Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1933, Síða 34

Símablaðið - 01.11.1933, Síða 34
50 SIMABLAÐIÐ vænta þess, að jörðin geti fóstrað líf um biljón ára skeið enn þá. Tími sá er 500 sinnum lengri en for- tíð jarðarinnar og þrem miljón sinnum lengri en fortíð mannsins hér á jörð- unni. Við skulum nú virða fyrir okkur hlutföllin í þessum tímalengdum. Hugs- um okkur að við tökum frimerki og límum það á fimmeyring. Við leggjum svo fimmeyringinn með frímerkinu á ofan á Kleópötrunálina. Öll hæðin frá grunni sýnir tímann frá því jörðin varð til. Þykt fimmeyringsins sýnir tírna þann í jarðsögunni sem maðurinn hef- ir lifað á, og' þyktin á frímerkinu er tímabil siðmenningarinnar. Bættum við svo öðru frímerki við, mundi þykt þess vera hlutfallslegur mælikvarði næsta finnn þúsund ára menningar- tímabils. Þannig getum við lialdið á- fram að lilaða frímerki á frímerki ofan, þangað til súlan er orðin jafnhá Mont Blanc. Samt sem áður mun þessi sam- aniagða liæð tæplega samsvara þeirri þroskabraut er mannkynið á fyrir liönd- um, ef engin óhappa atvik loka vegin- um. Fyrsta frímerkið er hið liðna tíma- bil siðmenningarinnar. Öll bin frímerk- in eru hin ókomnu. í ómælisvídd himingeimsins sýnir stjörnufræðin okkur dásamlega tign og veldi. Hún sýnir okkur líka óskilj- anlegar auðnir. Hún tekur okkur undir hönd sér og beinir sjónum okkar að óendanlegum þroskamöguleikum. Ef við skoðum okkur sem þegna al- heimsrikisins, afmarkast tilvera okkar mannana frekar nær lokum þess en upphafi, því svo virðist sein mikill liluti hnattaveldisins sé þorrinn vegna út- geislunar sinnar, þegar maðurinn kem- ur fram á sjónarsviðið. Miðum við aftur á móti þegnstöðu okkar við jörðina má segja, að við séum á byrjunarstigi lífs- ins. I árroða dagsins birtist maðurinn hér á jörðunni og daginn, sem fram undan liggur getum við ekki mælt, hann er svo langur, og engan grunar öll þau tækifæri er hann býður til dáða fegurð- ar og fullkomnunar. í óra fjarri framtíð líta afkomendur okkar um öxl sér og skygnast til for- tíðarinnar. Þar sjá þeir okkur á morgni lífsins berjast áfram í myrkviði þekk- ingarleysis, vaðandi i villu og hindur- vitnum í leitinni að þeim sannleika, er opnað gæti lindir náttúrunnar, svo jörð- in yrði fagur og fullkominn bústaður, samboðinn þroskahæfileikum mann- kynsins. Maðurinn er enn á árdegi lifs- ins og getur tæpast gert sér ljósa grein fyrir því, hvernig okkar saga lítur út frá sjónarmiði afkomenda okkar sem fá að skygnast um á liádegi lífsins. Boðskapur stjörnufræðinnar til okk- ar er boðun bjartari tíma, sem einstak- lingurinn er ábyrgur fyrir. Sú ábyrgð er veigamikil, þvi við erum að leggjn hornsteinana að langri framtíð sein ekki einu sinni hugurinn getur tak- markað. „Hæsta útvarpsstöð í heimi“. Á La Paz í Bolivíu hefir verið byggð út- varpsstöð, sem er talin „hæsta útvarpsstöð i heimi“, þ. e. hún liggur 13.500 fet yfir sjáv- arflöt. Stiið jiessi útvarpar dagskrá sinni n spönsku og mállýsku Indíána. StuttbylgJ11" stöð útvaprar sömu dagskrá á 19,01 m. á dag- inn og á 49,3 m. á nóttunni.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.