Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.12.1977, Qupperneq 20

Símablaðið - 01.12.1977, Qupperneq 20
biður mig að fara þangað yfir síldartímann. Ég gat auðvitað ekki sagt nei fyrst hann treysti mér. Ég fór með togara til Siglu- fjarðar. Þar var Jósef Blöndal stöðvar- stjóri og stöðin í gömlu húsi sem seinna brann. Ég hafði haft með mér nokkrar krónur að heiman svo ég tók ekki kaupið mitt fyrr en ég fór frá Siglufirði. Blöndal greiddi mér kaupið í gulli. Það kom alltaf öðru hvoru gull í kassann og var þetta elskulegt af Blöndal að gera mér veruna á stöðinni á Siglufirði eftirminnilegri fyrir vikið. Til að komast heim til ísafjarðar, varð ég að fara fyrst til Akureyrar og taka skip þaðan. Þegar ég var ko-min um borð j skipið á Akureyri, sá ég hvar Direktörinn og stöðvarstjórinn á Akureyri voru að koma um borð. Ég hugsaði með mér að vera ekki að flækjast þarna uppi svo ég fór niður í minn klefa. Næsta morgun hitti ég Direktörinn og hann sp-urði og spurði um Siglufjörð og stöðvarnar þar í kring. Það var ótrúlegt hvað hann virtist þó þekkja allt út í æsar. Þarna sem ég er að tala við Direktörinn, þá segir hann: „Nú er Ásdís að fá launa- hækkun“. Ásdís vann á Akureyri, hún var dóttir Guðlaugs sýslumanns þar og varð síðar kona séra Friðriks Rafnar. Axel S. Öskarsson Ég svara því til, að ég væri ekkert hissa á því, Ásdís væri bæði dugleg og búin að vinna lengi. Þá spyr Direktörinn: „Ætlið þér ekki að sækja um launahækkun?“ Á þessum ár- um átti fólkið sjálft að sækja um launa- hækkun. Ég brosti og sagði, að Direktörinn gæti verið alveg rólegur, því það ætla ég ekki að gera. Þegar skipið kom til ísafjarðar, kom Magnús Thorberg um borð til að taka á móti yfirboðara sínum. Næsta dag þegar ég var komin til vinnu kom Magnús og sagði: „Mikið ansi hefur þú verið þægileg við Direktörinn á leið- inni.“ Jæjar?“ segi ég. „Já þú átt að fá launahækkun. ‘‘ Ég sagðist ekki hafa sótt um neina launahækkup. „Það er nú sama“, segir Magnús, „og það á ekki að bíða til áramóta, þú átt að fá hana frá næstu mán- aðarmótum.“ Nú þetta er meir en ég vissi, en það munar um hverja krónuna og viltu heilsa Direktörnum frá mér með þakklæti næst þegar þú talar við hann. Nú er má að linni. Ég óska öllu símafólki heilbrigði og gleði og s-érstaklega unga fólkinu starfsgleði, hana má ekki vanta ef vel á að vinna. Stofnuninni óska ég þess, að hún megi alltaf vera þjóð sinni til sóma. Axel S. Óskarsson var skipaður stöðvar- stjóri í Neskaupsstað 1. nóvember 1977. Axel er fæddur 20. febrúar 1933 í Nes- kaupsstað. Hann lauk landsprófi fré Eiða- skóla 1950, og eftir að hafa Iokið prófi frá Loftskeytaskólanum árið 1954 starfaði hann nokkur ár sem loftskeytamaður á togurum. Störf hjá Pósti og síma hóf Axel árið 1963, sem loftskeytamaður við loftskeyta- stöðina í Neskaupsstað. Hann var símrit- ari og síðar varðstjóri við loftskeytastöð- ina þar til 1. ágúst 1976 er hann var settur stöðvarstjóri í Neskaupsstað. SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.