Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 11

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 11
(16,14% í júlí í 13. lfl. í stað TV2% tilboðs) nema yfir hefði staðið verkfallsboðun. En borgaði sig að fara í verkfall? Þessu er hægt að svara með annarri spurningu. Hvar stæði launafólk á íslandi í dag eí aldrei hefði verið farið í verkfall og aðeins tekið tilboði atvinnurekenda? Ekki er hægt að reikna verkfallsdaga í peningum af nokkru viti. í verkfalli er samið um margt sem ekki er hægt að reikna til fjár. Að loknu verkfalli voru laun í 13. lfl. 21,04% hærri en júlí laun fyrri samnings (sáttatillaga gerði ráð fyrir 16,14%) auk kr. 40 þús. persónuuppbótar 1. des, 15 mín. kaffitími, daglegur heimflutningur innan 60 km fjarlægðar frá Reykjavík, bókun um samvistartíma um vaktaskipti, bókun um óhreinindaálag, skýrari reglur um greiðsl- ur ef ekki fæst tilskilin hvíld, skilgrein- ingar eða starfsmat við röðun í launa- flokka og endurskoðunarrétt á samnings- tímabilinu á kaupliðum samnings. Því mið- ur náðist ekki fram verkfallsréttur um þetta atriði. Reynslan sker úr til 1. júlí 1979 á hvern hátt ber að taka á þessu máli þá. ENN MISRÆMI Því er ekki að leyna að fyrsti kjarasamn- ingur okkar með verkfallsrétti er ekki eins og vonir stóðu til. Það tókst að 'hæfcka laun hinna lægst launuðu. Um miðju launastigans þar sem mestur fjöldi starfsmanna er tókst ekki að ná sömu launum og almennt eru greidd hér á landi. Þó nokkuð hafi áunnist er það vitað að enn vantar verulega á að sömu laun hafi náðst í samningum B.S.R.B. og t.d. sam- bærilegir hópar hafa samkv. samningum A.S.Í. Má í því sambandi nefna línumenn og símvirkja og yfirmenn þeirra með hlið- sjón af rífcisverksmiðjusamningum og samningum útvarpsvirkja innan Rafiðnað- arsambands íslands. Þegar desemberlaunatöflur framanrit- aðra starfshópa liggja fyrir getur hver og einn reiknað þetta út. Jóhann Örn, Alexander GuÖmundsson og Bjarni Ölafsson. Bjarni í samninganefnd B.S.R.B. og framkvœmdanefnd kosninga og verkfalls hjá F.f.S. Alexander starfaði mikiö i verkfallsnefnd B.S.R.B. Fulltrúar skrifstofufólks í FélagsráÖi: Berg- þóra Gísladóttir og Steinþór Ólafsson. Berg- þóra var einnig varafulltrúi í samninganefnd B.S.R.B. SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.