Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.11.1933, Side 29

Símablaðið - 01.11.1933, Side 29
SIMABLAÐIÐ 45 ast, að ef Luxembourg ueili áfram að taka til greina alþjóða samkomu- lag um hámarksorku útvarpsstöðva, þá séu þeir knúðir til slíks hins sama. Sem krók á móti bragði hygg'jast þeir að auka orku Daventry-stöðvarinnar upp í 200 KW. En verulegar breyting- ar standa fyrir dyrum á þeirri stöð. Ástandið cr sem sagt, allískyggilegt, eins og' nú stendur. Og má með sanni segja, að Luxembourg gefi tilefni til verulegs kapphlaups um kraftaukn- ing allra stöðva á hábylgjusviðinu. Það liggur í augum uppi, að ef Eng- lendingar auka orku Daventry-stöðv- arinnar upp í 200 KW., þá sigla Þjóð- verjar, Pólverjar, Hollendingar og Frakkar í kjölfarið. En þegar svo væri komið, skilja allir, hvernig vrði að hlusta á hábylgjusviðinu. Og ef þessi yrði raunin á, þá yrði þess eflaust stutt að bíða, að sama yrði um at- hafnir þeirra stöðva, er senda á lág- byigjusviðinu, Eins og viðhorfið er nú, þá er spurn- 'ágin sú, hvort Luxembourg slaki til <>g hlýti fyrirmælum alþjóðaráðstefna um þessi atriði. Því er ver og miður, að ekki er utlit fyrir það. í því sambandi má geta þess, að nýverið er skýrt frá því í erlendum fagblöðuni, að þýsk frétta- stofa liafi sent fréttamann sinn til Lux- embourg, til þess að kynnast málinu eun nánar. Segir þessi fréttamaður, að ekkert bendi lil þess, að teknar verði «1 greina alþjóða-ákvarðanir Luzern- samþyktarinnar. Þvert á móti muni vera ákveðið, að balda við fyrri á- kvarðanir. Jafnvel kveður liann öllu svo fyrir komið, að hægt sé enn að sta>kka stöðina allverulega, hæðj Iivað °rku áhrærir og uppsetning kröftugr- ar stuttbylgjustöðvar. Segir liann, að þegar sé ráðin stór hljómsveit til stöðv- arinnar og áform gerð til lengingar útvarpstímans daglega. Alt kvað benda til aukningar og fullkomnunar stöðv- arinnar. Fær nú alþjóðasamþykt um út- varpsmál hér nokkuð við ráðið? Öhjákvæmilega hljóta íslenskir út- varpsnotendur að fylgjast með því, sem nú er að gerast, og verður að vænta þess, að forgöngumenn íslenska útvarpsins standi sem ljón á verði, og láti okkur notendum í té allar þær fregnir, er máli skifta. Þegar hér er komið, dettur mér í liug að spyrja, hvort fyrirliuguð öldu- færsla útvarpsstöðvar okkar eigi að framkvæmast að svo stöddu? Því með tilliti til hins mikla kostnaðar, sem því er samfara, skilst manni, að það væri að fara úr öskunni í eldinn, ef ganga má út frá orkuaukning stöðv- anna á hábylgjusviðinu, með tilliti til þess, sem að framan segir. G. B. TF3B-sendistöðin, er starfrækt var á Snæ- fellsjökli síðastl. ár, vegna rannsókna hins svokallaða „pólárs", hætti að starfa 1. sept. siðastl. Meðal annara tíðinda frá dvöl iit- lendinganna þar á jöklinum má geta þess, að símritari leiðangursins kveðst hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu, hvað stuttbylgju- fræðina áhrærir, að allverulegur munur sé á þvi, hvernig heyrist á bylgjusviðinu 15 —100 metra, og virðist það fara eftir stöðu tunglsins, þannig, að betur heyrist með vax- andi tungli, sem kallað er.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.