Símablaðið - 01.12.1977, Page 24
íslenskur
rafeLndaihnaóur
Nefnd um rafeindaiðnað á íslandi,
skammstafað NUR, hefur starfað á vegum
Iðniþróunarsjóðs og er hlutverk hennar að
kanna stöðu rafeindaiðnaðar á íslandi og
meta þróunarmöguleika hans.
I nefndinni eru þeir Björn Kristinsson,
verkfr., Sæmundur Óskarsson, verkfr. og
Þórir Einarsson, hagfr.
Nefndin hefur sent frá sér skýrslu, sem
nefnist „Rafeindaiðnaður á íslandi“. Þetta
er allítarleg skýrsla og kennir þar margra
grasa.
Þegar rætt er um rafeindaiðnað á ís-
landi er ekki úr vegi að vekja athygli á
þætti Pósts og síma í framleiðslu fjarskipti-
tækja.
Landssími íslands hóf smíði fjarskipta-
tækja árið 1934 og varð framleiðsla slíkra
tækja stór þáttur í starfsemi Radíotækni-
deildar. Er tímar liðu og starfsemin varð
fjölbreyttari, greindust verkefnin og hefur
starfað að þeim sérstök framleiðsludeild í
fimm undirdeildum, þær eru: Hönnunar-
deild, Sérsmíðadeild, Málmsmíðadeild,
Samsetningardeild og Prófanadeild.
Til skamms tíma var framleiðslan að
mestu leiti f jarskiptatæki fyrir skip og bif-
reiðar, en síðan voru einmig framledd ýmis
tæki fyrir strandastöðvarnar og símasam-
böndin, svo sem talbrýr, sendar, skiptibún-
aður, tónbrýr fyrir ritsíma og nú hin síð-
ari árin mikið af tækjum fyrir dreifikerfi
hljóðvarps og sjónvarps.
Það gefur auga leið, að það hlýtur að
vera mikill akkur fyrir stofnunina að hafa
á að skipa sérmenntað og þjálfað starfslið,
sem getur hannað og smíðað hinn margvís-
legasta tækjabúnað, sem stofnunin þarf á
að halda hverju sinni.
Þá er hér um íslenskan iðnað að ræða,
sem sparar þjóðinni erlendan gjaldeyri.
Nokkur sýnishorn af fjarskiptatækjum smíðuð hjá Pósti og síma
Tahendir/viOtceki.
ViOtceki
fyrir 2182KHg.
50
SIMABLAÐIÐ