Símablaðið - 01.11.1933, Page 25
41
SÍMABLAÐIÐ
Kjör línumanna.
Frá því að landssíminn fyrst tók til
starfa, og alt fram á vora daga, hafa
orðið gífurlegar breytingar.
Nýjar línur, nýjar stöðvar og fleiri
verkamenn hafa bæst í hópinn, og hver
endurbótin á fætur annari hefir verið
gerð á vélum og kerfi.
Auk þessara endurbóta fjölgaði eins
°g áður er gelið starfsfólki á hinum
J'nrsu sviðum, og þar á meðal línu-
niönnum. Línumennirnir mynda einn
hóp meðal starfsfólks L. í.
Hóp, sem er að mörgu leyti sérstæð-
nr livað viðvíkur vinnu og aðbúð, og er
a® niestu fráskorinn starfsmannalieild-
'nni. Verk línumanna er eins og flestir
starfsnienn L. I. vita, fólgið í því að
leggja nýjar símalínur víðsvegar um
land og einnig að endurbæta það sem
stórviðri og tönn tímans hafa eytt.
í þessu slarfi sínu eru þeir dreifðir
öt um land alt í smærri og stærri flokk-
llln, sem liafa lítið saman að sælda.
^f þessu má sjá hve erfið er aðstaða
alls félagsskapar með þessum mönnum,
°g því ekki undarlegt að litið liefir ver-
tækifæri til að ræða kjör innbyrðis,
°g gagnvart L. í. Verkamenn í hverjum
ílokki mætast að vorinu til, liverfa út
a land, starfa sumartímann, til þess svo
aÓ skilja aflur þegar liauslar, og hverfa
's'nn i hvora áttina.
Fn það myndi of langt mál, að lýsa
l}cssu tímabili frá vori lil liausts, sem
tehir í sér sögu lieillar stéttar, og mun
cg l>vi lauslega drepa á kjör þessara
nianna, eins og eg hefi sjálfur séð þau
°g reynt.
Það fyrsta, sem flýgur mér i liug,
eru húsakynnin, sem eru tjöld.
í hverju tjaldi búa 3, stundum 4
menn, og reynir þá oft á liðlegheit ná-
nngans, því að ekki er hægt að segja,
að rúmið leyfi mikla snúninga.
Hugsið ykkur, þó að ekki séu nema
þrír menn í tjaldi.
Rúmstæði, kistur, matarkassar og
annað hafurtask, levfa varla svo miklu
rúini, að komist verði hindranalaust frá
dyrum innað gafli.
Þetta er allerfitt, þó veður sé gott og
vinna hreinleg, en hvað þá þegar menn
eru búnir að standa 10 tíma við vinnu
í slagveðursrigningu og koma heim i
vosklæðum, skitugir upp fyrir haus.
Þetta er eitt meðal annars, sem æski-
legt væri, að yrði bætt, en skiftir þó
minna máli en margt annað.
Eins og eg mintist á í upphafi grein-
arinnar, er vinnutíminn venjulega að
eins yfir blásumarið, ca. 3—5 mánuðir
ár hvert, og að eins örfáir þeirra, er
starfa sem línumenn, liafa vinnu hjá
L. í. eða B. R. að vetrinum til.
Sem sagt, er hér um mjög stopula
vinnu að ræða, sem ekki virðist aðlað-
andi til lengdar. En sorglegt dæmi
um afskiftaleysi ráðamannanna er
það, að þótt svo sé ástatt, að hér
í bænum þurfi að vinna algenga
vinnu, sem ekki mun ofvaxin getu línu-
manna, eru þráfaldlega teknir fram yf-
ir þá menn, er aldrei hafa unnið nokk-
urt starf í þágu símans. Þessu þarf að
breyta í það horf, að framvegis verði
tekið meira tillit til þeirra manna, er
hera erfiðustu kjörin af starfsmönnum
L. 1., þ. e. línumannanna.
Sem beint framhald af þessu afskifta-
leysi má minnast á launakjörin.
Fyrir nokkrum árum voru launin með