Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 20

Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 20
272 FREYR Með þeim tækjum, sem notuð hafa verið hér í Gunnarsholti við ræktun á söndunum, hefur það tekið um 20—25 mín- útur fyrir þrjá menn og tvo unglinga að fullganga frá einum ha lands, það er að segja bera á áburð, sá fræi, herfa og valta, og geta þá allir séð hvað vinnan er lítill liður við ræktun sandanna, en hún vill þó verða dýrasti liðurinn í framleiðslumálum. Með þessu áburðarmagni, sem að framan segir, er ekki ætlazt til að grasið sé slegið og nytjað á fyrsta ári, sem væri þó auðvelt með meira áburðarmagni, einkum fosfór- sýru, en tilraunir hafa sýnt, að sé grasið slegið sáningar-árið, dregur það mjög úr vexti, einkum annað árið. Má nú af þessu vera ljóst, að kostnaður við ræktun sanda til rúnræktar er lítið brot af þeim kostn- aði, sem ræktun mýranna hefur í för með sér. Eins og ég drap á áðan, þá hefur það æv- inlega verið höfuðtakmark Sandgræðslu fs- lands að hefta sandfok, verja þann gróður, sem hefur verið í heljar greipum uppblást- ursins. Með friðuninni einni saman hefur sjálfgræðslan verið stórtækust, þó sein- virk sé, þegar á heildina er litið. Engin ræktunaraðferð væri jafn stórvirk á íslandi og hefði um leið jafn lítinn kostnað i för með sér, eins og sjálfgræðslan innan sand- græðslu girðinganna, ef borið væri á þessi svæði tilbúinn áburður. Sannleikurinn er sá, að við megum ekki ætlast til að nokkur jurt geti þrifizt án áburðar á örfoka landi, sem tveggja til þriggja metra lag af hinum raunverulega jarðvegi er horfio af á haf út, en þetta höfum við þó gert gagnvart einum gróðrarættbálki, sem við nefnum heilcjrös. Eins og áður er sagt, ráða gróðrarskiiyrði á íslandi því, fyrst og fremst, hvaða g • ós við eigum að rækta, og ber þá fyrst að ita á það hvaða grös eru harðgerðust í okkar ófrjóa jarðvegi, og á hvern hátt þau verða nytjuð. Samhliða stóraukinni ræktun sandanna er knýjandi nauðsyn að koma af stað til- raunastarfsemi í frærækt. Lítillega hefur þetta verið reynt í Gunnarsholti, en árang- ur af því gefur ekki tilefni til að draga endanlegar niðurstöður af slíku starfi. Von- andi verður úr þessu skorið á næstu árum í Gunnarsholti, því staðhættir þar eru á- kjósanlegir fyrir tilraunastarfsemi í fræ- rækt. Af þessu, sem að framan hefur verið sagt um ræktun sandanna, má það ljóst vera, að möguleikarnir eru miklir, þar sem sandarnir eru. Flestum landsmönnum er full ljóst, að árið 1949 til 1952 voru með erfiðari árum hvað afkomu bænda snerti, og á ég þar fyrst og fremst við óþurrka- svæðin svokölluðu, og í kjölfar óþurrkanna komu hin átakanlegu grasleysis ár, sem höfðu það í för með sér, að bændur, sem urðu fyrir barðinu á fyrr nefndum óhöpp- um, urðu að bjarga búpeningi sínum meðal annars á dýru aðkeyptu fóðri, en stærsti bjargvætturinn á þessum árum var túnræktin á sóndunum í Gunnarsholti; það fóðurforðabúr kom í góðar þarfir. Allir vonum við að í framtíðinni hafi hver bóndi á voru landi nægilegt fóður fyrir búpening sinn, hvernig sem árar. Hinsvegar verðum við að gera okkur ljóst, að ár, eins og t. d. 1880—82, geta komið, og hver eru þá úrræðin til hagsbóta fyrir land og lýð undir slíkum kringumstæðum, ef ekki nyti við túnræktar sandanna. Að und- anförnu hefur allmikið verið rætt og ritað um að koma upp heymjölsverksmiðju, fyrst og fremst í þeim tilgangi að tryggja nægj- anlegt kostafóður fyrir búpening allra landsmanna, sem um leið sparaði árlega milljónir í gjaldeyri. Gunnarsholt er ákjósanlegur staður íyrir staðsetningu slíkrar verksmiðju sökum hinna sléttu og víðáttumiklu sanda. Okkur, sem höfum unnið að sandgræðslu- málum undanfarið, er það vel ljóst, að sjálfgræðsluaðferðin er of seinvirk, sé ekk- ert fyrir hana gert annað en að friða land- íð, en vitum hinsvegar vel, að með þeirri ræktunaraðferð einni saman munu kom- andi kynslóðir njóta góðs af því starfi. Við sandgræðslumenn gleðjumst yfir því, að niðjar okkar njóta góðs af störfum okk- ar, en viljum jafnframt, að samtíðin sjái fullkominn árangur af því. Með ræktun sandanna kemur árangurinn í ljós á tveim til þrem mánuðum eins og t. d. með túnræktinni á söndunum í Gunnarsholti.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.