Símablaðið - 01.12.1977, Qupperneq 40
Með frú Ingibjörgu er gengin óvenju-
lega vel gerð kona. Er þar sama hvort
litið er á gáfnafar, líkamlegt og andlegt
þrek eða hjartalag. Hún var stórbrot-
inn höfðingi, sígefandi og gleðjandi
aðra, mundi ávallt eftir öllum — öllum
nema sjálfri sér.
Við samstarfsfólk hennar þökkum
samleiðina og færum ástvinum hennar
samúðarkveðjur.
Magnús Eyjólfsson
ÓLAFUR ADOLPHSSON
Vinur minn, Ólafur Adolphsson yfir-
símritari, lést á heimili sínu Drápuhlíð
.31 mánudaginn 7. nóvember 1977. Hann
var fæddur í Reykjavík 11. desember
1939, sonur hjónanna Guðrúnar Elís-
dóttur og Adolphs Bergssonar lögfræð-
ings. Ólafur var næstyngstur átta syst-
kina og lifa þau hann ásamt aldraðri
móður, en föður sinn missti hann í barn-
æsku. Ólafur útskrifaðist úr Loftskeyta-
skólanum árið 1959 og stundaði ýmis
störf þar til hann réðst til Landssímans
árið 1961. Vann hann fyrst á Radióverk-
stæði Landssímans og síðan við hálofta-
athuganir, sem Landssíminn sá um, þar
til þær voru lagðar niður, og nú síðast
við flugþjónustuna í Gufunesi. Ölafur
kvæntist árið 1964 þýskri konu Christ-
ine Schmidt. Þau slitu seinna samvist-
um og fluttist Christine til Þýskalands
með soninn Geir, sem fæddist 19. júní
1968. Tók hann það mjög nærri sér,
að sjá á eftir syninum svo langt í burtu.
Ólafur hafði mjög gaman af börnum og
hafði einstakt lag á því að setja sig inn
í þeirra viðhorf. Aldrei var hann tíma-
naumur þegar börn voru annars vegar.
Ólafur var ákafur íþróttaunnandi og
stundaði frjálsar íþróttir og handbolta
á sínum yngri árum. Spilaði hann með
meistaraflokki K.R. í handbolta um ára-
bil. Einnig var hann ágætur skákmaður,
og eru þær orðnar óteljandi skákirnar,
sem við höfum tekið saman gegnum ár-
in. Hann tefldi líka með góðum árangri
með skáksveit Landssímans í keppnum,
sem hún tók þátt í. Hann var og all-
snjall bridgemaður og vann til fjölda
verðlauna innan stofunarinnar sem ut-
an. Að mála með olíulitum hafði hann
mikið yndi af, og prýddu myndir eftir
hann hans viðkunnanlega heimili. Minn-
isstætt við heimili hans var blómarækt-
in. Þar voru blóm allsstaðar sem hægt
var við oð koma. Það var líka hugsað
vel um þau, endadöfnuðu þau eftir því.
Sár er söknuður aldraðrar móður og
systkina eftir góðum syni og bróður, og
vinar eftir góðum vini. Blessuð sé minn-
ing hans.
Gylfi Gíslason.
SÍMABLAÐIÐ