Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005
Bílar DV
Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur, svarar fyrirspurnum á leoemm.com og eru þær birtará bílasiðum JDV
Nýstárlega
Bílasýningin íTokyo er haldin í október annað
hvert ár. Á sýningunni eru kynntar vörur, aðal-
lega frá japönskum framleiðendum, og hann-
anir á nýjum framleiðslum og nýstárlegum
hugmyndum.
Nýjasta hugmyndin frá DaimlerChrysler er
Chrysler Akino sem skapaður var í Kaliforníu-
deild fyrirtækisins. Sú sem á hugmyndina að
bílnum er hönnuðurinn Akino Tsuchiy en hún
hannaði bílinn að utan og innan og hann ber
,1
Spurt og svarað
Ruglað mælaborð
SPURNING:
Smákvillar eru í brlnum
mínum sem ég vonast til að þú
gætir skýrt. Bíllinn er Renault
19 RN árg. ‘94 með 1400 vél.
Mælaborðið er ruglað. Ljósin
virka fæst nema bankað sé í
mælaborðið, snúningshraða-
mælirinn er oftast óvirkur og
nú einnig bensínmælirinn og hitamælirinn. Gaumljósin fyrir ökuljós-
in virka sjaldnast. Ég hef heyrt af bíl þar sem þurfti að taka allt mæla-
borðið burt til að komast aftan að mælum til að skipta um perur!
Aðaljarðsamband er lfldega laust
Líklegasta skýringin á þessu er sú að annað hvort sé aðaljarðsam-
band laust eða tært eða að sambandsleysi sé í einhverju þriggja
fjöltengja (2 undir mælaborði og eitt í húddi). Það getur þurft að taka
mælaborðið úr til að komast að þessum tenglum sem þarf að þrífa
upp og verja með sérstakri feiti - séu tenglarnir ekki ónýtir. Þessi sér-
staka feiti til að verja raftengi í bílum nefnist „Dielectric Silicon
Compond" en það er leiðandi feiti sem fæst í Bílanausti, Wurth, Still-
ingu pg víðar.
Að ná sem mestu togi úr vélinni
.Él&l
SPURNING:
Ég er með 360 vél úr CJ-7 öeep) árgerð ‘81.
Þetta er þrælskemmtileg vél, búið er að setja á
hana flækjur og heitan ás en að öðru leyti er
hún í upprunalegu ástandi. Ég var að velta
fyrir mér hvort þú kynnir einhver ráð til að ná
sem mest togi úr vélinni. Hún er í breyttum
jeppa og mig langar til að hún togi eins mikið
og hægt er.
Tork-kambás eykur tog
Það liggur beinast við að byrja á að pæla í „tork-kambási‘‘— þ.e.
ekki heitum ási heldur ási sem eykur tog. Slfkir kambásar eru til fyrir
þessa vél í jeppa t.d. frá Crane. Þú getur skoðað það á www.cra-
necams.com eða á www.summitracing.com. Hins vegar eru takmörk
íyrir því hve mikið tog næst út úr 8 sílindra vél einfaldlega vegna þess
að hún er slagstyttri en t.d. 6 sílindra AMC-jeppavélin (258 kúbika).
Sveifm, en það er átaksarmur sveifarássins, er lengri í 6 sílindra vél-
inni sem veldur því að slaglengd hennar er 13.4% meiri en V8-vélar-
innar. Þegar um vélartog er að ræða er ekkert sem kemur í stað lengri
átaksarms á sveifarási. í þessu sambandi er ástæða til að nefna að al-
gengur misskilningur er að meira tog sé vegna meiri slaglengdar -
slaglengdin er afleiðing en ekki orsök - það er átaksarmur sveifaráss-
ins, stærri hringferill hans, þ.e. sveifin, sem myndar togið - sem
einnig nefnist snúningsátak en við það eykst slaglengdin.
Leiðinleg lykt í miðstöðinni
SPURNING:
Mig langar að fræðast um hvað gæti valdið leiðinlegri lykt, sem
kemur úr miðstöðinni í Subaru Legacy ‘91 þegar vélin hitnar. Þetta
lýsir sér sem heit ryklykt. Ég man eftir að hafa orðið var við þetta áður
í öðrum gömlum bfl.
Leki í miðstöð
örlítill leki í hitaldi miðstöðvar myndar smám saman, með rakan-
um, útfellingu sem er blanda af glykoli og kalsíum - af því kemur sér-
kennileg lykt þegar vatnið hefur náð að hitna og miðstöðin blæs inn í
bílinn. Stundum er hægt að losna við þetta með því að setja vatns-
kassaþétti á kerfið og keyra um stúnd með miðstöðina stillta á fullan
hita. I öðrum tilvikum er ekki um annað að gera en að endurnýja
hitaldið sem er talsvert fýrirtæki. Áður en þú ræðst í meiri háttar
framkvæmdir skaltu til öryggis athuga samskeytin á miðstöðvar
slöngum/klemmum þar sem stútarnir koma út úr hvalbaknum - sé
þar leki sem fer inn í bílinn getur hann orsakað þessa lykt.
Máttlaus vél
SPURNING:
Eg er með Mitsubishi L200 með 2.5 tur-
bódísil-vél sem vill ekki snúast hraðar en
3.100 sm og er mjög máttlaus. Síur eru nýj-
ar og mælir fyrir forþjöppun (boost) sýnir
11 psi undir álagi.
Þindin gæti lekið
Við olíuverkið er loki sem stýrir inngjöfinni með tilliti til þess
þrýstings sem pústþjappan myndar. í þessum loka er þind. Sé hún lek
virkar lokinn ekki eðlilega og vélin nær ekki upp snúningi né afli.
Byrjaðu á að skoða þennan stýriloka, hann er ofan á olíuverkinu og
frá honum liggur slanga.
I Fylgjast þarfmeð dekkj-
I um Dekk með ójöfnum loft-1
| þrýstingi geta aukið eyðslu
| um 5-15%. "
Eldsneyti er stór liður í rekstrar-
kostnaði bíls enda finna margir
pyngjuna léttast. Bíleigandi getur
dregið úr eldsneytiskostnaði með
því að ganga eða hjóla meira.
Einnig má minnka eldsneytisnotk-
un bíla með einföldum aðgerðum
sem jafnframt halda eyðslu í lág-
marki. Ekki er um neina galdra að
ræða, einungis upplýsingar og
heilbrigða skynsemi.
Kannaðu ástand loftsíunnar
Til að brenna eldsneyti f bensín-
eða dísilvél þarf súréfni. í hverjum
100 lítrum lofts er einungis 21 h'tri
súrefnis sem nýtist en 79 lítrum,
mest gagnslausu köfnunarefni,
þarf að dæla í gegn um vélina og út
með pústinu. Miklu máli skiptir að
loft flæði sem auðveldast í gegn um
vélina því sé ekki nægt súrefni til
staðar í brunahólfum getur vélin
ekki brennt eldsneytinu fullkom-
lega og fer þá hluti þess óbrunnið
út með pústinu og eyðslan eykst.
Til að verja vélina gegn sliti síar
loftsían óhreinindi úr inntaksloft-
inu. Teppt af óhreinindum getur
viðnám í loftsíu aukið eyðslu vélar
mælanlega auk þess að draga úr
afli. Yfirleitt er hæfilegt að endur-
nýja loftsíuna árlega.
Fyrsta aðgerðin: Kannaðu
ástand loftsíunnar.
Gakktu úr skugga um að
kertin séu í lagi
í bensínvél er bruna stjórnað
með neista frá kerti. Sé neistinn
veikur brennur eldsneytið ekki
fullkomlega; vélin verður
aflminni og eyðslan eykst.
Ástand kerta og kertabil ræð-
ur styrk neistans. Á mark-
aðnum eru tvenns konar
kerti; annars vegar með
venjulegt skaut en hins vegar
með platínuhúðað skaut.
Þau síðarnefndu eru mun
dýrari og eiga að endast 50
þúsund km eða meira. Gall-
inn við platínuhúðuðu
kertin er sá að þau
vilja festast í hedd-
unum og það getur
reynst dýrt spaug.
Því mæli ég með
ódýrari kertunum og
að þau séu endurnýj-
uð á 10 þúsund km.
fresti.
Önnur aðgerð:
Gakktu úr skugga um
að kertin séu f lagi.
Hafi kertaþræðir
ekki verið endurnýj-
aðir er ástæða til að
kanna ástand þeirra
Stór hluti bensínbíla
er með kertaþræði sem end-
ast ekki nema 3-4 ár. Til að
bensínvélar trufli ekki ljós-
vaka og fjarskipti er leiðari
kertaþráða ekki úr vír
heldur kjarni úr
baðmullarþráðum sem
mettaðir eru leiðandi
koladufti. Duftið getur
flust til við titring og
þannig dregið úr leiðni
þráðanna; neistinn
veikist, gangur vélar-
innar verður ójafnari
og eyðslan eykst. Við-
námsmæling leiðir í
ljós hvort kertaþræðir
eru í lagi (ekki
meira en 20.000
ohm fyrir hverja
10 sm lengdar).
Þriðja að-
gerðin: Hafi
kertaþræðir ekki
verið endurnýjaðir
er ástæða til að
kanna ástand
þeirra.
Athugaðu
smurolíuna
Regluleg endumýj-
un smurolíu á vél og
------1 smursíu er
| Bílkerti Ganga þarfl ódýrasta trygg-
I úr skugga um að
\bílkerti séu í lagi.