Símablaðið - 01.12.1977, Qupperneq 32
Ársfundur N.T.S.
Dagana 23. til 26. nóv. s.l. var haldinn í
Danmörku ársfundur Nordisk telesekre-
tariat. Fundarstaðurinn var gömul krá í
litlu sveitaþorpi, sem heitir Menstrup,
skammt frá Næstved á suður Sjálandi.
Fundinn sóttu fulltrúar frá öllum 6 aðild-
arfélögum N.T.S., þar á meðal formaður
F.f.S.
Aðalumræðuefni fundarins voru launa-
mál og gerðu fulltrúar 'hvers félags grein
fyrir þróun þeirra hjá sér frá síðasta árs-
fundi og borin voru saman ýmis samnings-
ákvæði, svo sem um vinnutíma, orlof og
þ.h. Einnig reglur um dýrtíðar-uppbætur
o.fl. Rætt var um verkfallsrétt og í því
sambandi var mikið spurt um nýafstaðið
verkfall B.S.R.B. og framkvæmd þess, enda
hafði það vakið mikla athygli á Norður-
löndunum og verið talsvert í fjölmiðlunum
meðan á því stóð.
Þá var rætt um skipulagsbreytingar á
stofnunum, en það virðist hafa farið eins
og eldur í sinu um Norðurlöndin að breyta
skipulagi stofnananna. Bornar voru saman
aðferðir við þessar breytingar og kom þá í
ljós að þátttaka félaganna í því starfi var
allsstaðar mikil nema hér hjá okkur, en
eins og kunnugt er virðist það 'hafa verið
keppi'kefli þeirra, sem hér stjórnuðu þessu
starfi að halda F.Í.S. algjörlega utan við
það og sömuleiðis að láta hinn almenna
starfsmann sem minnst um breytingarnar
vita. Það var því lærdómsríkt að kynnast
öðrum viðhorfum í þessum efnum, t.d. til-
skrifum danska póst- og símamálastjórans,
Poul Hansen til sinna starfsmanna, þar sem
hann skýrir breytingarnar og leggur á-
herslu á atvinnulýðræði og þátttöku starfs-
manna og þeirra fulltrúa í stjórnun fyrir-
tækisins jafnframt því sem hann óskar
eftir að heyra frá starfsmönnum um hvern-
ig þeir meti breytingarnar. Þá leggur hann
áherslu á að nýja skipulagið feli í sér opn-
ari vinnutilhögun en áður, tillitssemi og
skilning í stað fyrirskipana og eftirlits.
Rætt var um aðild N.T.S. að Nordisk Tele-
konferance, en þar ræða símastjórnirnar
ýmis sameiginleg málefni. Talið var æski-
legt að starfsmenn ættu þar fulltrúa til
að fylgjast með og hafa áhrif á gang mála
og var ákveðið að vinna áfram að því að
N.T.S. fengi aðild þar að.
Einnig var rætt um lög, sem gilda um
vinnuvernd og vinnustaði (arbejdsmiljö) á
Norðurlöndunum en í þremur þeirra hafa
nú verið sett ný lög í þessum efnum.
Ekki vannst tími til að ræða málið ítar-
lega en mikið af efni var ýmist lagt fram
eða verður sent síðar. Þá vannst heldur
ekki tími til að ræða um þá menntun
starfsmanna, sem símastjórnirnar sjá um
og þýðingu þess að taka þátt í henni, en
það hafði verið ætlunin. P.T.T.I. sem flest
félögin eru aðilar að hefur gert könnun og
var ákveðið að taka þetta mál til nánari
umfjöllunar á næsta ársfundi.
Allur var þessi fundur hinn gagnlegasti
og um leið mjög ánægjulegur enda allar
móttökur Dana hinar bestu.
Ákveðið var að næsti ársfundur N.T.S.
verði í Svíþjóð að ári.
Á. G.
58
SIMABLAÐIÐ