Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 11
FREYR
263
Gemliiigar og gimbrarlömb
í l'rey nr. 7—9 var til þess mælzt, að lesendur
blaðsins gerðu grein fyrir við hvað er átt, þegar
talað er um lambgimbrar, gimbralömb, lamb-
gimbrarlömb, gimbrar og gemlinga. Það er vitað,
að þetta er nokkuð á reiki. Aðeins fá svör hafa
enn borizt, svo að ekki hefir fengizt heildaryfirlit
um þetta og er æskilegt, að miklu fleiri segi við
livað er átt með framangreindum heitum, svo að
skýrt komi fram, hvort nafnagift þessi er breyti-
leg eftir byggðalögum eða einstaklingar eða heim-
ilisfólk í hverri sveit notar sín heiti frábrugðið
því, er gerist á næsta bæ.
í minni sveit voru nafngiftir eins og getur í
frásögnum Péturs i Reynihlíð og Þórarins frá
Þykkvabæ, er hór lara á eftir, en orðið „lamb-
gimbrarlamb" heyrði ég í fyrsta sinn fyrir
tveimur árum. Orðin „hrútlamb" og „gimbur-
lamb“ eða „gimbrarlamb" eins og sumir munu
segja, og eiga þá við lömb á fyrsta aldursári,
minnist ég ekki að hafa heyrt í minni sveit.
Þar var alltaf talað um lambhrút og lambgimb-
ur og þessum heitum var haldið unz þau urðu
„gemlitigar" að vorinu. Það mun þó hafa ver-
ið eins og í Mývatnssveit, að hrútarnir urðu þá
veturgamlir hrútar, en gimbrarnar urðu geml-
ingar.
Sendið Frey fregnir um þettal
Ritstj.
I.
Gemlingar — gimbralömb.
Mig langar til að gera grein fyrir föstum
málvenjum hér í sveit á því, hvað sauðkind
er kölluð, á ýmsum aldursstigum ævi sinn-
ar, samkvæmt ósk í FREY í vetur.
Þegar ær ber hér, á hún annaðhvort hrút
eöa gimbur, eða þá hrút og gimbur, eða
jafnvel tvennt af hvoru. Segjum við hér
aldrei hrútlamb og gimbrarlamb til aðgrein-
ingar á kynjunum.
að Björgvin í Garði teymi þig ekki lengra
út i ófæruna en orðið er.
Ritað í júní 1954.
Helgi Haraldsson.
Að haustinu koma svo ærnar með lamb-
hrúta og lambgimbrar. Halda svo þau
lömbin, sem sett eru á, þessum heitum þang-
að til fer að vora. Þá verða þau allt í einu
að gemlingum, hér jöfnum höndum gimbr-
ar og geldingar, og halda þeim heitum fram
yfir rúning. Koma svo af fjalli um haustið
sem veturgamlar ær eða sauðir. Hefir geml-
ingsheitið ætíð verið bundið við að vera
geldfé og er því oft sleppt á fjall snemma,
þó að ám og lembdum gimbrum sé haldið
heima og í húsi. Hrútar verða aldrei geml-
ingar; þeir eru kallaðir lambhrútar allan
veturinn í húsi, en þegar þeir komast út
á vorin, eru þeir allt í einu orðnir vetur-
gamlir hrútar og halda því heiti fram yfir
nýár næsta vetur.
Sama er að segja um gimbrar, þær sem
lambfullar eru fyrsta vetur. „Ég á enga
gemlinga,“ sagði bóndi nokkur, „get engu
sleppt, því gimbrarnar eru allar með lömb-
um.“ „Meðal kroppþunginn hjá mér var
ekki nema 15 kg,“ sagði annar, „þó er það
sæmilegt, þar sem þetta voru hérumbil allt
tvílembingar og gimbralömb.“ Átti hann þá
viö lömbin undan veturgömlu ánum sínum,
og skildu allir það.
Vel aldir hrútar og lembdar gimbrar
njóta svo mikillar virðingar, að gemlings-
heitið er ekki talið sæma þeim.
Því fellur það ekki alveg við okkar mál-
venju þegar verið er að ræða um það í út-
varpi eða blöðum, hvort það sé rétt, að
gemlingar eigi lömb eða ekki.
Pétur Jónsson,
Reynihlíð, S-Þing.
II.
Gimbur — gemlingur.
Ég vil góðfúslega verða við tilmælum
Freys að gefa skýringu á heitunum gimbur
— gemlingur, eins og ég þekki til þeirra í
Skaftafellssýslu, áður en utanaðkomandi
ruglingur kom til sögunnar. Ég er sömu
skoðunar og blaðið um, að nauðsyn ber til
að uppræta þennan rugling, sem trúlega
V