Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1977, Side 15

Símablaðið - 01.12.1977, Side 15
væri skrifstofufólk á almennum markaði yfirborgað. Þorsteinn kvaðst ekki vera á- nægður með stöðuna eins og hún væri nú, og vildi að áfram væri haldið, og kannað hvort eitthvað yrði hægt að þoka málum. Ágúst benti á að nú væri ek-ki verið að ræða upphaflegu kröfuna heldur stöðuna eins og hún væri nú. Bjarni ÓJafsson sagði að þeir hópar sem hefðu sitt starfsfólk að mestu í vinnu, væru hvað harðastir í að berjast áfram i verk- falli. Bjarni benti á þann mun sem nú lægi fyrir milli viðsemjenda, sagði síðan frá hvernig samningaviðræður hefðu gengið fyrir sig og skýrði frá nokkrum atriðum úr sérkröfum, sem búið var að afgreiða. Ágúst bað fólk að meta stöðuna ihlutlaust og lagði fram til skoðanakönnunar þessa fyrirspurn: Þeir sem telja að semja beri á þeim nót- um sem núverandi tilþoð samningsaðila eru á. 13 fulltrúar varu á þeirri skoðun, en 6 fulltrúar á móti. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12.20. Þennan fund sátu eftirtaldir: Ágúst Geirsson Jóhann L. Sigurðsson Steinþór Ólafssan Sigríður Helgadóttir Garðar Hannesson Hermann Guðmundsson Ragnhildur Guðmundsdóttir Þorvaldur Jónsson Arnór Þorláksson Bergþóra Gísladóttir Bjarni Ólafsson Hólmfríður Gísladóttir Alexander Guðmundsson Óli Gunnarsson Karl Guðmundsson Þorsteinn Óskarsson Elín Sæmundsdóttir Jóhann Örn Guðmundsson Þórunn Andrésdóttir Jóhamn Orn Guðmundsson, ritari. Fréttir: FUNDUR I FÉLAGSRÁÐI Fundur var haldinn í Félagsráði F.Í.S. miðvikudaginn 30. nóv. og fjallað um stöð- una í samningamálum. Formaður félagsins gaf skýrslu um ferð sína til Danmerkur þar sem forystumenn símamanna funduðu. Margt athyglisvert kom fram hjá formanni og mun hann fjalla um það á öðrum stað í blaðinu. Sbl. 1.12. ’77 RÖÐUN í LAUNAFLOKKA Fyrsti fundur samninganefndar F.Í.S. og samninganefndar ríkisins var í Arnarhváli þriðjudaginn 29. nóvember. Fjallað var um röðun einstaklinga og starfshópa í launa- flokka eins og lög gera ráð fyrir. Fátt nýtt kom fram á fundinum og ekki hefur enn verið ákveðinn annar fundur. Sbl. 1.12. ’77

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.