Símablaðið - 01.11.1933, Síða 33
SÍMABLAÐIÐ
49
Þetta er einungis miðað við það, að út-
geislun sólarinnar hafi ekki minkað.
En svo er nú ekki. Á biljón árum mink-
ar útgeislunin. Á þessum óratíma hefir
sólin tapað af þunga sínum, vegna út-
geislunarinnar um 6 pro cent. Eftir
öðrum stjörnum að dæma má ætla, að
sólin liafi þá tapað um 20 pro cent af
útgeislunarmagni sínu og er það sama
°g 15 stiga tap fyrir jörðina.
Að biljón árum liðnum mun því með-
alhiti jarðarinnar iiafa lækkað um 30
slig.
En það væri óvitaskapur að spá nokk-
*u um það, hvaða áhrif slik hitalækkun
hefði á líf mannanna á jörðinni.
Lifið iiefir í ríkum mæli hæfileika lil
að semja sig eftir ytri skilyrðum. Hér
er um svo liægfara breytingar að ræða
að engin fjarstæða væri að ímynda scr,
að eftir biljón ár gæti líf þrifist á jörð-
Unni, þó meðalhiti væri 30 stigum
lægri en hann er nú. En þó mætti ætla,
uð lífsþægindin yrðu þá minni.
Fjöll, fögur vötn og hlómgarðar er
öeilla og gleðja nútímamanninn, verða
ekki til eftir hiljón ár. Alt horfið og á
uð eins heima i sögnum frá órafjarlæg-
Uni tímum. Tönn tímanna mun i veðra-
örigðum miljóna alda hafa jafnað fjöll-
ni við jörðu og fjötrað vötn og ár klaka-
böndum.
Þótt við sleppum öllum heilabrotum
um lífið á jörðunni eftir þúsund mil-
Jónir ára, getum við ekki varist þeirri
kugsun, að verur jarðarinnar standi þá
a takmörkum lífs og dauða, vegua si-
pverrandi hitamagns frá sólunni.
Meðalhiti á Venus er 60 stigum hærri
°n nieðalhiti jarðarinnar. Sá liiti er
sennilega of mikill lil þess að ætla megi
að nokkurt lif geti þrifist þar.
Venus fer kólnandi eins og jörðin og
einhverntíma eftir biljón ár verða þau
aldahvörf, að líf sem krefst sömu skil-
yrða og lííið á jörðunni, færi að geta
dafnað á Venus. Hvort lif festir þar
rætur nokkurntíma, vitum við ekki.
En þá möguleika mætti liugsa sér, að
Venus tæki við af jörðunni að fóstra
líf, þegar liún væri orðin ofkæld til
þess.
Til þessa höfum við að eins virt fyrir
okkur j>að sem orðið gæti ef alt liefði
eðlilega framrás. En fjölmörg óhappa-
atvik geta að liöndum horið og eylt öllu
lífi á jörðunni, löngu áður en biljón ár
eru liðin.
Við skulum liugsa okkur þá tilvilj-
un, að sólin rækist á aðra stjörnu og
sveiflaði lienni af hraut sinni til jarðar-
innar, eða að stjarna úr öðru sólkerfi
svifi inn í okkar sólkcrfi og ylli þeim
glundroða þar, er eyðilegði öll lífsskil-
yrði á jörðunni. Maður getur þó tæpast
gert sér ljósa grein íyi'ir því, að þetta
geti átt sér stað, og líkurnar til þess eru
svo afar litlar, að með öllu er óþarft
að taka þær með í reikninginn.
En það er önnur hætta sem frekar
mætti taka til álita. Stöðu sólarinnar í
stjörnukerfinu er þannig háttað, að í
nálægð við hana er stjarnlaust svæði,
er hún hefir, samkvæmt útreikningi og
áliti stjörnufræðinga, hneigð til að leita
inn á, þó ekki fyr en hún hefir tapað
um 3 pro cent af ljósmagni sinu. Mundi
þetta hafa þær afleiðingar, að liiti henn-
ar nægði ekki jörðunni og alt líf mundi
slokna þar.
Þetta kunna nú að virðast frekar
hrollkendar framtíðarhorfur fyrir okk-
ur jarðarbúa. Af ýmsum ástæðum þarf
þó ótti okkar ekki að vera djúprættur.
Ef hfssaga sólarinnar tekur ekki öfuga
stefnu fyrir einhver óhappaatvik, má