Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Barnaperrinn kærður á ný Móðir nítján ára mis- þroska stúlku fór í gær og lagði fram kæru á hendur Anthony Lee Bellere fyrir kynferðislegt áreiti gegn dóttur hennar. Stúlkan hef- ur andlegan þroska 12 ára barns, en meint brot eiga að hafa átt sér stað kvöld eitt þegar Anthony var gest- ur á heimili mæðgnanna. Mörg mál tengd Anthony eru nú til skoðunar lög- reglu en DV hefur meðal annars greint frá sjúklegum klámskilaboðum sem hann sendi táningsstúlkum sem voru allt niður í 12 ára. Enqinjólakort fráVR Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur ákveðið að senda ekki út nein jóla- kort þetta árið. í stað þess að senda kort ætlar fé- lagið að láta andvirði kortasendinganna renna til FAAS, Fé- lags aðstandenda Alzheimersjúkra og annarra minnis- sjúkra. Markmið fé- lagsins er meðal annars að gæta hagsmuna skjólstæð- inga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almenn- ings á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja. Skreytt til sigurs Á vef Dalvíkurbyggðar segir frá því að í ár, sem síðustu ár, verðistaðið fyrir jóla- skreytinga- samkeppni á meðal fbúa sveitarfélags- ins. Nefnd, með sérstök augu fyrir skemmtilegheit- um, mun fara um byggðar- lagið í kringum tíunda des- ember og velja athyglis- verðar jólaskreytingar. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, en þar að auki ýmsar viðurkenningar. Á vefnum er jafnframt bent á að þegar kemur að jóla- skreytingum gilda gæðin en ekki magnið. „Það liggur á að senda plöt- una mlna út tilJapans svo að hægt verði að byrja að fram- leiða hana," segir Benedikt H. Hermannsson, aðalsprauta hljómsveitarinnar Benni Hemm Hemm.„Platan verður framleidd úti og öll kynningar- vinna fer þar fram. Stefnt er að því að platan komi út íjanúar. Þetta ersama plata og kom út hér heima í september. Svo er ég að reyna að koma okkur út að spila en það er ekkert voðalega auðveltað flytja fimmtán manns tilJapans." Aðalmeðferð í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn Fréttablaðinu og Kára Jónassyni ritstjóra þess fór fram í gær. Réttarhaldið var dramatískt og Jónína var buguð og þreytuleg þegar hún mætti. Réttarhaldsins hafði ver- ið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að Jónína fékk lögbannskröfu á birtingu tölvupósta hennar í september. Jónína m\ í dómsal „Þeir eru allir á móti mér,“ sagði Jónína Benediktsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál hennar gegn Frétta- blaðinu var tekið fyrir. Um leið brast hún í grát. Málið var höfðað vegna umdeildrar birtingar blaðsins á tölvupósts- samskiptum Jónínu við þekkta aðila í samfélaginu. Hún krefst þess að lögbann verði sett á frekari birtingar. „Nei, ég veit ekki hvernig þeir komust yflr póstinn," svaraði Jón- ína þegar verjandi hennar, Hró- bjartur Jónatansson, spurði hana hvemig á því stæði að Fréttablaðið komst yfir tölvupóst hennar. Andrúmsloftið í dómsalnum var þrúgandi er hún settist í vitna- stólinn og hóf framburð sinn. Hún rakti í framburði sínum málið í heild sinni frá sínum sjónarhóli og dró hvergi undan. Aðalmeðferð fór ffam í málinu í gær. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda skóku fréttir Fréttablaðsins af tölvupósts- samskiptum hennar við Styrmi Gunnarsson samfélagið þegar þær birtust fyrst. Bað um gögnin en fékk ekki Aðspurð hvenær hún komst að því að tölvupóstar hennar væm í höndum ritstjórnar Fréttablaðsins svaraði Jónína að henni hefði verið tilkynnt það af Sigríði Dögg Auð- unsdóttur blaðamanni degi áður en fyrsta fréttin birtist. Hún segist samstundis hafa beðið um gögnin sem blaðið hafði undir höndum en Sigríður hafl neitað. í kjölfarið hringdi hún í ritstjóra blaðsins, Kára Jónasson, og freistaði þess að fá hann af fyrirhugaðri birtingu á „Hún tárfelldi en herti sig síðan upp. Húnvar greinilega buguð kona." „Þeir hafa kallað mig morðkvendi og dregið upp villandi mynd afmér og Jóni Geraldi. // tölvupóstum hennar. Þegar lög- fræðingur hennar spurði hvað á milli þeirra hefði farið brast rödd Jóm'nu örlítið og hún sagði: „Ég sagðist vera gáttuð." Fundu engin dæmi í ffamburði sínum lagði Jónína mikla áherslu á að fréttaflutningur um tölvupóstssamskipti hennar hefði verið ósanngjam og tölvu- póstamir teknir úr samhengi. Jón Magnússon, verjandi Kára Jónas- sonar, fór þá hart gegn henni og margspurði hana hvar þessi dæmi væri að finna. Jónína gat ekki bent á þau. Lögfræðingur Jónínu kom þá með málsskjölin til hennar og saman skoðuðu þau skjölin í nokkum tíma. Hróbjartur bað svo dómara um stutt fílé til þess að finna rökstuðning fyrir máli sínu en það var ekki veitt. Borguðu ekki Kári Jónasson, ristjóri Frétta- blaðsins, steig einnig í vitnastúk- una. Hróbjartur Jónatansson, lög- maður Jónínu, spurði Kára hvort Fréttablaðið hefði borgað fyrir tölvupóstinn sem blaðið fékk en Kári svaraði því neitandi. Hann sagðist jafnframt hafa fengið sím- tal frá Jóm'nu þremur eða fjómrn dögum eftir að fyrsti tölvupóstur- inn birtist í blaðinu. Hún hefði spurt hvort blaðið ætlaði að halda áfram að birta tölu- vpóstana. Kári sagð- ist hafa játað því og þá hefði Jónína sagt að hún þyrfti að fara að tala við bömin sín. í kjölfarið hefði hún síðan lagt á. Kölluðu hana morð- kvendi Hápunktur réttar- haldanna var þegar lög- fræðingur Jóm'nu spurði hana að lokum hvers , konar áhrif málið hefði haft á hana. „Þetta hefur ' valdið mér miklum skaða," svaraði Jónína og rödd hennar brast í annað sinn og gerði hún hlé á máli sínu í nokkrar sekúndur. Þegar Jónína hóf mál sitt að nýju sagði hún: „Þeir hafa kallað mig morðkvendi og dregið upp villandi mynd af mér og Jóni Ger- aldi," áður en rödd hennar brast endanlega. Hún grét og sagði með ekkasogum: „Þeir em allir á móti ' mér." 26. september Buguð kona Kári Jónasson, rit- stjóri Fréttablaðsins, sagði í samtali við DV í gær að það hefði verið átakanlegt að horfa upp á sinn gamla samstarfsfé- laga, Jónfnu Bene- diktsdóttur, í vitna- stúkunni. „Hún tár- felldi en herti sig síðan upp. Hún var greinilega buguð kona," sagði Kári. Að- spurður sagðist hann hafa heilsað henni áður en málsmeðferð hófst og sagði hána hafa tekið vel í kveðju sína. „Við þekkjumst frá gamalli tíð.“ Um málið sagði Kári að það væri aldrei að vita hvaða pól dóm- arinn tæki í þessu máli. „Það takast á tvö atriði stjómarskrárinnar, annars vegar tjáningarfrelsið og hins vegar friðhelgi einkalífsins, og það er spuming hvað verður ofan á.“ valurg@dv.is Jónína Bene- diktsdóttir Grétihéraðs- dómi í gær. í„ - , „ Kári Jónasson Ritstjóri Fréttablaðsins vildi ekki afhenda Jónínu tölvu- póstana aftur. I Jón Sullenberger 1 Samverkamaður Jóninu I og fyrrverandi viðskipta- I félagi Baugsfeðga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.