Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 34

Símablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 34
50 SIMABLAÐIÐ vænta þess, að jörðin geti fóstrað líf um biljón ára skeið enn þá. Tími sá er 500 sinnum lengri en for- tíð jarðarinnar og þrem miljón sinnum lengri en fortíð mannsins hér á jörð- unni. Við skulum nú virða fyrir okkur hlutföllin í þessum tímalengdum. Hugs- um okkur að við tökum frimerki og límum það á fimmeyring. Við leggjum svo fimmeyringinn með frímerkinu á ofan á Kleópötrunálina. Öll hæðin frá grunni sýnir tímann frá því jörðin varð til. Þykt fimmeyringsins sýnir tírna þann í jarðsögunni sem maðurinn hef- ir lifað á, og' þyktin á frímerkinu er tímabil siðmenningarinnar. Bættum við svo öðru frímerki við, mundi þykt þess vera hlutfallslegur mælikvarði næsta finnn þúsund ára menningar- tímabils. Þannig getum við lialdið á- fram að lilaða frímerki á frímerki ofan, þangað til súlan er orðin jafnhá Mont Blanc. Samt sem áður mun þessi sam- aniagða liæð tæplega samsvara þeirri þroskabraut er mannkynið á fyrir liönd- um, ef engin óhappa atvik loka vegin- um. Fyrsta frímerkið er hið liðna tíma- bil siðmenningarinnar. Öll bin frímerk- in eru hin ókomnu. í ómælisvídd himingeimsins sýnir stjörnufræðin okkur dásamlega tign og veldi. Hún sýnir okkur líka óskilj- anlegar auðnir. Hún tekur okkur undir hönd sér og beinir sjónum okkar að óendanlegum þroskamöguleikum. Ef við skoðum okkur sem þegna al- heimsrikisins, afmarkast tilvera okkar mannana frekar nær lokum þess en upphafi, því svo virðist sein mikill liluti hnattaveldisins sé þorrinn vegna út- geislunar sinnar, þegar maðurinn kem- ur fram á sjónarsviðið. Miðum við aftur á móti þegnstöðu okkar við jörðina má segja, að við séum á byrjunarstigi lífs- ins. I árroða dagsins birtist maðurinn hér á jörðunni og daginn, sem fram undan liggur getum við ekki mælt, hann er svo langur, og engan grunar öll þau tækifæri er hann býður til dáða fegurð- ar og fullkomnunar. í óra fjarri framtíð líta afkomendur okkar um öxl sér og skygnast til for- tíðarinnar. Þar sjá þeir okkur á morgni lífsins berjast áfram í myrkviði þekk- ingarleysis, vaðandi i villu og hindur- vitnum í leitinni að þeim sannleika, er opnað gæti lindir náttúrunnar, svo jörð- in yrði fagur og fullkominn bústaður, samboðinn þroskahæfileikum mann- kynsins. Maðurinn er enn á árdegi lifs- ins og getur tæpast gert sér ljósa grein fyrir því, hvernig okkar saga lítur út frá sjónarmiði afkomenda okkar sem fá að skygnast um á liádegi lífsins. Boðskapur stjörnufræðinnar til okk- ar er boðun bjartari tíma, sem einstak- lingurinn er ábyrgur fyrir. Sú ábyrgð er veigamikil, þvi við erum að leggjn hornsteinana að langri framtíð sein ekki einu sinni hugurinn getur tak- markað. „Hæsta útvarpsstöð í heimi“. Á La Paz í Bolivíu hefir verið byggð út- varpsstöð, sem er talin „hæsta útvarpsstöð i heimi“, þ. e. hún liggur 13.500 fet yfir sjáv- arflöt. Stiið jiessi útvarpar dagskrá sinni n spönsku og mállýsku Indíána. StuttbylgJ11" stöð útvaprar sömu dagskrá á 19,01 m. á dag- inn og á 49,3 m. á nóttunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.