Símablaðið - 01.11.1933, Side 26
42
S í M A B L A Ð I Ð
lélegra móti eða níu krónur á dag, al-
menl, en liafa síðan smáhækkað, og eru
nú viðunandi.
En það, sein einna helst verður fyr-
ir manni, ef litið er á launin, er ósam-
ræmið. I hverjum flokki eru mismun-
andi Iaunagreiðslur, og er það að miklu
leyti lagt í hendur hvers verkstjóra, að
ákveða um launin, og vitanlega bregð-
ur þar misjafnlega við,
Hér á undan hefi eg leitast við að
lýsa i stuttu máli kjörum línumanna,
og hinum helstu skakkaföllum á þeim.
í samræmi við það vildi eg bera fram
eftirfarandi tillögur, sem mættu verða
til nokkurra bóta.
1. L. í. tryggi þeim línumönnum, er
um nokkurra ára skeið hafa starfað fyr-
ir hann, einhverja vinnu að vetrinum
til. —
2. Að komið verði á launastiga fyrir
línumenn og séu lágmarkslaun hvers
fullgilds manns tólf krónur á dag fyr-
ir tíu stunda vinnu, en þar af veiti L. í.
tvo kaffitíma (15—30 mínútur hvorn).
3. Að tjald sé ætlað hverjum tveim-
ur mönnum.
Auk þess haldi línumenn þeim hlunn-
indum, sem fyrir hendi eru.
J. Þ. A.
Alveg er það ný uppgötvun, sem þegar er
orðin vinsæl, að hægt er fyrir bifreiðar-
stjóra að opna bifreiðarskýli sitt án þess að
stiga út úr bifreið sinni. Þetta má verða
fyrir tilstilli þar til gerðra senditækja er bif-
reiðarstjóri hefir í vagni sínum. Þegar hann
svo sendir ákveðið merki, stjórna móttöku-
tæki í bifreiðarskýlinu öðrum rafknúðum
útbúnaði er síðan opnar hurðina og sam-
tímis varpar fram ljósrákum er stýrt verður
eftir inn í skýlið.
Símalilaíií og fleira.
Það lýsti vanþakklæti ef sag't væri
um F. 1. S. eða stjórn þess, að þau væru
aðgerðalaus eða gerðu ekkert fyrir
símamannastétlina.
Nægir þar til að nefna hina stór-
merku stofnun lánasjóðinn, styrktar-
sjóðinn, hressingarhælið, svo og hlunn-
indi þau er felast í starfsmannareglum,
ásamt mörgu öðru. Um þessi mál og
ýmisleg önnur hlunnindi simafólki til
handa, fá svo félagsmenn að vita á hin-
um árlega aðalfundi félagsins. Margur
mundi þó kunna betur við og koma bet-
ur, að fá fréttir jafnóðum af ýmsum
þýðingarmiklum málum, sem stjórnin
hefir fengið framgengt, og sem þar að
auki er oft áríðandi fyrir hvern félags-
mann að vita hvernig hefir reitt af.
Eg býst við að það séu margir sem t.
d. hafa ekki hugmynd um að starfs-
mannareglurnar séu gengnar í gildi og
því síður um innihald þeirra. Um þetta
og svo margt annað, já öll þau mál sem
stjórnin liefir á prjónunum er engin
iskýrsla gefin nema einu sinni á ári, og
ekkert tækifæri til að leggja þar orð
í belg fyr en alt er klappað og klárt.
Má það merkilegt kallast í jafn fjöl-
mennu félagi og F. I. S. er, skuli þessari
aðferð vera tekið með þögn og þolin-
mæði ár eftir ár. Og því merkilegra þar
sem félagið gefur út blað, sem að sjálf'
sögðu ætti að fjalla um hin ýmsu mál
sem eru á dagskrá. En þar kemur niein'
semdin. Og af hverju stafar, við skulm11
segja þessi eina yfirsjón stjórnarinnar •
Vegna þess, að blað félagsins „Síma-
hlaðið“ kemur ekki út, en eg kalla þa^
ekki neina útkomu á blaði sem tíðkast
hefir hjá Símablaðinu síðustu árin, sem