Símablaðið - 01.12.1977, Page 28
en þetta var dugleg stúl'ka og hún fann sér
æfistarf þar sem hún reyndist vel.
— Telur þú starf þitt hafa verið
skemmtilegt Jón?
— Jú, blessaður góði. Ef frá eru talin
fjögur til fimm ár af öllum þessum tíma,
þá hefur þetta verið sérlega skemmtilegt
æfistarf, stöðug uppbygging með ívafi ótal
skemmtilegra atvika, sem of langt yrði upp
að telja.
— Hvaða ár voru þessi fjögur til fimm,
sem þú undanskilur?
— Það voru fyrstu ár sjálfvirkninnar.
— Saknaðir þú svo mjög talsímakvenn-
anna, sem þú varst að segja upp?
— Mér hefur alla tíð fallið vel samstarf
við konur. Uppsagnirnar fóru fram af
gagnkvæmum skilningi og leystust farsæl-
lega. Öllum sem ekki fóru beint í hjúskap-
inn var útvegað starf við þeirra hæfi.
En breyttir þjónustuhættir stöðvarinnar
og málgleði símnotenda komu óþyrmilega
við buddu þeirra og margar kvartanir
bitnuðu vissulega á mér meðan ekki voru
tiltæk kontroltæki.
Sjálfvirk langlínuþjónusta milli Kefla-
víkur og Reykjavíkurkerfisins var sú
fyrsta í landinu. Þetta var brautryðjanda-
starf, sem við urðum að inna af hendi.
Það var ánægjulegt að öðrurn þræði, en
kostaði oft áhyggjur, amstur og viðræður
við fólk, sem ekki hafði búið sig undir
sjálfstjórn eða agaða símanotkun.
— Nokkuð að lokum Jón?
— Ég vil nota þetta tækifæri og biðja
blaðið að flytja mínar bestu kveðjur og
iþakkir til míns ágæta samstarfsfólks hvar
sem það er nú niðurkomið, einnig til yfir-
manna minna í stofnuninni og félaga í
F.Í.S.
Ánægja í starfi
Fyrirtækið Standard Telephone & Cable
Ltd. í Englandi hefur gefið út hljómplötu,
sem fjórir af æðstu mönnum fyrirtækisins
hafa talað inn á.
Þessi plata, sem gefin hefur verið út í
tíu þúsund eintökum, heitir „Just for the
Record“. Hún er liður í þeirri viðleitni
fyrirtækisins, að fá það orð á sig að það sé
besta fyrirtækið í Englandi að vinna hjá,
en fyrirtæki þetta er á höttum eftir starfs-
fólki.
Þeir sem hafa áhuga á starfi hjá því
fá senda plötu heim ásamt öðrum upplýs-
ingum um fyrirtækið.
Einn af hinum fjórum forstjórum, sem
inn á plötuna tala, segir að þótt launin séu
góð hjá Standard Telephone, þá telji hann
launin ekki vera aðalatriðið þegar fólk
sækir um vinnu. Hann telur að fólk þurfi
ekki síður að finna fyrir ánægju í starfi
sínu og það er einmitt þessi ánægja í starfi,
sem Standard Telephone leggi áherslu á,
að vekja með starfsfólki sínu.
54
SIMABLAÐIÐ