Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1933, Page 24

Símablaðið - 01.11.1933, Page 24
40 SÍMABLAÐIÐ Síniritaraskiftin við útiönd. Mér, og flestum símriturum, er að líkindum minnisstætt sumarið 1925 — það var þá, í fyrsta sinn, sem íslenskir símritarar fóru utan í skiftum við er- lenda símritara. Áhuginn fyrir þessu máli var mjög mikill, og því var fylgt fast eftir, og með aðstoð landssíma- stjóra tókst að lirinda því í framkvæmd. Símritarar skildu, að þetta var þýð- ingarmikið atriði, ekki einungis fyrir sjálfa þá, lieldur og einnig fyrir stétt þeirra og stofnun þá, sem þeir unnu við. Þeir skildu, að þarna var stórt spor stigið í þá átt, að auka þroska þeirra og þekkingu á því, er þeir höfðu valið sér að lífsstarfi. Þeir höfðu fylgst með af þeim erlendu blöðum og' tímaritum er hingað fluttust og fjölyrtu um þetta efni, að stórkostlegar framfarir áttu sér stað fram að þeim tíma á sviði ritsím- ans, en hér hjá okkur stóð alt í stað. Áhöld frá barndómi ritsímans voru not- uð hér í tuttugu ár, eða fram til 1926, en þá fer strax að koma annað snið hjá okkur og árangur þessara skifta fara að koma í Ijós. Þá fara að koma endur- bælt áhöld og ný gerð tækja, handhæg- ari og hraðvirkari, áhöld sem þeir kyntust og gátu sjálfir reynt í „Prak- sis“, og í mörgum tilfellum er beinlínis hægt að setja í samband við símritara- skiftin þær frainfarir sem orðið hafa við ritsimann hér á síðari árum. Nú eru fjögur ár frá því að síðustu símritaraskiftin fóru fram, en þó telja megi, að það snið sem komið er á starf okkar nú, sé eftir kröfum tímans og tæki þau fullkomnustu sem við verður komið liér, þá má ekki nema staðar hér. Launakjör okkar símamanna hafa aldrei verið svo góð, að þau leyfði kostnaðarsama ferð til annara landa án styrks, og sú reynsla, sem fengin er í launa-baráttu okkar, bendir ekki til þess, að við munum i framtíðinni geta sjálfir staðið straum af slíkri för. Það ætli að vera okkur áhugamál, að þetta yrði tekið upp aftur, og það þeg- ar á næsta sumri, því ekkert það, sem okkur símamönnum getur verið til auk- innar mentunar, á starfsviði okkar, megum við láta afskiftalaust, og stjórn símans má heldur ekki ganga fram hjá þessari kröfu okkar til endurnýjunar því fyrirkomulagi sem á liagkvæmastan hátt gefur okkur möguleika til að auka víðsýni okkar og þekking á sviði síma- fræðinnar. í þau þrjú sumur, sem símritaraskift- in stóðu yfir, voru þau öll við Dan- mórku, en þó það virðist svo, að frekari simvinna um mál þetta sé útilokuð við Dani, þá væri ekki síður æskilegt að ná samvinnu á þessu sviði við önnur lönd t. d. Noreg eða Svíþjóð, og það frekar vegna þess, að síminn hefir á síðari ár- um haft afarmikil viðskifti við þessi lönd, og sem bendir í þá átt að þetta þyrfti ekki að vera neinum erfiðleikum háð frá beggja hálfu. Við skulum vona, að stjórn símans loki ekki augununi fyrir þessu áhugamáli okkar. Auðvitað getur ekki verið að ræða um neina aukna mentun fyrir þá erlendu símrit- ara, sem hingað kynnu að koma í skift- unum, en líkur til þess að þeir vildu kynnast landi voru og frændþjóð sinni — afkomendum þeirra manna sem flúðu land og fóru liingað til þess að þeir í friði gætu hugsað um bú sitt og bjargráð. í. E.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.