Símablaðið - 01.12.1977, Page 10
Þorsteinn Öskarsson og Jóhann Örn GuÓmunds-
son í framkvœmdanefnd kosninga og verkfalls
hjá F.I.S. og samninganefnd B.S.R.B. Jóhann
var einnig í verkfallsnefnd B.S.R.B.
Karl Guömundsson fulltrúi 5. deildar í Félags-
ráSi, Sœvar Guðjónsson og Leifur Vilhelmsson
að vinna í kosningum um sáttatillögu.
Daginn eftir ákvað verkfallsnefnd B.S.-
R.B. að setja aftur á verkfallsvörslu þar
sem það hafði komið fram að af um það
bil 250 telexnúmerum eru 233 hjá við-
skiptaaðilum en 17 númer 'hjá sendiráðum
og stjórnstofnunum ríkisins. Af hálfu
B.S.R.B. var það boðið að þessir 17 aðilar
væru opnir (gataspjöld sett í þeirra vegna).
Þessu tilboði var ekki tekið og verkfalls-
vörður var því um telexstöðina dag og nótt
þar til verkfalli lauk og stöðin gekk án
þess að gjaldskrárspjöld væru sett í af
símvirkja sem til þess var úrskurðaður af
k j ar adeilunefnd.
ÍRAFOSS-MÁL. Það kom í ljós 14. okt.
að talstöðin í írafossi var notuð sem
strandastöð Iþar sem 'hann lá í Reykjavík-
urhöfn. Þetta er brot á fjarskiptalögum og
verkfallsbrot. Var stöðin innsigluð af síma-
manni að fyrirmælum stofnunarinnar.
BREIÐHOLTS-MÁL kom upp vegna
þess að hluti af sjálfvirka sambandinu frá
norð-austurlandi rofnaði. Handvirkt sam-
band ásamt þeim hluta sjálfvirka sam-
bandsins sem var í lagi var talið nægjan-
legt af verkfallsnefnd B.S.R.B.. Verkfalls-
varsla var sett á en aflétt að beiðni ráð-
herra áður en lokasamningalotan hófst.
Félagar í F.Í.S. voru mjög virkir í starfi
fyrir samtök sín F.f.S. og B.S.R.B. alla
verkfallsdagana.
í Reykjavík hvíldi starfið aðallega á
framkvæmdanefnd kosninga og verkfalls
F.Í.S., félagsráðsmönnum, trúnaðarmönn-
um deilda og þeim sem til starfa voru til-
nefndir bæði á vegum F.f.S. og B.S.R.B.
Stjórnin F.Í.S. deilda víðsvegar um land
störfuðu að verkfallsmálum ásamt einstak-
lingum og voru í stöðugu sambandi við
skrifstofu F.Í.S. sem vár opin allan sólar-
hringinn meðan á verkfalli stóð.
BORGAÐI SIG AÐ BERJAST?
Þegar horft er yfir það tímabil er samn-
ingsgerð tók ‘hljóta margar spurningar að
vakna.
Borgaði sig fyrir okkur að berjast fyrir
verkfallsrétti um aðalkjarasamning?
Jú-tvímælalaust. Við hefðum aldrei feng-
ið státtatillögu í þá veru er við fengum
36
SIMABLAÐIO