Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1977, Side 21

Símablaðið - 01.12.1977, Side 21
Um ellilLfeyrLr (Eftirlaun) Aðalsteinn heitinn Norrberg skrifaði þessa grein fyrir Símablaðið árið 1969. Þar sem margt símafólk hefur óskað eftir þess- ari grein, teljum við tímabært að birta hana aftur. Við báðum Einar Kr. ísfeld fulltrúa hjá Tryggingarstofnun ríkisins, að yfirfara greinina, ef um einhverjar breytingar væri að ræða. Svo reyndist ekki og þökkum við Einari fyrir veitta aðstoð. I lögum um lífeyrissjóð starfsmannr ríkisins er ýmisleg ákvæði að finna sem við símamenn þyrftum að kunna miklu betri skil á og gæti Símablaðið váfalaust hjálpað mikið til í þeim efnum. Hér verður ek'ki rætt um þau mál af neinni sérþekkingu, en það sem vakir fyrir mér er að koma af stað umræðum meðal starfsmanna um viss atriði. M skýrast. málin og frekari upplýsingar má alltaf fá hjá starfsmönnum lífeyrissjóðsins um það, sem ógreinilegt er. Sjóðurinn greiðir sjóðfélögum eililífeyri og örorkulífeyri og eftirlátnum maka þeirra og börnum lífeyri, allt samkvæmt sérstökum ákvæðum laganna. Hér verður lítillega rætt um einn þátt þessara réttinda, sem við ávinnum okkur með iðgjaldagreiðslum, ellilífeyrinn (sama og eftirlaun). Eldri starfsmenn geta hagað greiðslum á tvennan hátt og gætu haft gagn af að hugleiða það atriði. Það getur jafnvel haft töluverða fjárhagslega þýð- ingu fyrir þá. AÖalsteinn Norrberg í 12. gr. lífeyrissj óðslaganna er að finna 'hina svokölluðu 95 ára reglu, sem er svo- hljóðandi: „Þeir sem gerðust sjóðfélagar, áður en lög nr. 32, 11. maí 1955 tóku gildi, ihaldi rétti þeim er lög nr. 101, 30. des. 1943, 12. gr., veittu þeim til að krefjast greiðslu ellilífeyris úr sjóðnum, er saman- lagður aldur þeirra og þjónustutími nem- ur 95 árum, enda hafi þeir fullnægt þeim skilyrðum, sem þeirri reglu fylgja sam- kvæmt eldri lögum, þar á meðal um greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóðinn, unz greindu marki er náð.“ Eldri sjóðfélagar geta valið á milli að greiða samkvæmt þessari reglu eða eftir hinni almennu reglu, sem allir er gerðust sjóðfélagar eftir 11. maí 1955 gera Hin almenna regla er í stuttu máli þannig, að 'hver sjóðfélagi, er greitt hefur iðgjöld til sjóðsins í 5 ár eða lengur og er orðinn fullra 65 ára að aldri, á rétt á árlegum ellilífeyri úr sjóðnum. Þegar sjóðfélagi hef- ur greitt iðgjöld til sjóðsins í 30 ár, falla iðgjaldagreiðslur hans niður. Upphæð elli- lifeyris er 1,6% til 2%af laununum fyrir hvert iðgjaldagreiðsluár (fer eftir launa- flokkum, en hér verður reiknað með 2% til að gera dæmin einföld). Eftir að iðgj aldagreiðslu lýkur (eftir 30 ár) og þar til sjóðfélaginn öðlast rétt til að láta af störfum og fá ellilífeyri (65 ára) bætist við 1% af launum fyrir hvert starfsár. Eftir að hann hefur öðlast rétt til að láta af störfum bætist við 2% fyrir hvert starfsár. Ellilífeyrir starfsmanns, sem byrjar t.d. SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.