Símablaðið - 01.12.1977, Page 33
StöbuveLtingar:
Reynir Sigurþórsson var skipaður Um-
dæmisstjóri í Umdæmi IV, 15. ágúst s.l.
Reynir er fæddur 28. febrúar 1930 í
Reykjavík. Hann Iauk gagnfræðaprófi frá
Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1974.
Eftir loftskeyta skólapróf árið 1948 stund-
aði hann sjómennsku þar til árið 1956, en
þá hóf hann störf hjá Pósti og síma, sem
loftskeytamaður við Fjarskiptastöðina í
Gufunesi, síðar sem símritari, yfirsímrit-
ari og varðstjóri eftir tiiheyrandi nám-
skeið.
Reynir starfaði við Loranstöðina að
Gufuskálum árin 1961 til 1966, á þessum
árum fór hann tvisvar til Bandaríkjanna
til náms starfi sínu á Loranstöðinni við-
víkjandi.
Hann var settur Umdæmisstjóri að Brú
veturinn 1968—1969 og skipaður stöðvar-
stjóri í Neskaupsstað í júní 1970 og gegndi
því starfi þar til í júlí 1976 er hann var
settur yfirmaður Símamálaskrifstofu Pósts
og síma.
Reynir Sigurþórsson
Á meðan Reynir starfaði á Lóransstöð-
inni að Gufuskálum var hann formaður
F.Í.S. deildarinnar þar og átti um tíma sæti
í fræðslunefnd B.S.R.B.
Ritari í stjórn deildar Stöðvarstjóra
Pósts og síma var Reynir í þrjú ár.
Ingibjörg Ottesen var skipuð stöðvar-
stjóri Pósts og síma á Stokkseyri 1. febrúar
1977.
Ingibjörg er fædd 28. maí árið 1948. Hún
hóf störf hjá Pósti og síma, sem bréfberi á
símstöðinni á Hvolsvöllum, árið 1974.
Sama ár varð hún talsímavörður á símstöð-
inni og gegndi því starfi þar til hún var
skipuð stöðvarstjóri á Stokkseyri.
Ingibjörg Ottesen
SIMABLAÐIÐ
59