Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 29

Símablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 29
SIMABLAÐIÐ 45 ast, að ef Luxembourg ueili áfram að taka til greina alþjóða samkomu- lag um hámarksorku útvarpsstöðva, þá séu þeir knúðir til slíks hins sama. Sem krók á móti bragði hygg'jast þeir að auka orku Daventry-stöðvarinnar upp í 200 KW. En verulegar breyting- ar standa fyrir dyrum á þeirri stöð. Ástandið cr sem sagt, allískyggilegt, eins og' nú stendur. Og má með sanni segja, að Luxembourg gefi tilefni til verulegs kapphlaups um kraftaukn- ing allra stöðva á hábylgjusviðinu. Það liggur í augum uppi, að ef Eng- lendingar auka orku Daventry-stöðv- arinnar upp í 200 KW., þá sigla Þjóð- verjar, Pólverjar, Hollendingar og Frakkar í kjölfarið. En þegar svo væri komið, skilja allir, hvernig vrði að hlusta á hábylgjusviðinu. Og ef þessi yrði raunin á, þá yrði þess eflaust stutt að bíða, að sama yrði um at- hafnir þeirra stöðva, er senda á lág- byigjusviðinu, Eins og viðhorfið er nú, þá er spurn- 'ágin sú, hvort Luxembourg slaki til <>g hlýti fyrirmælum alþjóðaráðstefna um þessi atriði. Því er ver og miður, að ekki er utlit fyrir það. í því sambandi má geta þess, að nýverið er skýrt frá því í erlendum fagblöðuni, að þýsk frétta- stofa liafi sent fréttamann sinn til Lux- embourg, til þess að kynnast málinu eun nánar. Segir þessi fréttamaður, að ekkert bendi lil þess, að teknar verði «1 greina alþjóða-ákvarðanir Luzern- samþyktarinnar. Þvert á móti muni vera ákveðið, að balda við fyrri á- kvarðanir. Jafnvel kveður liann öllu svo fyrir komið, að hægt sé enn að sta>kka stöðina allverulega, hæðj Iivað °rku áhrærir og uppsetning kröftugr- ar stuttbylgjustöðvar. Segir liann, að þegar sé ráðin stór hljómsveit til stöðv- arinnar og áform gerð til lengingar útvarpstímans daglega. Alt kvað benda til aukningar og fullkomnunar stöðv- arinnar. Fær nú alþjóðasamþykt um út- varpsmál hér nokkuð við ráðið? Öhjákvæmilega hljóta íslenskir út- varpsnotendur að fylgjast með því, sem nú er að gerast, og verður að vænta þess, að forgöngumenn íslenska útvarpsins standi sem ljón á verði, og láti okkur notendum í té allar þær fregnir, er máli skifta. Þegar hér er komið, dettur mér í liug að spyrja, hvort fyrirliuguð öldu- færsla útvarpsstöðvar okkar eigi að framkvæmast að svo stöddu? Því með tilliti til hins mikla kostnaðar, sem því er samfara, skilst manni, að það væri að fara úr öskunni í eldinn, ef ganga má út frá orkuaukning stöðv- anna á hábylgjusviðinu, með tilliti til þess, sem að framan segir. G. B. TF3B-sendistöðin, er starfrækt var á Snæ- fellsjökli síðastl. ár, vegna rannsókna hins svokallaða „pólárs", hætti að starfa 1. sept. siðastl. Meðal annara tíðinda frá dvöl iit- lendinganna þar á jöklinum má geta þess, að símritari leiðangursins kveðst hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu, hvað stuttbylgju- fræðina áhrærir, að allverulegur munur sé á þvi, hvernig heyrist á bylgjusviðinu 15 —100 metra, og virðist það fara eftir stöðu tunglsins, þannig, að betur heyrist með vax- andi tungli, sem kallað er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.