Símablaðið - 01.12.1977, Side 44
Hermann GuÖmundsson, Jón Tómasson með stytt-
una, Anna Böðvarsdóttir og Garðar Hannesson.
Aðalfundur deildar stöðvarstjóra Pósts
og síma var haldinn í Reykholti, Borgar-
firði, dagana 13. og 14. ágúst 1977. Formað-
ur deildarinnar, Hermann Guðmundsson,
stöðvarstjóri á Akranesi, setti fundinn og
bauð félaga og gesti velkomna. Gestir
fundarins voru tveir úr stjórn F.Í.S., þeir
Ágúst Geirsson, formaður og Bjarni Ólafs-
son, gjaldkeri. Ennfremur Þorgeir Þor-
geirsson, framkvæmdastjóri Umsýsludeild-
ar Pósts og síma, en hann hafði orðið við
beiðni deildarstjórnarinnar um að ihalda
erindi á fundinum.
Ýmsar tillögur voru samþykktar á fund-
inum og ályktanir gerðar, m.a.: Að nauð-
synlegt sé að hafa stigatöflu til viðmiðun-
ar, þegar stöðvarstjórum er raðað niður í
launaflokka. Tafla þessi sé unnin út frá
umfangi stöðvanna og fullt tillit tekið til
sérstöðu þeirra við gerð hennar.
ítrekaðar voru fyrri kröfur um að stöðv-
arstjórar Pósts og síma séu ekki flokkaðir
lægra til launa en póstútibússtjórar í
Reykjavík miðað við umfang.
Lýst var yfir stuðningi við F.Í.S. um
hækkaðar yfirvinnugreiðslur til stöðvar-
stjóra, og taldi fundurinn að núverandi
greiðslur væru ekki í samræmi við fram-
lagða vinnu stöðvarstjóranna og því nauð-
synlegt að fá lagfæringu þar á.
Fundarmenn töldu mjög æskilegt og hag-
stætt fyrir Póst og símamálastofnunina og
viðskiptavini hennar að sem nánust sam-
70
vinna sé milli stöðvarstjóra annars vegar
og forstjóra og umdæmisstjóra stofnunar-
innar hinsvegar, við ákvörðunartöku og
fram'kvæmd ýmissa mála, sérstaklega sem
viðkomandi stöðvar ná yfir. í þessu sam-
bandi vill fundurinn sérstaklega benda á,
að mjög æskilegt væri að umdæmisstjórar
héldu fund með stöðvarstjórum í umdæmi
sínu einu sirrni til tvisvar á ári, til kynn-
ingar og umræðu um þau mál, sem efst
voru á baugi hverju sinni. Ennfremur tel-
ur fundurinn nauðsynlegt að námskeið
fyrir stöðvarstjóra verði haldin, svo oft
sem þurfa þykir, til samræmingar á störf-
um þeirra, ekki hvað síst með tilliti til
þeirrar skipulagsbreitingar sem nú stend-
ur yfir.
í stjórn deildarinnar fyrir næstu tvö ár,
voru kosnir Hermann Guðmundsson, stöðv-
arstjóri á Akranesi, formaður, Anna Böðv-
arsdóttir, stöðvarstjóri á Laugarvatni og
Garðar Hannesson, stöðvarstjóri í Hvera-
gerði. Til vara Ragnar Helgason, stöðvar-
stjóri á Húsavík, Björgvin Lúthersson,
stöðvarstj. í Keflavík og Marta B. Guð-
mundsdóttir, stöðvarstj. á Brúarlandi. Full-
trúar á Landsfund F.Í.S. 1978 voru kjörnir
Hermann Guðmundsson, Garðar Hánnes-
son og Björgvin Lúthersson. Til vara
Hrefna Jónsdóttir, Anna Böðvarsdóttir og
Guðbjörg Thorarensen. Aðstoðarmenn við
útgáfu Símablaðsins voru kjörnir: Þórunn
Pálsdóttir, stöðvarstj. Fáskrúðsfirði, Guðný
SIMABLAÐIÐ