Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 Sport DV Kristleifur tekurvið Hetti Nýliðar Hattar í Iceland- Express-deild karla í körfu- bolta hafa tapað sex fýrstu leikjum sínum í úrvals- deild karla í körfubolta og í kjölfarið af sjötta tapi liðsins þá hætti Kirk Baker þjálfun liðsins. Hattarmenn hafa nú fundið eftir- mann hans. Kristleifur Andrésson hefur tekið við þjálfun liðsins en hann var liðstjóri Eugene Christopher í fyrra þegar Hattarmenn tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Frá því Kristleifur kom aftur til Austurlands 2003 hefur hann verið viðloðandi körfuknattleikslið Hattar. Hann þjálfaði meistaraflokk 2003-2004, var liðsstjóri seinasta vetur og hefur í haust þjálfað yngri flokka félagsins. Ætlarað breyta hugarfarinu „Þetta er verkefrii sem þarf aö bera og það verður bara að vaða í það. Við get- ijm allt eins hætt og skráð okkur úr deildinni ef við ætlum að falla. Þá þyrfti ekki að ráða nýjan þjálfara. Fyrst og fremst þarf að breyta hugarfari leikmanna. Það gerist ekkert á örfáum æfingum en breytingamar verða sýnilegar á lengri tíma ef menn eru tilbúnir að snúa við blaðinu og beijast upp á líf og dauða þá getur ýmislegt gerst," segir Krist- leifúr Andrésson, nýrþjálf- ari Hattarmanna. Fyrsta tap Grindavíkur- stúlkna ÍS varð fyrsta liðið til þess að vinna Grindavík í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta þegar ÍS vann framlengdan leik lið- anna 80-70 í Kennarahá- skólanum. Corrie Mizusawa var með 17 stig og 8 stoðsendingar í sínum fyrsta leik og fékk góða hjálp frá þeim Helgu Jónasdóttur (12 stig, 8 fráköst, 22 mínút- ur) og Þórunni Bjamadóttur (12 stig, 9 fráköst) sem skor- aði margar stórar körfur þar á meðal körfuna sem tryggði framlengingu þremur sekúndum fyrir leikslok. Hjá Grindavík voru þær Jerica Watson (29 stig og 15 fráköst) og Hildur Sig- urðardóttir (16 stig og 11 fráköst) í sérflokki. Víðir Sigurðsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, er einn fárra sem tekur þátt í kjöri France Football á knattspyrnumanni ársins í Evrópu. Hann er einnig höfundur íslenskrar knattspyrnu sem kemur í verslanir á næstu dögum. I Bestur í Evrópu Brasillumaöurinn Ronaldinho átti I frábært ár og fékk yfírburðakosningu I kjöri France Foot- ball á knattspyrnu- manni ársins 2005. Franska knattspyrnutímaritið France Football útnefndi í gær Ronaldinho knattspyrnumann Evrópu árið 2005 Ronaldinhovann stærsta sigurinn í kjörinu í sjö ár Hinn frábæri Ronaldinho var á mánudagskvöldið útneftidur besti knattspymumaður Evrópu af franska tímaritinu France Football. Ronald- inho hlaut yfirburðakosningu, fékk 77 stigum meira en næsti maður á lista og þetta var stærsti sigurinn í sjö ár eða allt síðan að Zinedine Zidane hlaut 176 fleiri atkvæði árið 1998. Ronaldinho er nú handhafi þriggja stærstu verðlaunanna sem knatt- spymumaður getur öðlast; besti knattspymumaður Evrópu, besti knattspymurmaður heims og besti leikmaðurinn að mati leikmannanna sjálfra. Ronaldinho skoraði 33 mörk í 79 leikjum með Barcelona á árinu þar af 13 í 19 leikjum í meistaradeildinni en að auki lagði hann upp ótal mörk fyrir félaga sína í einu allra skemmti- legasta sóknarliði heims. Ronaldinho er þriðji Brasilíu- maðurinn tii þess að hljóta þessi verðlaun síðan þeim var breytt 1994 en fyrir þann tíma vom aðeins leik- menn af evrópsku þjóðerni gjald- gengir. Auk Ronaldinho hafa þeir Rivaldo (1999) og Ronaldo (1997, 2002) verið útnefndir knattspyrnu- menn Evrópu. „Draumur minn er að rætast. Þegar ég sé öll þessi nöfn á listanum yfir þá sem hafa unnið þá sést vel hversu mikill heiður þetta er, ekki síst því þar em ídolin mín Ronaldo og Rivaldo," sagði Ronaldinho. „Guð gefur öll gjöf. Sumir geta skrifað, sumir geta dansað. Guð gaf mér hæfileikann til þess að spila fótbolta og ég reyni að nýta þá gjöf sem best," bætti Ronaldiniio við. Ron- aldinho er aðeins 25 ára gamall og ætti því enn að eiga mörg frábær ár eftir. Hann hefur þegar skrifað undir samning við Barcelona til 2010 og verður í aðalhlutverki með Brasilíu á HM næsta sumar. Topp tíu í kjörinu: 1. Ronaldinho (Barcelona), 225 stig 2. Frank Lampard (Chelsea), 148 3. Steven Gerrard (Liverpool), 142 4. Thierry Henry (Arsenal), 41 5. Andrei'Shevchenko (AC Milan), 33 6. Paolo Maldini (AC Milan), 23 7. Adriano (Internazionale), 22 8. Zlatan Ibrahimovic (Juventus), 21 9. Kaká (AC Milan), 19 pts. 10. Samuel Eto’o (FC Barcelona) 18 10. John Terry (Chelsea), 18 Lið ársins 2005 hjá France Foot- ball: Petr Cech (Tékkland, Chelsea) - Jamie Carragher (England, Liver- pool), John Terry (England, Chel- sea), Paolo Maldini (Ítalía, AC Mil- an) - Frank Lampard (England, Chelsea), Claude Makelele (Frakk- land, Chelsea), Steven Gerrard (Eng- land, Liverpool), Juniho (Brasilía, Lyon), Ronaldinho (Brasilía, Barcelone) - Andrei' Shevchenko (Úkraína, Milan AC), Thierry Henry (Frakkland, Arsenal). Kaus fiora af fi f fyrrakvöld var val France Football á knattspyrnumanni ársins í Evrópu kunngjört og gullboltinn svokallaði afhentur. Það kom afar fáum á óvart að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi verið valinn enda klárlega besti leikmaður heims um þessar mundir. Það er helst að Frank Lampard og Steven Gerrard geti gert tilkall til þessa titils enda voru þeir í næstu tveimur sætum í kjörinu. Dómnefndin á bak við kjörið er lítil en íslendingar eiga þó einn fulltrúa í henni. Víðir Sigurðsson er fulltrúi ís- lenskra íþróttafréttamanna í kjörinu en hvert land í Evrópu á sinn mann í dómnefndinni. Víðir starfar nú á Morgunblaðinu en áður var hann starfsmaður íþróttadeildar DV til fjöldamargra ára. Þetta var í íjórða sinn sem hann tekur þátt í kjörinu. Skapti Hallgrímsson sem áður starf- aði á íþróttadeild Morgunblaðsins tók þátt í kjörinu fýrir íslands hönd þar áður. „Kjörið fer einfaldlega þannig fram að við fáum sendan lista yfir þessa 50 knattspyrnumenn sem eru tilnefndir og megum við gefa fimm mönnum stig, þeim besta fimm stig, næstbesta fjögur og svo koll af kolli," sagði Víðir í samtali við DV Sport í gær. „Við tökum ekki þátt í að til- nefna þá 50 knattspyrnumenn sem koma til greina en það er í höndum ristjómar France Football." Enginn Eiður Mörgum stuðningsmönnum Eiðs Smára Guðjohnsen fannst ein- kennilegt að sjá nafn hans ekki á þeim lista enda átti hann ríkan þátt í velgengni Chelsea á síðustu leiktíð. Víðir bendir hins vegar á að hópur- inn hafi verið föngulegur eins og hann leit út í ár og ef til vill ekki hægt að gera raunhæfa kröfu um að Eiður yrði á listanum. „Þegar ég fékk list- ann í hendumar byrjaði ég á því að Ieita eftir nafni hans og vissulega hefði verið gaman að sjá hann á þessum lista.“ Eiður var þó einn þeirra sem kom til greina þegar ritstjórn France Football valdi sinn lista og Víðir segir að Eiður eigi vissulega heima í hópi 100 bestu knattspyrnumanna Evrópu. „Hann er til að mynda í út- tekt European Book of Football (sem áður hér European Football Year- book) um 100 athyglisverðustu leik- menn Evrópuknattspymunnar." Leynileg kosning Víðir er ekki fáanlegur til að gefa „Vissulega hefði verið gaman að sjá Eið Smára á þessum lista." upp hverja hann kaus í kjöri France Football. „Þetta er leynileg kosning og opinbera ég ekki neitt um hana," segir hann í léttum dúr. „En án þess að ég fari neitt nánar út í það þá sýn- ist mér að ég hafi kosið fjóra af þess- um fimm efstu mönnum." Svo virðist sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eigi stður upp á pall- borðið í kjöri France Football en leikmenn úr ensku deildinni hafa alls fimm sinnum í 50 ára sögu kjörsins hlotið verðlaun France Football. Aðeins Michael Owen hefur hlotið nafnbótina (2001) síðan George Best var kjörinn árið 1968. Kevin Keegan varð reyndar efstur í kjörinu árin 1978 og 1979 en þá var hann leikmaður Hamburger SV í þýsku úrvalsdeildinni. Enska deildin er best „Þessi þróun er kannski eðlileg ef maður lítur yfir far- inn veg," segir Víðir. „Það er ekki fyrr en fyrir fimm eða sex ámm síðan að enska deildin hefur fyllst af stór- stjömum og hafa leik- , menn í deildinni ekki gert mikið tilkall til verðlaun- anna fyrr en þá. Aðeins einn og einn leikmaður sem staðið hefur upp úr skaranum, rétt eins og George Best á sínum tíma. En enska deildin er vissulega sterkasta deild Evrópu í dag, á því leikur enginn vafi.“ Víðir er höfundur íslenskrar knattspyrnu sem hefur komið út ár- lega í aldarfjórðung. Útgáfa ársins var væntanleg til landsins í gær og ætti því að vera komin í hillur bóka- verslana á allra næstu dögum. eirikurst@dv.is Víðir Sigurðsson Fulltrúi íslands íkjöri France Football á knattspyrnumanni ársins ÍEvrópu. J0K ? DV-mynd Nordic Photos/AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.