Símablaðið - 01.12.1977, Side 14
Úr fundargerðarbók
Félagsráðs
Þann 22/10 sl. hélt Félagsráð fund til
þess að ræða stöðuna í kjarasamningunum,
en þá stóðu samningaviðræður sem hæst
og verkfall hafði staðið í 12 daga.
Vegna þess, að villandi og rangar upplýs-
ingar af fundinum hafa verið sendar út, á
einstaka vinnustaði, í nafnlausu skeyti,
þykir rétt að birta hér í heild fundargerð
fundarins.
Fundur í Félagsráði F.Í.S. haldinn 22/10
1977.
Ágúst Geirsson setti fundinn kl. 10.10,
og stjórnaði fundi með samþykki fundar-
manna.
Ágúst tók til máls og skýrði frá gangi
samninga og hver staðan væri nú í þeim
málum.
Búið væri að afgreiða sérkröfur og upp-
sagnarákvæðið lægi fyrir án verkfallsréttar
og væri nánast ekki nema orðalagsbreyt-
ingar eftir.
Launastigi væri óafgreiddur, en tilboð
ríkisins á þessari stundu væri nánast sá
samningur sem Starfsmannafélag Reykja-
víkurborgar hefði samið um. Hinsvegar
væri krafa B.S.R.B. komin niður í það að
ekki bæri á milli nema um tæpar 800 kr.
þar sem minnst væri, en rúmar 2000 kr.
þar sem mest væri. Virtist samninganefnd
ríkisins halda fast í þá stöðu sem nú væri
uppi.
Ágúst taldi að stór hópur innan samn-
inganefndar B.S.R.B. væri tilbúinn að
knýja samninga nú.
Kvaðst hann vilja fá fram sjónarmið
Félagsráðsmanna um framhald samninga-
viðræðna og 'hvort þeir teldu að fólkið
væri tilbúið að berjast 'áfram í verkfalli,
jafnvel eina viku í viðbót.
Steinþór Ólafsson tók næstur til máls.
40
Hann kvaðst hafa fylgst með samningamál-
um svo sem hann hefði getað, taldi að ýms-
ir væru orðnir þreyttir, kvaðst samþykkur
þeim drögum sem nú lægju fyrir, og kvaðst
viss um að skrifstofufólkið væri sér sam-
mála.
Jóhann L. Sigurðsson skýrði frá þeixn
sérkröfum er snúa að vaktavinnumönnum
og hefðu nú verið afgreiddar.
Júhann taldi það sína skoðun að nú yrði
gengið til samninga, þar sem búast mætti
við að ef slitnaði upp úr samningum, kæmi
fram miðlunartillaga og mundi þá verkfall-
ið dragast í viku til 10 daga í viðbót.
Hermann Guðmundsson þakkaði þær
upplýsingar, er fram hefðu komið. Taldi
hann að verkfallið hefði þegar borið árang-
ur, og sagði það sína skoðun að komið væri
að því að semja.
Karl Guðmundsson kvaðst ekki vera
ánægður með þá stöðu sem nú væri uppi,
og kvað einsýnt að hann og hans félagar
lentu í dalnum.
Garðar Hannesson þakkaði fulltrúum í
samningamefnd, taldi þá hafa haldið vel á
málum. Garðar kvað opinbera starfsmenn
vera að heyja sína frumraun í verkfalli, og
kvað það sína skoðun að halda bæri áfram
baráttunni og herða tökin, reyna að þrauka
áfram. Taldi að ekki væri náð þeim árangri
sem þyrfti. Kvatti fólk til að berjast áfram,
sagði að á þeim punkti sem við yrðum nú
stoppaðir, yrðum við alltaf stoppaðir.
Þorsteinn Óskarsson kvað hafa komið
fram miskilning um að starfsmenn ríkis-
ins væru að ná jafnaði við aðra launþega.
Benti á samanburð úr könnun sem gerð
hafði verið um kjör símvirkja annars vegar
og útvarpsvirkja ihinsvegar. Sagði að sam-
kvæmt upplýsingum Hagstofu íslands,
BÍMABLAÐIÐ