Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 13

Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 13
FREYR 265 Blaðað í bæklingi um rannsóknir á kali Það er kunnara en frá þurfi að segja, að kal á túnum og engjum hefir löngum vald- ið íslenzkum bændum þungum búsifjum. í fersku minni eru kalárin 1949—51. í nágrannalöndunum er kal einnig al- þekkt fyrirbæri; veldur það t. d. miklu tjóni á vetrarkorni. Vegna þess, að búskapur okkar hefir alla tíð nær eingöngu verið byggður á grasrækt og öflun heyja, hafa kalskemmdir verið enn tilfinnanlegri fyrir bændur en ella. Má með nokkrum sanni segja, að þar hafi verið Achillesarhæll á íslenzkum landbúnaði. Rannsóknir hafa verið gerðar á kali er- lendis og hér á landi hefir m. a. Ólafur Jóns- son gert nokkrar athuganir á því. Hefir hann skrifað ýtarlega grein um kal, er birt- ist í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands 1937. Engar kerfisbundnar rannsóknir á kali höfðu verið framkvæmdar hérlendis fyrr en landbúnaðarráðuneytið fól búnaðardeild Atvinnudeildar háskólans „að rannsaka þau atriði, er gætu stuðlað að auknu kali síðustu ára, og ennfremur að kanna, hvern- ig þeim grastegundum hefir vegnað, sem notaðar hafa verið í sáöblöndur á undan- förnum árum,“ eins og segir í nýlega út- komnum bæklingi, þar sem skýrt er frá þessum rannsóknum og niðurstöðum þeirra. Forstöðumaður þessara rannsókna og höfundur ofangreinds bæklings er Sturla Friðriksson magister. Fyrri hluti ritsins fjallar um kal og kalskemmdir, en hinn síð- ari um gróðurrannsóknir á túnum og ný- ræktum. Með þvi að líklegt er, að þetta athyglis- verða rit komist ekki í hendur alls þorra bænda, mun hér leitazt við að rekja laus- lega efni þess, en jafnframt skal mönnum bent á, að mörgum mikilsverðum atriðum verður auðvitað að sleppa, rúmsins vegna. Geta ræktunarmenn því bezt glöggvað sig á kalrannsóknunum með því að lesa ritið sjálfir. Tildrög rannsóknanna. Á árunum 1949—1952 urðu brögð að meiri og minni kalskemmdum á slægjulöndum bænda víða um land. Uppskeran 1951 varð 302.000 hestum minni en eðlilegt var, mið- að við sömu uppskeru á ha og 1951. Upp- skerutjónið nam 30.2 millj. króna, sé töðu- hesturinn reiknaður á kr. 100.00. Árið 1952 varð uppskerubrestur nokkru minni, en þó tilfinnanlegur. Að vísu olli kal ekki að öllu leyti þessari rýrnun á heyfeng, en telja má að það hafi verið ein aðal orsök hans. Nýræktir 1951 námu 2467 ha og 2536 ha 1952. Er þetta mikil túnaukning og rýrnun töðufengs því hlutfallslega þeim mun meiri. Það var ekki að ófyrirsynju, þótt margir ætluðu, að orsakir þessa væri e. t. v. að finna í ræktunaraðferðum seinni ára. Litu menn helzt til hinna erlendu grastegunda, er þeir töldu ekki nógu harðgerar fyrir ís- lenzk skilyrði. Töldu margir vali tegunda í sáðblöndur í ýmsu áfátt og rökstuddu þá skoðun með því, að kalið hafi herjað meir sáðsléttur frá síðari árum en eldri nýræktir og tún. Eðli kals. Ritið greinir frá fjórum tegundum kals, eftir eðli þess, en það er frostkal, svellkal, klakakal og rotkal. Er leitazt við að skýra mjög ýtarlega frá eðli hvers um sig. Hér verður aðeins drepið lauslega á helztu atriðin: Frostkal. Lágt hitastig eða þá kólnun loftsins og hið gagnstæða getur valdið skemmdum í gróðrinum. Helztu skýringar þess, að gróður bíður tjón af völdum frosts- ins telja jurtafræðingar vera: a) ískrystallamyndun í vatni því, sem er í holrúmum milli frumanna í vefjum gróðursins. Veldur það sköddun á plönt- unni. b) fsmyndun innan fruma, er verður við

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.