Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 16

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 16
Ferð í Þjórsárdal Sæmundur Símonarson, Jón Gíslason og Andrés G. Þormar. I Sú var tíðio, að ekkert sumar leið svo að ekki væri farin hópferð, ein eða fleiri, á vegum F.Í.S. af starfsfólki Landssímans, hér í Reykjavík. Einnig voru slíkar hópferðir oft farnar af starfsfólki annarra stærstu símstöðv- anna. Voru þetta oftast eins-dags-ferðir til sögufrægra staða, eða þangað, sem náttúru- fegurðin dró fólk til sín. Ekki ósjaldan voru þetta þó tveggja daga ferðir og þá ekki verið að gista á dýrum gististöðum, heldur 1 tjöldum eða við ferskan töðuilm x heyhlöðum. Þeim fækkar nú óðum, sem muna þess- ar fyrstu ferðir, en margar hópmyndir á síðum Símablaðsins geyma minningar um þær og þann þátt, sem þær á sínum tíma áttu í því að skapa þá samstöðu, sem ein- kenndi félagslífið. Þessi þáttur í félagslífinu hefur fallið niður, enda örðugra um vik nú í svo fjöl- mennri stofnuw og dreifðum vinnustöðum. En 24. ágúst s.l. var þráðurinn tekinn upp að nýju. Þá var það hin nýstofnaða „öld- ungadeild" sem lagði land undir fót og hélt á slóðir Gauks Trandilssonar og Þuríð- ar á Steinastöðum. Um fimmtíu manns tóku þátt í þessari ferð, eða allir þeir félagar, sem því gátu við komið, ásamt mölkum. Ferðast var í einum bíl frá Landleiðum. Þarna var saman komið gamalkunnugt fólk og minnti stemningin í bílnum fljót- lega á þá gömlu og góðu daga, nema hvað nú var setið í mjúkum sætum í stað harðra bekkja. Ekið var beina leið austur í Þjórsárdal og staðnæmst við hina myndarlegu sund- laug þar og morgunkaffið drukkið úti í grænni náttúrunni. Síðan voru fornaldar- bæirnir skoðaðir og gjáin, þar sem Gaukur og húsfreyjan á Stöng munu hafa átt stefnumót sín. Þá voru Búrfellsmannvirkin skoðuð og síðan haldið til baka með endurnýjaðar minningar úr Þjórsárdal, og kaffi drukkið í Árnesi, í boði F.Í.S. Síðan var haldið sem leið liggur framhjá Skálholti, um Laugarvatn, yfir Lyngdals- heiði til Þingvalla og var þá kominn kvöldverðartími. En þar hafði Júlíana Erlendsdóttir, sem eitt sine fyllti hóp símameyja, en er nú gestgjafi á Þingvöllum, séð um að hafa tilbúinn ágætan kvöldverð, sem henni voru færðar þakkir fyrir. Ferð.þessi mun verða okkur öllum minnisstæð, þar var á enginn þreytublær aldraðs fólks, heldur fjör og gleði samstillts hóps. Eitt af því, sem gerði ferðina minnisstæða, var hin ágæta leið- 42 BIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.