Símablaðið - 01.12.1977, Page 17
Morgunkaffió drukkið viö sundlaugina i Þjórsárdal.
saga Jóns Gíslasonar, póstfulltrúa, sem
þekkir þessar slóðir og sögustaði allra
manna best og kann að segja frá. Var
ferðafólkið 'honum mjög þakklátt fyrir
þann fróðleik, sem hann veitti. Fararstjórn
höfðu á hendi þeir Sæmundur Símonar-
son og Júlíus Pálsson, sem kunnu sitt fag.
En söng- og gleðistjóri var Jón Kárason,
sem aldrei bregst á því sviði, en hann var
gestur okkar. Yfir borðum á Þingvöllum
voru nokkrar ræður fluttar. M.a. tók til
máls aldursforseti deildarinnar, frú Ása
Theodórs, og mælti af miklum skörungs-
skap. Hún minnti m.a. á athyglisverða
kröfu, sem gerð var til símameyja þegar
hún gekk í þjónustu Símans á ísafirði fyr-
ir 70 árum. Þeim var þá gert að láta um-
sókn sinni fylgja siðferðisvottorð. Hennar
siðferðisvottorð gaf Hannes Hafstein. Ræða
Ástu er birt hér í blaðinu.
Síðan var haldið heim með endurminn-
ingar um skemmtilega ferð og með hug-
anin fullan af áleitnum spurningum um
sögu horfinnar byggðar og mannlífs í
Þjórsárdal til forna.
II
Þjórsárdalur hefur löngum haft mikið
aðdráttarafl. Eftir að bílaöldin rann upp
verða hópferðir þangað tíðar og einkum þó
eftir að sögubærinn á Stöng var grafinn
upp. Það er margt, sem þessu aðdráttarafli
veldur. Fjallahringurinn með ógnarveldi
Heklu í ískyggilegri nálægð er tilkomu-
mikill. Sérkennilegir og fagrir fossar eru
víðsvegar um dalinn og í hlíðum hans,
svo sem Háifoss, einn hæsti foss á
landinu og Hjálparfoss. Gjáin í Rauðá
með Gýgjarfoss, er töfraheimur út af fyrir
sig, og eitt undursamlegasta náttúrufyrir-
brigði hér á landi.
Hin kalda auðn dalsins orkar líka á
huganin, hraun og vikursandar, sem kaf-
fært hafa blómlega byggð. Um þær ham-
farir, sem þar hafa átt sér stað, vitum við
lítið, en hugurinn leitar að svari við þeirri
spurningu.
Nokkrar staðreyndir höfum við þó til að
styðjast við. Það er talið, að dalurinn hafi
verið grösugur og skógi vaxinn á land-
námsöld, og' byggð þar fljótt blómleg. En
náttúruöflin lögðu þessa blómlegu byggð í
innri hluta dalsins í auðn og færði fjölda
bæja í kaf í öskufalli og ‘hraungosi. En
hver urðu þá örlög þessa fólks, sem þarna
bjó. Jarðfræðilegar rannsóknir varpa að
vísu nokkru ljósi á eyðileggingu landsins,
og byggðarinnar.
En saga fólksins, sem þar bjó er týnd að
mestu. Þar verður hugaflug hvers og eins
að fylla í eyðurnar. En þær eyður bíða
eftir skáldi, sem hlotið hefur þá snilligáfu,
sem til þarf, að geta náð tökum á því efni.
Því víst er það, þó fáar heimildir séu
skráðar, að inni á milli fjalla Þjórsárdals
hafa átt sér stað miklir atburðir, bæði í
náttúruhamförum og örlögum fólks.
Meðal þess fáa, sem skráð er frá fyrri
tíð um þessa atburði er þjóðsagan ein. í
einum bænum í dalnum á að hafa orðið sá
atburður, að ung stúlka fékk aðvörun í
draumi á þá leið, að ef hún vildi lífi halda
skyldi hún bregða við fljótt og flýja. Hana
greip svo mikill ótti, að hún tók reiðskjóta
og keyrði hann sporum niður dalinn. Eftir
langa reið varð henni litið til baka og sér
hún þá að innri hluti dalsins er eitt eldhaf.
í þessum hamförum á skógurinn að hafa
SIMABLAÐIÐ
43