Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Page 6
6 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005
Fréttir 0V
Flóð í rénun
áHöfn
Eftir gríðarlegt vatns-
veður og flóð á Höfn í
Hornafirði er lífið komið í
venjulegan farveg. Miklar
rigningar undanfarið ollu
því að ræsi stífluðust og
götur fylltust af vatni. Víða
flæddi ofan í kjallara. Bæj-
arbúar skemmtu sér hið
besta þrátt fyrir hamfarirn-
ar, lögðu bílum sínum og
réru um á bátum eða syntu
á milli húsa. Bæjarstarfs-
menn eru nú að hreinsa til
í bænum og skoða
skemmdir.
Unqir með
bjór
Lögreglan í
Reykjanesbæ
hafði afskipti af
ungmennum í
Sandgerði á laug-
ardagskvöld, en þau
reyndust hafa áfengi
undir höndum. Þar sem
þau voru ekki með aldur til
gerði lögreglan upptæka
tólf áfenga bjóra. Síðar
sömu nótt hafði lögreglan
svo afskipti af dreng undir
lögaldri, en hann hafði
sautján áfenga bjóra í fór-
um sínum. Þá hafði lögregl-
an í Reykjanesbæ afskipti af
tveimur sextán ára drengj-
um sem voru inni á vínveit-
ingastað í bænum. Foreldr-
um var gert viðvart og
munu málin fara til barna-
verndaryfirvalda.
Salsa eða
Rúkkt
Þorsteinn Stephensen,
skipuleggjandi lceland Airwaves-
tónlistarhátíðarinnar.
„Salsarokk,,ekki spuming! Ég
fíla bæði, ég er harður rokkari
og heflíka mjög gaman af
salsatónlist. Ég hefbúið bæði í
Mexikó og Brasilíu þar sem
salsa rennur um æðar fólks og
salsatakturinn glymur I eyrum
um stræti og torg. Rokkið á
líka I mérhverja taug enda
væri ég ekki í þessum bransa
efsvo væri ekki."
Hann segir / Hún segir
„Ég segi rokk, ég er meiri rokk-
ari og hefgaman afhljóm-
sveitum eins og Led Zeppelin,
AC/DC og Guns and Roses.
Foreldrar mínir eru miklir rokk-
arar og ég hlustaði á rokk frá
því ég var litil. Annars hefég
líka gaman afsalsatónlist og
ætla mér að læra að dansa
eftir henni þegar ég flyt til
spænskumælandi lands."
Kolbrún Maria Ingadóttir,
hemi í spænsku við Háskóla Is-
lands og fegurðardrottning.
Sally Fyrst, dönsk kona á fertugsaldri, hlaut mánaðarfangelsi fyrir að smygla hassi,
földu í einni af biblíum Harry Potter-aðdáenda, Harry Potter og leyniklefanum.
Harrys Potter
Sally Fyrst er 37 ára dönsk kona. Hún var handtekin í Leifsstöð,
þann 30. september fyrir að hafa smyglað rúmum 320
grömmum af hassi hingað til lands. Hassið var falið í danskri út-
gáfu af bókinni Harry Potter og leyniklefinn, sem útleggst á
dönsku Harry Potter og hemmelighedens kammer.
Sally er einstæð, tveggja barna
móðir og í ákæru frá Sýslumanns-
embættinu á Keflavíkurflugvelli
kemur fram að hassið hafi verið ætl-
að að verulegu leyti til sölu hér á
landi í hagnaðarskyni.
Hass frá Köben
Sally var stöðvuð í tollhliðinu á
Keflavíkurflugvelli, við hefðbundið
eftirlit. Leitað var í farangri hennar
og fundust efnin þá, innpökkuð í
Harry Potter-bókinni sem fyrr grein-
ir. Bókin var látin líta út sem gjöf, en
henni var pakkað inn.
Salfy játaði skýlaust brot sitt og
að sögn lögmanns hennar liggur
ekkert fyrir um ástæður þess. Götu-
verð efnanna er 600-700 þúsund,
samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ.
Ánægð með niðurstöðuna
Sally var dæmd til mánaðarfang-
elsisvistar, skilorðsbundið í þrjú ár.
Guðmundur B. Ólafsson, verjandi
Sallyar, segir hana sætta sig við nið-
urstöðuna. Dómari tók tillit til heim-
ilisaðstæðna hennar við uppkvaðn-
ingu og þykir mánaðarfangelsi vera
vel sloppið miðað við magn.
Maður sker ekki Harry Potter
Snæbjöm Amgrímsson, útgáfu-
stjóri hjá Bjarti, segir það koma sér á
óvart að Saíly hafi skorið Harry Pott-
er-bók til að koma hassi fyrir í henni.
„Þetta er bara hörmung," segir Snæ-
björn Arngrímsson, og á bæði
við vítahring þann sem
konan virðist hafa
komið sér í með
fíkniefnum, en
einnig að hún hafi
tekið þessa tilteknu
bók, sem selst hefur í
fimmtán þúsund
tökum hér á landi.
ur sker ekki
þessa bók.
Þetta er fjjjt
eiginlega * ™
vanvirðing
fyrir aðdá-
endur," seg-
Harry Potter og
leyniklefinn
Sally smyglaði hassinu i
bokinni
UrfFfiygJt llll lífi
tlJIJpiL il i'P llji
mjml; i
em-
„Mað
ir hann. „Það ■
er kannski ekki j
tilviljun að hún S
valdi Leyniklef-
ann," segir Snæ
bjöm.
gudmundur@dv.is
Gjafapappír Bók-
inni varpakkað inn
i gjafapappír.
Hljómsveit Sallyar
Sally er söngkona í
danskri dæguriagasveit
sem heitirBlue
Influence.
Rófubrot á söngvakeppni
„Það var svo mikill hiti, sviti og
rokk í húsinu að Böddi, söngvari
hljómsveitarinnar Touch, féll um
koll á sviðinu og braut á sér rófu-
beinið," segir Davíð Sigurðarson hjá
umboðskrifstofunni Gigg en um-
boðsskrifstofan hélt sína óháðu
undankeppni fyrir Eurovision á
Gauki á Stöng á laugardaginn.
Upphaflegt markmið keppninn-
ar var að koma hreyfingu á að RÚV
héldi Söngvakeppni Sjónvarpsins og
virðist sem það hafi gengið eftir því
Sjónvarpið tilkynnti í síðustu viku að
keppnin verði haldin í byrjun næsta
árs.
Það var hljómsveitin Hraun sem
sigraði keppnina á Gauknum á laug-
ardaginn og mun sveitin senda sig-
urlagið í Söngvakeppni Sjónvarps-
ins. Eftir keppnina var haldið ball
með hjómsveitinni Touch sem end-
aði þannig að söngvari sveitarinnar
féll um koll á sviðinu með þeim af-
leiðingum að hann rófubeinsbrotn-
Davíð umboðsmaður Litla-Eurovision fór
úr böndunum og endaði með rófubroti.
aði. „Hann lét þetta ekkert á sig fá
heldur kláraði ballið og söng langt
fram undir morgun en fallið átti sér
stað í þriðja lagi," segir Davíð.
svavar@dv.is
Kaup á músum vekja reiði
Dýraverndunarsamtök mót-
mæla tilraunum á dýrum
„Mér býður við þessu eins og öllu
hugsandi fólki hlýtur að gera. Þetta er
eitt það skítlegasta í vestrænni sið-
menningu að leyfa sér að kvelja sak-
laus dýr og á allan hátt óafsakanlegt,"
segir Magnús Skarphéðinsson, for-
seti Músavinafélagsins. Magnús og
fleiri dýravemdunarsinnar, svo sem
hið nýstofnaöa félag Raddir málleys-
ingjanna, hafa látið í ljós óánægju
sína á kaupum tilraunarstöðvar Há-
skóla íslands í meinafræði að Keld-
um á fjögur þúsund músum. Vegna
þessara atburða efndi félagið Raddir
málleysingjanna til friðsamlegra
mótmæla við Austurvöll í gær. Magn-
ús segir að aðgerðir Músavinafélags-
ins verði þær að skrifa Umhverfis-
stofnun bréf og fá dýravemdun-
arsamtök í lið með því. Fyrst og síðast
sé þó ætlun þess að fá almenning í lið
með félaginu gegn tilraununum.
Mikilvægt sé að fólk hugsi um að
nota vörur sem ekki hafa verið próf-
aðar á dýrum. „Samkvæmt rann-
sóknum em 95-98% af öllum dýra-
rannsóknum ónauðsynlegar og nán-
ast gerðar af hégóma einum. öllu
neðar kemst lágkúra siðmenningar-
innar ekki en með rannsóknum á
saklausum dýmm. Það að taka mál-
leysingjana og kvelja þá við
ónauðsynlegar tilraunir
er botninn á ljótleika j
mannsins," var það sem J
Magnús hafði að segjaf
um málið.
Magnús Skarphéðinsson
Forseti Músavinafélagsins er
æfur vegna kaupa tilrauna-
stöðvarinnar á Keldum á
fjögurþúsund músum.