Símablaðið - 01.12.1977, Page 23
StöhuveitLngar,
Birgir S. Hermannsson var skipaður for-
stöðumaður Póstgíróstofunnar frá og með
1. des. 1976.:
Birgir er fæddur á Akureyri 8. desem-
ber 1940. Stúdentsprófi lauk hann frá
Menntaskólanum á Akureyri árið 1960 og
cand oecon frá Háskóia íslands árið 1968.
Störf hjá Pósti og síma hóf hann árið
1968 í Rekstursdeild (Aðalbókhaldi).
Birgir hefur verið í stjórn Kjaradeildar
ríkisstarfsmanna innan Félags viðskipta-
fræðinga og hagfræðinga. frá stofnun henn-
ar árið 1972, en stjómin er jafnframt
samninganefnd félagsins í la.unamálum.
Frá sama tíma hefur hann setið í launa-
Birgir S. Hermannsson
málaráði B.H.M., ýmist sem aðal- eða vara-
fulltrúi.
Birgir er nú annar tveggja fulltrúa Pósts
og síma í samstarfsnefnd um gíróþjónustu.
Jóhann Grétar Einarsson var skipaður
stöðvarstjóri á Seyðisfirði 15.8. 1977.
Jóhann er fæddur 21. júní 1939 á Seyð-
irfirði. Gagnfræðaprófi lauk hann árið
1957 frá gagnfræðaskólanum á Eiðum.
Loftskeytaprófi lauk hann árið 1959.
Jóhann hóf störf hjá Pósti og síma á
Seyðisfirði sem símsendill árið 1953 og
vann við þau störf tvö sumur og einn vet-
ur.
Árið 1958 byrjaði hann í afleysingum,
sem loftskeytamaður og árið 1963 var
skipaður loftskeytamaður og símritari árið
1965.
Það er athyglisvert að hinn nýi stöðvar-
stjóri á Seyðisfirði hefir alla. tíð unnið við
símstöðina þar.
Jóhann Grétar Einarsson
5IMABLAÐIÐ
49