Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 2

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 2
Forsíban Forsíðumyndin, sem tekin er af Jóni Tómassyni fyrrverandi stöðvarstjóra í Keflavík, er frá ferð Eftirlaunadeildar F.Í.S., sem farin var í sumar. Myndin er tekin við Sögualdarbæinn í Þjórsárdal. Það er mál allra, sem tóku þátt í þessari ferð, að hún hafi verið hin skemmtilegasta og hafi verið þeim, sem að stóðu og stjórnuðu, til mikils sóma. Eftirla.unadeild F.Í.S. er fyrsta eftir- launadeildin, sem stofnuð er innan sam- taka BSRB. Það er ánægjulegt til þess að vita, að F.Í.S., sem svo oft áður hefur verið í fararbroddi varðandi ýmis framfaramál innan samtaka opinberra starfsmanna, skuli hafa riðið á vaðið með stofnun slíkrar deildar. Leiðir flestra símamanna munu liggja í þessa deild og það hlýtur að auka á örygg- iskennd eftirlaunafólks, að eiga slíkan bakhjarl, sem þessi deild kemur til með að verða. Mál aldraðra er eitt af stórmálum þjóð- arinnar sem hefur verið alltof lítill gaum- ur gefinn, þó sjá megi þess merki hin síð- ari ár, að stefni í rétta átt. Þess má geta, að hjá ýmsum símastofnunum á Norðurlönd- um, er lögð töluverð áhersla á, að undir- búa starfsfólk þessara stofnana undir eftir- launaárin. Það eru hafðir fundir reglulega með þeim, sem eru að nálgast eftirlauna- aldurinn. Á þessum fundum eru mál aldr- aðra rædd og margvísleg fræðsla höfð í frammi. M.a. er fólki leiðbeint með að koma sér upp „hobby“ fyrir elliárin. Hvort sem Eftirlaunadeild F.Í.S. kemur til með að fara eitthvað inn á þessar braut- ir eða ekki, þá er stofnun þessarar dcildar stórmerkur viðburður og má búast við að fleiri félög innan samtaka opinberra starfs- manna fylgi í kjölfarið og stofni slíkar deildir. H. H.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.