Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 38

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 38
M in.mngargreLnar GUÐMUNDUR JÓHANNESSON Guðmundur Jóhannesson fyrrverandi innheimtugjaldkeri Landssímans lést að morgni þess 11. september s.l., 83 ára að aldri. Hann hóf langan og farsælan starfs- feril sinn hjá Landssímanum 25 ára gamall að loknu námi við Loftskeyta- skólann árið 1919, en hann varð þá stöðvarstjóri Loftskeytastöðvarinnar í Flatey á Breiðafirði. Árið 1931 fluttist Guðmundur til Reykjavíkur og starfaði við Loftskeyta- stöðina þar um skeið og síðar á skrif- stofu aðalgjaldkera. Árið 1944 var stofnuð ný innheimtu- deild Landssímans í Reykjavík og var Guðmundur þá skipaður forstjóri henn- ar. Það innheimtufyrirkomulag á síma- gjöldum, sem þá var tekið upp, olli miklum úlfaþyt í höfuðborginni. En segja má, að sú óánægja hjaðnaði ótrú- lega fljótt og var það eingöngu því að þakka, að til hins nýja starfs hafði val- ist réttur maður. Með sinni meðfæddu háttvísi, lipurð og sannsýni tókst Guðmundi á ótrúlega stuttum tíma að gera Innheimtu Lands- símans að einni vinsælustu deild stofn- unarinnar, enda var honum það áskpap- að, að þurfa aldrei að efast um tiltrú yfirmanna sinna. Guðmundur var ákaflega félagslynd- ur maður, þó hann hefði sig ekki í frammi á því sviði, eins og efni stóðu til. Hann var þó lengi í fremstu röð þeirra félagsmanna í F.I.S., sem áhrif höfðu á framgang mála og olli því ekki síst hin óhlutdræga málsókn hans og hlýja framkoma. Hann taldi aldrei eftir sér að leggja Símablaðinu lið, enda var hann vel rit- fær maður og kunni skil á mörgu. Um skeið var hann formaður F.l.S. og í ritstjórn Símablaðsins átti hann oft sæti. Guðmundur var föngulegur á velli og glæsimenni í sjón. Þar sem hann fór duldist engum, að á ferð var öðlingsmaður í þess orðs bestu merkingu. Ég þakka þér, Guðmundur, fyrir langa og snuðrulausa samfylgd. A.G. Þormar. SÍMABLÁÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.