Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1937, Page 18

Símablaðið - 01.01.1937, Page 18
10 S í M A B L A Ð I Ð um skildist að hagnýta þenna kraft til einhvers gagns, en þá loksins rak hver uppgötvunin aðra, og nú er svo komið, að rafmagnið er svo nátengt siðmenningunni, að ógerningur er að iiugsa sér það íráskilið henni. Vísind- in hafa á síðjustu áratugum varpað nýju ljósi yfir þekkingu manna, ekki aðeins á eðli rafmagnsins og' eigin- leikum, lieldur liafa þau skapað alveg nýja heimsmynd, þar sem rafmagnið skipar eig'i aðeins fj7rsta sess, heldur er alt í öllu. Alt er rafmagn, og ekk- ert annað en rafmagn eða áhrif þess. Allir hlutir, jafnt lifandi sem lífvana, eru rafmagn. Sumum kann að finn- ast þetta nokkuð langt gengið og finn- ast þetta getgátur einar og heilaspuni. En þessar niðurstöður vísindanna eru alveg jafnmikill heilaspuni og, þær fullyrðingar vísindanna, að fasta- stjörnurnar séu sólir, óravegu í hurtu, en eigi göt á liimninum, eða að jörð- in gangi í kringum sólina, en ekki öfugt, eins og haldið var fram aður. Og hvað er svo þetta rafmagn? Því svara visindin þannig: Rafmagnið er kraftur eða orka. Alt er hvgt upp af þessum krafti, sem öllu heldur saman og alt bindur í sinar viðjar. Rafmagn- ið, aftur á móti, eins og við verðum þess venjulega vör, er ástandshrevting eða röskun á hinu eðlilega ástandi hlutanna. Kenning vísindanna er sú, að öll efni, er vér þekkjum, séu samsett af örsmáum pörtum — öreindum (atom- um). Á siðustu áratugum hafa vís- indin fundið, að þessar efniseindir væru samsettar af enn smærri pörtum. Hver efniseind er eins og sólkerfi í smáum stíl. Kringum kjarna í miðju ganga aðrar eindir eftir vissum hraut- um. Kjarninn er hlaðinn jákvæðu raf- magni, en eindin eða eindirnar, sem í kringum liann ganga, eru hlaðnar neikvæðu rafmagni. Þessi neikvæða eind nefnist elektron, og er hún, ásamt jákvæðu eindinni í kjarnanum, sem kallast proton, byggingarsteinninn, sem allur efnisheimurinn er gerður af. Þessar eindir eru svo örsmáar, að þvermál þeirra er biljónasti liluti millimetra. Þær hafa enga þyngd eða efnismagn, heldur eru bara kraftur og ekkert annað. Slík eind er orkuaðset- ur, sem með áhrifum sínum hindur sig og aðrar samskonar eindir í eina heild. Kjarninn hefir ætið jafnmikið jákvætt rafmagn, og neikvæðu eind- irnar hafa til samans neikvætt raf- magn. Efniseindirnar eða efnið hefir því engar rafmagnsverkanir út á við, því að hinir- jákvæðu og neikvæðu kraftar lialdast í jafnvægi. Allir eigin- leikar efnisheimsins eru nú beinlínis afleiðing af tilhögun og afstöðu raf- eindanna innbyrðis, annaðhvort af ó- líkri niðurröðun eða mismunandi fjölda þeirra. Þyngd efna fer t. d. eft- ir fjölda þeirra einda, sem um kjarn- ann sveima og' stærð hans sjálfs. Hann getur verið samsettur af mörguni raf- eindum, bæði jákvæðum og' neikvæð- um, en þær jákvæðu eru ávalt í meiri- hluta, jafnmiklum og nemur fjölda neikvæðu eindanna, sem kringum kjarnann ganga. Eindirnar geta skip- að sér i margar brautir kringum kjarn- ann. Viss tala kemst fvrir á hverri braut og hefst önnur ný, jafnóðum og hver braut er fullskipuð. Mjög er þessi tilhögun mistraust að byggipgu. í þyngstu efnunum er hún svo fall- völt, að hún hrynur niður af sjálfu sér. Ystu rafeindirnar yfirgefa braut sína

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.