
kunnugt er mjög stuttar, því að H.
Hafstein sat fast við fyrirætlanir sin-
ar. Fylgdi mannsöfnuðurinn nefndinni
upp að Stjórnarráðshúsinu, en síðar
var horfið niður á Austurvöll, haldnar
þar æsingaræður, hrópað „niður með
stjórnina" og Islendingabragur sung-
inn. Hannes Hafstein lét engar ógnanir
á sig fá. En svo mikil var æsingin
i fólki, að fullyrt er af sögufróðum
mönnum, að það þurfi að leita um ald-
ir til baka i sögunni til að finna ann-
að eins.
En trúin á sigur hins rétta málstað-
ar og hinn mikli foringi björguðu þessu
stóra menningarmáli á þann veg, sem
islenska þjóðin mun lengi minnast.
Það er ekki svo að skilja, að æsing-
in gegn ritsímanum væri eingöngu hér
í Reykjavík og umhverfi hennar. Strax
eftir að Hannes Ilafstein liafði gert
samninginn við Mikla norræna liófust
ákafar árásir á liann í andstæðinga-
blöðunum, af fylgjendum liins þráð-
lausa sambands. Var Björn Jónsson
ritstjóri þar í broddi fvlkingar. Svo
mikil áhrif hafði þá blaðið Isafold, að
jafnvel í kjördæmum, sem eindregið
fylgdu Hannesi Hafstein, voru menn
espaðir gegn þessu
máli. — Mótmæli
streymdu frá þing-
málafundum vorið
1905. Af 52, sem
iialdnir voru, voru
aðeins 5 fylgjandi
samningnum. Var
niönnum talin trú
um, að síminn yrði
svo þungur baggi,
að hann setti land-
ið á hausihn. Haf-
stein var borið á
hrýn, að hann hefði
tarið lengra i samn-
ingnum, en hann
liefði liaft levfi til,
- og að þráðlausa samhandið væri
Iiið eina örugga. Það var þvi ekki álit-
legt fyrir Hannes Hafstein að koma
með samninginn fyrir þingið 1905. En
hann lét engan hilbug á sér finna.
Enda vann hann þingmenn til fvlgis
við málið, og fékk samþvkki Alþingis.
En nú eftir á finst okkur næsta bros-
legt, að svo mikið veður skvldi gert
út af þessu máli.