Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.11.1931, Blaðsíða 25

Símablaðið - 01.11.1931, Blaðsíða 25
SÍMABLAÐIÐ 47 Ivotta-Basch, en hann svaraði: „Eg er dauðvona, en lærisveinn minn skal fara og Ieita“. Ivotta-Bascli dó, en lærisveinn lians lagði af stað til að leita hamingjunnar. Nafn lians var Lenin. Þriðja augnablikið er á enda. Lenin steypti harðstjóranum af stóli. Sjálfur er hann einnig horfinn. En trúið þið því, að hann sé dáinn? Nei, Lenin vissi siðustu ósk Kotta- Basch. Hann leitar uppi i fjöllunum að hamingju mannkynsins. Þegar jörðin nötrar, kalla menn það jarðskjálfta. Þá er Lenin að velta um björgun- um, til að leita hamingjunnar og sánn- leikans. Þegar hann liefir fundið þau, hefst fjórða augnablikið, — augnablik ham- ingj unnar. Velting dyravarSarstöðuiinar. Þess hefir verið getið hér í blaðinu, að Gísli sál. Ólafson hefði verið bú- inn áð lofa C. Björnes dyravarðar- stöðunni við nýja símabúsið, og að það væri almanna rómur, að liann væri vel að henni kominn. Þó hafði það kvisast, eftir lát landssímastjórans, að öðrum væri þessi staða ætluð, en svo ólíklegt þótti það, að fæstir lögðu trún- að á. Þó er það nú komið á daginn. Það virðist svo, að vald landssíma- stjórans sé ekki orðið mikið, er hann fær því ekki ráðið, hver dyravörður er við simahúsið. Það virðist svo, að hér liafi ekki verið það í húfi, að þurft liafi að gera fyrverandi landssímastjóra ómerkan orða sinna í gröfinni, og særa réttlæt- istilfinningu erlends öldungs og sæmd- armanns, þrátt fyrir 26 ára strit fyrir ísl. þjóðina, manns, sem eftir svo langa dvöl hér á landi, skilur ekki vegi Iiins ísl. réttlætis, en finst hér vera um dóm að ræða yfir starfi sínu þessi 25 ár. Dyravarðarstaðan hefir verið veitt Hákoni Kristóferssyni alþm. frá Haga. Orsakir til þeirrar ráðstöfunar eru Símablaðinu ekki kunnar, og öllum eru þær torskildar. En livað sem þeim líður, þá er það skylda sírnans að sjá um, að Björnes geti átt rólegri daga hér eftir en hingað til. Hann hefir unn- ið svo gott og mikið starf, að hann á skilið að fá nú hvíld frá því með full- um eftirlaunum. Eðvarð Árnason stundar i vetur verkfræðinám i Ber- lín. Lauk liann stúdentsprófi s.l. vor við Mentaskólann í Reykjavík. Hann byrjaði að stunda símritaranám við símastöðina á Akureyi’i i mars 1926. Og síðan vann hann ýmist við stöðina þar eða á Siglufirði, jafnframt því sem hann stundaði nám við Gagnfræða- skólann á Akureyri. Mentaskólanámi lauk hann á tveim vetrum. Eðvarð er fyrsti ísl. símritarinn, sem stundar nám undir stúdentspróf, og að miklu lejdi jafnframt starfi sínu. Erlendis er slíkt altitt, og myndi verða tíðara hér, ef nokkrir möguleik- ar væri fyrir þá menn að fá lífvænleg- ar stöður innan símans. En simritarar, sem koma ungir i þjónustu símans, ætti að geta haft slikt nám samhliða starfi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.