Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 21

Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 21
FREYR 273 MAGNÚS FINNBOGASON: Kynbætur sanðfjár í Mýrdal frá 1880 í ungdæmi mínu fyrir aldamótin síðustu heyrði ég oft um það talað, að sauðfé væri rýrara í Mýrdal og undir Eyjafjöllum en í öðrum nálægum sveitum, og hygg ég, að það muni hafa rétt verið. Heilsufar fjárins var mjög slæmt og hefir það að sjálfsögðu stafað að nokkru leyti af þéttbýlinu og þar af leiðandi þrengslum í högum. Mest bar á bráðapest, höfuðsótt (vanka) og innan- meinum, er stöfuðu af sullaveiki, en fyrir höfuðsóttina og sullaveikina tók því nær með öllu þegar kunnugt varð um orsakir þessarar veiki og ráðstafanir til útrýming- ar henni komust til framkvæmda. Bráðapestin rénaði mjög þegar farið var að bólusetja til varnar henni með hinu danska bóluefni, en útrýming hennar varð að heita má alger þegar hið íslenzka bólu- efni kom til sögunnar. Meðan fráfærur voru almennar áttu flestir eitthvað af sauðum og sumir marga, en lömbum var ekki fargað að neinum mun nema þegar eitthvað bar sérstaklega útaf með heyskapinn; veitti ekki af að setja á vetur viðkomuna til viðhalds stofninum, vegna hinna miklu vanhalda, eins og að framan getur. Á heimili foreldra minna var jafnan dá- lítið af sauðum og var fallþungi þeirra 3—4 vetra venjulega kringum 40 pund að meðal- tali, en mörinn var tiltölulega meiri, eða 9—10 pund. Þegar lömbum var slátrað var kjötið af þeim kringum 16—18 pund. Mun þetta hafa verið líkt því sem annarsstaðar gerðist, en þá var eingöngu um fráfærulömb að ræða; þó voru undantekningar frá þessu. Um þetta leyti bjó Ólafur Pálsson, alþingis- maður, á Höfðabrekku; hann var afburða glöggur fjármaður, átti allmargt fé, var jafnan birgur að heyjum og fór vel með all- ar skepnur. Hann kom venjulega í fóður öll- um lambgeldingunum, og var það fallegur hópur og bar langt af annarra lömbum. Það er ekki að undra þótt ýmsir beri með alvöru saman árangur við ræktun nytja- skóga, þar sem árangri er lofað eftir 100 ár, enda ekki þess að vænta, að hann komi fyrr í ljós. Hinn gagnlegi árangur af starfsemi skóg- ræktarinnar kemur auðvitað einna fyrst í ljós í skjólbeltaræktun hennar, en hún er einn höfuð tilgangur skógræktarinnar. Hin óblíðu veðurskilyrði á íslandi gera skjól- beltarækt skógræktarinnar mjög mikil- væga, einkum fyrir nýgræðing. Um alllangt skeið hefur verið unnið að skjólbeltarækt- un, og má því vænta að árangurinn muni bráðum koma í ljós af því þjóðþrifastarfi. Mér þykir hlíða að minnast hér lítillega á holdanautin í Gunnarsholti, en þau eru fyrirhuguð sem einn hlekkur í keðju sand- ræktarinnar, þar sem þau umsetja sand- töðuna í úrvals nautakjöt, sem íslendingar þurfa að læra að borða. Eitthvert stærsta verkefni, á sviði ís- lenzks landbúnaðar, sem vinna verður að á næstu árum, er hagnýting beitilandanna, að auka þau og bæta. Nautahjarðir af holdakyni eru betur fallnar til slíks til- raunastarfs en t. d. sauðfé, sem gengur of nærri hinum veikbyggða gróðri. Að endingu þetta: Það er bjargföst trú mín, að ræktun sandanna eigi eftir að ger- breyta viðhorfi íslenzkra bænda til rækt- unarmálanna og leiði til stóraukinnar túnræktar á íslandi, og á ég þar einnig við ræktun melanna, sem hundruð bænda hafa meira og minna af á landareign sinni, og sem til þessa hafa lítið sem ekkert verið ræktaðir, en möguleikar fyrir ræktun melanna eru engu að síður vel framkvæm- anlegir.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.