Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1977, Side 27

Símablaðið - 01.12.1977, Side 27
Sé heilsa og starfshæfni hinsvegar góð og útlit fyrir að svo megi haldast um mörg ár, er heldur ekki skynsamlegt að bíða til sjötugs, bíða þess að maður verður að hætta. Mestar líkur eru fyrir því að þá verði erfitt að fá starf sem hentar og „hobby“ í frístundum ekki á allra höndum til að lífga upp á æfikvöldið. Þessi atriði voru mér ofarlega í huga er ég undirbjó uppsögn. — Er ástæðan ef til vill líka sú, að gull og grænir skógar hafa verið lagðir við fætur þér eða að þú hafir að einhverju leiti hætt vegna óánægju í starfi? — Hvorugt er hárrétt. Ég kemst vel af með 63,4% í eftirlaun, að viðbættu því er umboðsskrifstofa mín gefur af sér. Vissulega fannst mér of lítið gert fyrir mína stöð, einkum þó í húsnæðismálunum. En mikið hefur verið gert í tæknimálum og stór úrbót á næsta leyti með tilkomu nýju stöðvarinnar í Grindavík, sem á að létta mikið langlínuþjónustu af Keflavíkurkerf- inu. Það var stórgrætilegt hve ríkisvaldið þrengdi stakk stofnunar okkar með niður- skurði á gjaldskrártillögum mörg undan- farin ár, og þar með framkvæmdagetu bæði í Keflavík og víða annarsstaðar á landinu. Síðasta gjaldskrársamþykkt ára- mótin 1976—’77 gefur þó góðar vonir um batnandi hag. Rétt er þó að taka fram, að yfirmenn stofnunarinnar hafa verið mjög jákvæðir og viljað leysa úr erfiðleikum okkar Suðurnesjamanna, en stjórnmála- mennirnir og ráðuneytin eru jafnan með fingurinn í einni mestu slagæð þjóðar- líkamans: Pósti og síma og ráðskast með heilsufar hans án þess að hafa sérþekkingu á vandamálunum. — Getur þú bent á dæmi um þetta? — Það eru mörg dæmi um ósanngjörn pólitísk áhrif á niðurröðun framkvæmda. Annars er gjaldskrárþróunin ljótasta dæm- ið. Á meðan að gjaldskrár Hitaveitu og Rafveitu, svo dæmi séu nefnd, fara fram úr almennu launaskriði, sem er eðlilegur viðmiðunargrundvöllur, hrapar gjaldskrá Pósts og síma niður úr öllu valdi, eins og ég hefi reyndar áður rökstutt tölulega 1 Símablaðinu og víðar. — Er ekki margt starfsfólk búið að vinna hjá þér á þessum árum? — Það er mjög margt. Því miður hef ég ekki tölu á því. Þegar flest fólk var hér að störfum áður en stöðin var gerð sjálfvirk, vorum við um 40—50, mig minnir 46, auk tæknimanna, sem unnu að uppsetningunni. Þegar bæjarsíminn var gerður sjálfvirkur í lok ársins 1960, hættu 25 talsímakonur á einum degi. Síðar varð langlínuafgreiðslan einnig gerð sjálfvirk og þá var aftur fækk- að. Ég tel það eitt mesta happ æfi minnar hve gott samstarfsfólk ég hef æfinlega haft. — Var ekki oft vandasamt að velja fólk til þessara starfa? — Erfiðleikarnir lágu lengst af í því, að fá kvenfólk, vegna harðrar samkeppni. Pósti og síma var ekki heimilað að bjóða í góða starfskrafta á móti Keflavíkurflug- velli, hraðfrystihúsunum og viðskipta- stöðvunum. Þess vegna var það dýrmætt þegar hélst vel á góðu starfsfólki. Lengi vel studdist ég við lítið próf er ég útbjó sjálfur og lagði fyrir væntaniegar starfsstúlkur, leitaði síðan umsagnar skóla- stjóra og annarra kunnugra. Þá leit ég ein,nig á prófskírteini. — í tveimur tilvikum kom Ólafur Gunn- arsson, sálfræðingur, til að prófa umsækj- endur. Það tíðkaðist um tíma að veija starfsfólk eftir sálfræðilegum leiðum. Þetta var merkileg nýjung, en þessi við- leitni gafst þó misjafnlega við leit að heppilegum starfskröftum. Ég held samt að slík könnun eigi fullan rétt á sér. — Hvernig tók fólk þessum sálfræði- legu könnunum? — Ekki veit ég það. Flestar nýjungar eru illa séðar ef fólk heldur að þær bitni á einhvern hátt á því. Ég man t.d. að ein stúlkan sem Ólafur var að prófa, espaðist svo upp, að hún þreif blekbyttu, fleygði í Ólaf og hljóp síðan á dyr. Það var að sjálfsögðu ekki reynt hvort hún hefði orðið þolinmóð og þrautseig talsímakona, SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.