Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 32

Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 32
284 FREYR UNGHÆNUR í HÚS Grein þessi er lauslega þýdel úr grein cftir agro- nom Sune Traskinan, sem birtist í tímaritinu Jord och Ungdom, nr. 13, 1954. — J. J. D. Þeir hænuungar, sem fyrst klöktust út, eru þegar larnir að verpa, en meginhluti hinna ungu, verðandi varphæna eru nú rélt að hefja varpið. Nú líður að þeim tíma, að það er gagnslaust að hala þær úti á beit, því að grasið trénar alltaf meira og meira og rýrnar að fóðurgildi. Undraáhrif sólarinnar dvína með hallandi sumri, og í október er sólin orðin svo lágt á himni, að lífeðlisleg (fysiologisk) áhrif henn- ar eru engin. Næturnar eru farnar að verða svalar og loftið rakara og hráslagalegra. Það er því vissulega kominn tími til þess að láta unghænurnar inn í vetr- arhíbýli sín í hænsnahúsinu og helzt að láta þær venjast þeiin áður en varpið hefst. Geriff hænsnahúsiff og stíurnar vandlega hrein. Aður en hænsnin eru hýst, verður að gera hreina veggi, loft, glugga, fóðurtrog, vatnsílát og varphreið- ur, og hafi menn ekki bing, verður að moka af gólf- inu, þvo það og sótthreinsa allt húsið. Sótthreinsunin er bráðnauðsynleg, ef um einhvern smitandi sjúkdóm eða sýklafaraldur hefur verið að ræða hjá næsta ár- gangi á undan. Ef hafður hefir verið bingur og menn vilja halda því fyrirkomulagi áfram, er honum mokað í haug á gólfinu, gerð dálítil hola í miðjuna og síðan hellt þar vatni í, til þess að hitni í haugnum. Enn- fremur er haugurinn þakinn nrcð pokum eða þ.u.l. og látinn vera þannig einn sólarhring. Þá er dreift úr honum og látinn liggja þannig og þorna einn sól- arhring. Er þá bingnum enn mokað saman í haug, sem er þakinn, áður en hreingerning á stíum hefst. gólfið er svo hreinsað og þvegið kringum hauginn. Hitinn í haugnum hefir sótthreinsað gólfið þar sem hann liggur. Veggi og loft skal kalka eða mála. Helzt þarf að viðra stíurnar í nokkra daga, áður en ung- hænsnin eru tekin inn í þær. Útrýma verffur snýkjudýrum af hænsnunum, áður en þau eru tekin í hús. Úti í haganum fá unghænsnin tíðum á sig ýmiskon- ar sníkjudýr. Sumir snýklanna eru í jörðinni, einkum ef hún hefir áður verið notuð sem hagi fyrir ung- hænsn. Oft eru snýklar í ungahúsunum, er berast svo inn í hænsnahúsið. Um leið og hænsnin eru tekin á hús, er bezt að moka ungahúsin og hreinsa þatt af snýklum og einnig að bera í þau karbóiineum-blöndu. Auðvelt er að eyða hinni venjulegu hænsnalús með jöfurex, sem borið er á setprikin á kvöldin. Viðvíkj- andi snýklum í innyflum hænsna er ráðlegast að leita til dýrala knis. Einnig er hægt að nota fóður, er grand- ar snýklum, það er inniheldur tóbaksduft. sonar. Lesmál ritsins er 5 arkir og fjallar það að sjálf- sögðu um garðyrkjumálin fyrst og fremst, en einnig nær það til annarra greina, svo sem frásagnar um dvöl veslur í Alaska, sem Óli Valur Hansson segir frá komu í Bæjarstaðaskóg og gevmslu kartaflna. Aðrar greinar í ritinu — og þær etu margar — má telja að snerti grasafræði, gróðurkvilla og lyf, garðyrkjustörf og sölu afurða. Sérslaklega er vert að nefna, að ritið hefst á hinni nýju reglttgerð fyrir garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjunr í Olfusi, en honum er hér eftir ætlað að full- mennta garðyrkjumenn með fagréttindum. Ársrit Rœktunarfélags Norðurlands amiað hefti 1954, er komið út. Efni þess er: Um ald- ur íslenzku flórunnar, eftir Steindór Steindórsson, Yfir- lit yfir hálfrar aldar starfstíma Búnaðarfélags Svarf- dæla, eftir Bjiirn R. Árnason, Um krækluvöxt íslenzka birkisins, eftir Sigurð Blöndal og ritstjórinn, Ólafur Jónsson, skrifar ritfregnir. Fjölrit Búnaðardeildar, Nr. 1 og nr. 2, hafa Frey borizt. Fjallar hið fyrrnefnda um áburðartilraunir með ammóníak, sem dr. Björn Jó- hannesson framkvæmdi árið 1948, eftir fyrirmyndum og með aðferðum, sem reyndar höfðu verið vestan hafs. Aburðarnotkun á þennan hátt virðist ekki eiga til- verurétt hér að svo stöddu. Fjölrit nr. 2, eftir Sturlu Friðrilisson, fjallar um sam- anburðartilraunir með nokkra erlenda grasstofna, en tilraunir þessar voru framkvæmdar á undanförnum ár- um með stofna, vaxna upp af fræi frá ýmsum löndum. Má vænta þess, að áframhald verði á athugunum og tilraunum af þessu tagi, því að niðurstöðurnar eiga að stuðla að hentugu frævali miðað við okkar skilyrði.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.