Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 26
278
FREYR
Tafla 2. Áhrif fangdags á frjósemi ánna í
eldistilrauninni að Hesti veturinn 1953-54.
Flokknr Tala áa alls Fengu fyrir miðjan fengi- líma 26.12— 3.1 Tala Tvilemb. % Fengu eftir miðjan fengi- tíma 4.1 og síðai Tala Tvílemb. %
A-flokkur 60 25 32.0 35* 11.4
B-flokkur 100 43 58.1 57** 52.6
C-flokkur 39 14 28.6 25*** 44.0
Af A-flokks ánum (beitaránum), sem
fengu fyrri hluta fengitímans, uröu 32%
tvílembdar, en aðeins 11.4% af þeim, sem
fengu siðari hluta fengitimans. Styður það
kenninguna, að því auðveldara sé að fá ær
tvílembdar, sem þær fá fyrr að vetri.
Af B-flokks ánum, sem byrjað var að ala
10 dögum fyrir fengitímabyrjun og eldið
látið' fara vaxandi til 3. janúar, var svipað-
ur hundraðshluti tvílembdur af þeim, sem
fengu fyrir og eftir miðjan fengitíma, en
þó urðu aðeins hlutfallslega fieiri tvílembd-
ar af þeim, sem fyrr fengu, sjá töflu 2.
Af C-flokks ánum, sem byrjað var að ala
4 dögum fyrir fengitímabyrjun og eldið lát-
ið fara vaxandi til 5. janúar, urðu aðeins
28.6% tvilembdar af þeim, sem fengu á fyrri
hluta fengitímans, en 44% af þeim, sem
fengu eftir miðjan fengitíma, sjá töflu 2.
Athyglisvert er það, að af 2 ám í A-flokki
og 3 ám í B-flokki, sem gengu upp og fengu
eftir venjulegan fengitíma, varð engin tví-
lembd, en af 4 ám í C-flokki, sem eins stóð
á með, urðu 3 tvílembdar, en þess ber að
geta, að þessar 3 tvílembur fengu allar
snemma á öðru gangmáli, þ. e. 14. janúar.
Þessar niðurstöður benda til þess, að ekki
sé ástæða til þess að byrja eldi í þeim til-
gengi að auka frjósemi ánna fyrr en 10 dög-
um fyrir fengitímabyrjun, en það sé aftur
á móti of seint að byrja það ekki fyrr en
4 dögum áður en byrjað er að hleypa til.
*) 2 af þessum ám gengu upp og urðu báðar ein-
lembdar. — **) 3 af þessum ám gengu upp og urðu all-
ar einlembdar. — ***) 4 af þessuni ám gengu upp og
urðu 3 tvílembdar.
Gera þarf enn víðtækar tilraunir með
áhrif eldis á frjósemi ánna og hvernig
heppilegast er að haga sliku eldi áður en
full vissa er fengin um þetta mikilvæga
mál. Mun Tilraunaráð búfjárræktar láta
vinna að því á Hesti og víðar á næstu ár-
um.
Hormónatilraunirnar.
í þeirri tilraun voru 40 ær á þriðja vetri.
Þeim var skipt í tvo jafna flokka með 20
ær í hvorum eftir uppruna og vænleika.
Engin þeirra hafði átt tvö lömb áður, en
allar gengu þær með lambi tvævetrar. Ærn-
ar 1 báðum flokkum voru fóðraðar saman
fyrir og um fengitímann, og voru þær fóðr-
aðar eins og A-flokks ærnar í eldistilraun-
inni, sem lýst er hér að framan, sjá töflu
1, þ. e. þeim var beitt og gefið meö beitinni,
svo að þær héldust vel við frá 12.12.—11.1.,
sjá töflu 3.
í allar ærnar í öðrum flokknum var dælt
750 alþjóðaeiningum af gonadotrop hormón
í þeim tilgangi að auka frjósemi þeirra.
Hormóninum var dælt í ærnar á 12. degi
eftir, að þær gengu síðast, áður en þeim var
haldið. Ærnar í hinum flokknum voru hafð-
ar til samanburðar.
Tafla 3. Áhrif gonadotrop hormóna á frjó-
semi áa á þriðja vetri að Hesti veturinn
1953—1954.
Hormónaær Samanburðarær
Tala áa 20 20
Létting ánna, kg, frá
1/10—12/12 4.90 4.85
Þynging ánna, kg, frá
12/12—11/1 0.85 1.42
Fóðureyðsla, F.E., frá
16/12—11/1 11.1 ll.i
Prósent af ánum áttu:
ekkert lamb 10 0
1 lamb 10 80
2 lömb 55 20
3 lömb 20 0
4 lömb 0 0
5 lömb 5 0
Af hormónaánum urðu 2 lamblausar, 2
einlembdar, 11 tvílembdar, 4 þrílembdar og