Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2005, Side 33
Menning DV MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 33 Ðjöílatertan er ný skáldsaga eftir tvær ungar reykvískar konur sem feta forna slóö í samstarfi sínu. Sagan gerist hér og nú og lýsir hefnd svikinna kvenna á körlunum sem hafa leikið þær grátt. Barbídúkka á bömmer Hefndir kvenna á fláráðum körium er klassískt stöff. Marta María Jónasdóttir (Nylon) og Þóra Sigurðardóttir (Stundin okkar) hafa sett saman skemmtisögu sem byggir á þessu forna þema heims- bókmenntanna. Þær þræða ekki síður slóðina sem rudd var fyrir langa löngu í sögunni af Becky Sharp og síðan endurnýjuð í Sloane Ranger - skrif- um Peter York, þráð sem Bridget -•'r' '^4 pH' kú5 m I Marta María og Þóra I Er einlægu brosi þessara I ungu kvenna treystandi I eða eru þaer nornir? Jones var spunnin úr: velsett en hálfmunaðarlaus stúlka í samfélagi sem þrífst á ytri gildum, móð og stæl. Sara (28) kemst að því að Berti (35) heldur framhjá henni og him- ininn hrynur á ungann litla. Þegar hún er búin að gráta sig gegnum fá- ein ilmölíuböð og nokkur tissjúbox hyggur sú stutta á hefndir. Vinkvennabókmenntir Eftir að Bridget varð fræg á bók og tjaldi % spruttu upp systir henn- ar og klónar víða um lönd. Misjafnt var hversu skarpar og snarpar stúlkurnar voru sem settust niður og gerðu sér mat úr þess- um faraldri (Dís) sem gjarnan vár stflaður í trúnaðartóni með slettu og slangurssafni sem hér í bók þeirra stallsystra er til mikillar prýði og töluverðrar skemmtunar. Það er feikilega erfitt að skrifa langa texta í samfelld- um málfarsstfl og það verður að hrósa þeim fyrir að tekst vel. Fyrir það fyrsta. Hlátur í hug í annan stað er dagljóst að þær hafa húmorískan sans, einkum fyrir smá- atriðum. Lýsingar á stærri atburðum líða nokkuð fyrir lausbeisl- að hugmyndaflug sem dregur úr heildaráhrif- um uppsettrar senu. Þetta er einkum í köflum Marta María Jónasdóttir og Þóra Jónsdóttir Djöflatertan Vaka-Helgafell Verð 4.490 kr. ★★★☆☆- Bókmenntir sem lýsa hraðri atburðarás með mörgum persónum. Þjóðfélagssýn litlu stúlkunnar með tissjúboxin er býsna þröng, en samt er svo hratt hlaupið í hefndar- hugleiðingum að margt glittir í og mest held ég ómeðvitað, svona í i leiðinni. Það gefur til kynna að þær stöllur hafl innbyggðan skanner á margt sem sést og er falið í samfé- laginu. Aldarspegill Sögunni feilar einkum í lengri hugleiðingum aðalpersónunnar sem verða grautarlegar og lang- dregnar - ekki alltof skýrar í hugs- un, án þess að hetjunni sé gerður upp kjánaskapur - sem væri opið stflbragð með unga stúlku eins og Söru. En það er ekki. Ekki beint. Djöflatertan verður þannig svo- lítill aldarspegill, svona eins og er í varalitahylkjum, tekur þröngt inn og mikið á hreyfmgu. Sagan er || skemmtileg viðbót við þessa hefð og þótt hún hefði óneitanlega mátt njóta harðari editeringar, bæði frá höfundum og forlagi, er akkur í henni, svo margt sem hún geymir um líf nútímakonunnar, tæki hennar og meðul tfl að lifa af. Okkur veitir ekki af slíkum sög- um, skemmtisögum sem byggja á lipurð höfunda að greina samtíðina og málfarið, lífsstflinn og tómið. Pdll Baldvin Baldvinsson, Hætta-hópurinn að störfum: Upplestur, umræður og kaffi af brúsa með Frónkexi Náttúran milli Hvergi og Disneylands Á fullveldisdaginn - þann 1. des- ember mun HÆTTA-hópurinn standa fyrir dagskrá í Dómsalnum í gamla Hæstarétti við Lindargötu undir yfirskriftinni: „Náttúran mflli Hvergi og Disneylands". Skáld, listamenn og fræðimenn lesa eftirlætis nátttúrulýsingu sína úr bókmenntum eða texta úr eigin smiðju. Pétur Gunnarsson, Þórunn Valdimarsdóttir, Edward H. Huijbens, Bragi Ólafsson, Kristín Ómarsdóttir, Jón Atli Jónasson, Andri Snær Magnasson og Einar Garibaldi Eiríksson lesa upp. Sig- ríður Þorgeirsdóttir heimspekingur heldur inngangserindi og stýrir um- ræðum að loknum upplestri. Ómstríð óreiða - tigin kyrrð Um tflefni kvöldvökunnar sem hefst ld. 20 segir í fréttatUkynningu hópsins. „Náttúran er skáldum, listamönnum og heimspekingum óþrjótandi umhugsunar- og við- fangsefni. Hún hefur birst þeim með margs konar hætti, aUt frá því að vera samlfljóma, rökrétt heUdar- samhengi til ómstríðrar óreiðu. Náttúran hefur löngurn verið Þórunn Valdi- marsdóttir Skáld og sagn- fræðingur. mannmum óút- reiknanlegt, ógnandi afl, en á tím- um tækni og umhverflsspjaUa verð- ur hún að einhverju sem maðurinn þarf að vernda." Hin fagra sýn „Lengst af var maðurinn í sam- bandi við náttúruna sem einkennd- ist framar öðru af notagUdi hennar, en eftir því sem maðurinn náði betri tökum á náttúrunni og varð síður háður duttlungum hennar hefur hann fjarlægst hana. Fyrir vikið hefur hann í auknum mæU farið að njóta hennar á nýjan hátt, dásamað fegurð hennar og fylllst Sigríður Þor- geirsdóttir Heimspekingur. óttablandinni lotningu andspænis framandleika hennar. Sem staður endurnæringar og af- þreyingar hefur náttúran ekki farið varhluta af markaðsvæðingu. AJlir vUja hverfa á vit náttúrunnar, en fæstir nenna þangað gangandi. Við brjótum hana undir okkur með jeppum, vélsleðum og spíttbátum, eignum okkur hana með tækjum og tólum og gerum hana að leikvelli. Veggspjöld og auglýsingar Söluímynd íslands er hin „hreina og óspillta náttúra" én að fjaUabaki atast tæknimenn í henni, stífla ár, sökJcva landi, reisa möstur Andri Snaer Magnason Rit- I höfundur. og byggja vegi. Elfriede Jelinek hef- ur lýst markaðssetningu Alpanna j sem Disney-landsvæðingu náttúr- unnar. Er náttúran sem náttúra töp- uð og horfin? Hvað er náttúra og j hvar er hana að finna? Er hún j hvergi? Eða er hún kannski helst þar sem Hvergi er, eins og Roni Horn hefur fullyrt?" Dagskráin er í samvinnu við Þjóðleikhúsið sem mun síðar í vetur bjóða upp á Réttarhöld á sama stað í tengslum við sýningar á „Virkjun- inni" eftir Elfriede Jelinek. Allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Boðið upp á hitabrúsakaffi og Frón- kex að lokinni dagskrá. Felix Bergsson og Kol- brún Halldórsdóttir leikstjóri með brúður úr sýnirigunni Augasteinn fyrir norðan og sunnan Leikhópurinn Á senunni sýnir hina margrómuðu jólaleiksýningu Ævin- týrið um Augastein eftir Felix Bergs- son i Samkomuhúsinu á Akureyri og i Tjarnarbíói í Reykjavík nú fyrir jólin. Sýning- arverðaá Akureyri dagana 10.- 12.desember og í Reykja- víkdagana 14.-18. des- ember. Sýn- ingar á Akur- eyri eru í samstarfi við Leikfélag Ak- ureyrar. Barnabókin Ævintýrið um Augastein fékk glimr- andi viðtökur fyrir jólin 2003 og seldist i þúsundum eintaka. Útgef- andi var Mál og menning. Ævintýrið um Augastein var frum- sýnt i London árið 2002 og í Reykja- vik2003. Verkið erleikið afhöfundi og það byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en ævin- týrið er tekið lengra og sagan um litla drenginn, sem nefndur er Augasteinn, verður miðpunktur leikritsins. Augasteinn lendir fyrir tilviljun I höndum hinna hrekkjóttu jólasveina. Sveinarnir skrýtnu eru skíthræddir við lítil börn en þeir læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann. Skyndi- lega kemst Grýla á snoðir um til- veru barnsins og við tekur æsispennandi flétta. Ná jólasvein- arnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og Jólakattarins áður en jólin gangaigarð? Nánari upplýsingar um sýningar- tíma auk miðasölu máfinna á heimasiðu Leikhópsins A senunni www.senan.is eða á vefLA, www.leikfelag.is I Bjarni og P I ur Eggerz Völ- I undur tekst á við I jólasvein. Smiðurjólasvein- ______— -rietptjti wvt plotn anna Möguleikhúsið hefurnú hafíð sýn- ingar á barnaleikritinu Smiður jóla- sveinanna eftir Pétur Eggerz með tónlist eftir Ingva Þór Kormáksson. Smiður jólasveinanna var fyrst sýndur fyrir jólin 1992 og naut þá þegarmikilla vinsælda. Urðu sýn- ingar á verkinu þá alls 52 talsins á einum mánuði. Leikritið var síðan gefið útá geisla- diski fyrir jólin 1993. Smiður jólasvein- anna var tekið upp að nýju á veg- um Möguleikhúss- ins fyrir síðustu jól og var þá sýnt rúmlega þrjátiu sinnum í leik- og grunnskólum. Nú þegar eru sýning- ar á verkinu nánast fullbókaðar til jóla, en að vanda verður ferðast með sýninguna milli leik- og grunn- skóla tiljóla. I leikritinu segir frá Völundi gamla sem situr einn í litla kofanum sinum hátt upp til fjalla. Völundur er smið- urinn sem sér um að smiða allar gjafírnar sem jólasveinarnir færa börnunum á jólunum. Eftir að sið- ustu sveinarnir eru farnir til byggða er einmanalegt í kotinu. Þá birtast óvæntir gestir, tröllabörnin Þusa og Þrasi sem aldrei hafa heyrt talað um jólin og sjálfur jólakötturinn, sem er hættur aðfara til byggða. Völundur tekur vel á móti þeim og saman rifja þau upp söguna affæð- ingu Jesú. Þeim þykir sagan svo skemmtileg að þau ákveða að leika hana saman. Leikstjóri sýningarinnar er Pétur Eggerz og vann hann leikmynd með Bjarna Ingvarssyni. Tónlist er eftir Ingva Þór Kormáksson en leik- endur eru þau Ásta Sighvats Ólafs- dóttir, Alda Arnardóttir, Bjarni Ingv- arsson og Pétur Eggerz.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.