Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 41

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 41
SIGURÐUR ÁRNASON Sigurður Árnason, símaverkstjóri andaðist á Borgarspítalanum þriðju- daginn 6. des. sl. að kvöldi, þann dag hafði hann gengið að starfi sínu af sama lifandi áhuga og jafnan einkenndi hann, án þess nokkur merkti hvað að dró. Sigurður var fæddur á Seyðisfirði 22. febr. 1911 og voru foreldrar hans Árni Eyjólfsson og Þorgerður Brynjólfsd. Faðir hans fluttist til Englands og fórst með breskum togara í fyrri heimsstyrj- öldinni, en Sigurður ólst upp með móð- ur sinni í Óskoti í Mosfellssveit til 11 ára aldurs, en síðan voru þau til heim- ilis hjá Guðnýju og Björnes símaverk- stjóra, sem reyndust honum, sem for- eldrar. Sigurður byrjaði innan við tvítugt að vinna hjá Landssímanum sem sendill, en fljótlega fór hann að vinna við línu- lagningar með Björnes. Síðan hefur hann starfað við stofnunina og helgað henni krafta sína óskifta, og stjórnað mörgum meiriháttar fi-amkvæmdum. Sumarið 1946 var hann verkstjóri við jarðsímalagninguna um Borgarfjörð. Sú verkstjórn aflaði honum þess trausts yfirmanna sinna, sem hefur haldist ó- skert síðan. 1. júlí 1945 var Sigurður skipaður línuverkstjóri, en 1951 tók hann við verkstjórn við Bæjarsímann í Rvík, er Jónas Eyvindsson lét af því starfi. Ár- ið 1955 var hann skipaður yfirverk- stjóri við BR. og tæknifulltrúi 1/7 1976. Bæjarsíminn í Rvík hefur ekki alltaf átt vinsældum að fagna hjá kröfuhörðum almenningi og símanotendum. En Jónas Eyvindsson hafði í áratuga starfi verið þar ómetanlegur milliliður, sem með lipurð sinni vann óvenjulegt traust þessara aðila. Við því starfi var ekki vandalaust að taka. En það reyndist fljótt svo, að Sigurður var þar réttur maður á réttum stað. Sú dæmalausa lipurð og hjálpsemi, sem honum var í blóð borin, brást símnotendum ekki. En ef til vill hafa þeir eiginleikar hans gert honum starfið erilsamara og oft mjög þreytandi, því öllum þótti gott að leita til hans. En hann hafði mikla gleði af að greiða úr vandræðum fólks, ekki síst þess, sem ekki hafði þá að- stöðu, að það gæti beitt „hærra valdi“. Sigurður var mikill áhugamaður um félagsmál, og alltaf reiðubúinn til að leggja þeim lið sitt. Einkum minnist ég þess, hve mörgum frístundum sínum hann eyddi við ei-fiðasta og mesta átak félagsins við framkvæmdirnar í Elliða- hvammi á sínum tíma. Með Sigurði er horfinn góður og heil- SÍMABLAÐIÐ 67

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.