Símablaðið - 01.11.1933, Page 31
47
SÍMABLAÐIÐ
Ísledílegl m/ff ár/
Þegar vísindamenn grófu í pýramídarúst-
um í Egyptalandi, fanst koparvírshönk. Þótti
það benda til þess, að Egyptar hafi þekt sím-
ann.
En þegar grafið var í rústum Babýloniu,
fanst enginn vírspotti. Þykir það benda
til þess, að Babýloníumenn hafi þekt hið
þráðlausa samband.
Eitt sinn langaði Maríu að heimsækja
jörðina, og bað Pétur um leyfi til þess.
Varð hann við beiðni hennar og gaf henni
Þriggja daga dvalarleyfi þar, með því skil-
yrði, að hún hringdi hann upp daglega, til
þess að skýra frá högum sínum og hegðun.
Að kvöldi hins fyrsta dags hringir
María til Péturs.
Maria: Halló! er það Pétur? Það er j ó m-
f r ú María. í dag reykti eg sígarettu.“
Pétur: „Það má ekki koma fyrir aftur,
þá kalla eg þig heim.“
Að kvöldi annars dags hringir Maria
aftur.
María: „Halló! er það Pétur? Það er
jómfrú María. í dag drakk eg „cock-tail“.
Pétur: „Slíkt má aldrei henda oftar, þá
færð þú aldrei framar fararleyfi til jarðar-
innar.“
Að m o r g n i þriðja dags hringir hún
og segir: „Halló! er það Pétur? Það er
María.“
Settur í „steininn“ fyrir að hlusta á útlönd.
í Tékkóslóvakíu hefir verið komið á banni
við því, að hlusta á einstakar útlenskar
stöðvar (pólitískar æsingaræður o. þ. 1.).
Með banni þessu er haft strangt eftirlit af
lögregluvaldinu, sem sjá má af eftirfarandi
sögu:
Bæheimskur útvarpsnotandi var að hlusta
á þýska stöð, en gætti þess ekki að dempa
hátalarann. Einhver, sem fram hjá gekk og
heyrði hvað um var að vera, gerði lögregl-
unni strax aðvart, og hún kom á vettvang og
stóð þrjótinn að verki og fór með hann.
Siðasti þátturinn i þessum stutta, kátbros-
leg leik, endaði í réttinum i Pisek, þar sem
aumingja maðurinn var dæmdur í 8 daga
fangelsi, áréttað með einum degi til föstu,
fyrir brot sitt.