Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 45

Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 45
Guðnadóttir, stöðvarstj. Vík, Árni Helga- son, stöðvarstj. Stykkishólmi og Sigurður Tryggvason, stöðvarstj. Hvammstanga. í lo'k fundarins ávarpaði Hermann Guð- mundsson Jón Tómasson, fyrrverandi stöðvarstjóra í Keflavík, en Jón hætti störfum hjá Pósti og síma fyrri hluta þessa árs. Jóni hafði verið boðið sérstaklega á þennan fund, en það var 36. fundurinn í deild stöðvarstjóra, sem Jón hafði setið samfellt, en 30 ár var hann formaður deild- arinnar. Hermann rakti lauslega störf Jóns í þágu stöðvarstjóra á þessu tímabili, en sagði síðan, að tilgangurinm með því að bjóða honum sérstaklega á þennan fund hafi verið sá, að deildarstjórnin hafi á- kveðið að afhenda Jóni þakkir og minn- ingargjöf vegna starfa hans að málefnum stöðvarstjóra. Fyrir valinu í þessu skyni, hafi orðið styttan „HUGSUÐUR“. Sýndi Hermann styttuna, en á fótstalli hennar var silfurplata með þessum orðum: Stöðvarstjóri JÓN TÓMASSON Keflavík Þökkum áratuga forustustörf Stöðvarstjórar í Félagi ísl. símamanna 14.8.77. Máli sínu lauk Hermann með þessum orðum: Ég vona að styttan sé dálítið tá'kn- ræn fyrir þetta tilefni. Hér er rnaður, sem styður hönd undir kinn og er greinilega að brjóta til mergjar erfitt viðfangsefni. Það getur verið að viðfangsefnið snerti einung- is hann sjálfan, persónulega. Það getur líka verið tilkomið vegna félags hans eða sam- ferðamanna. Það er ekki ólíklegt að Jón Tómasson hafi einhvern tíma þurft að setja hönd undir kinn við svipaðar kringum- stæður. Jón, njóttu heill og lengi. Jón þakkaði gjöfina og þann hlýhug, sem bak við hana lægi. Kvaðst hann myndi sakna samstarfsins við stöðvarstjórana, sem sér hefði alltaf þótt gott. Árnaði hann deildinni og stjórnendum hennar alls hins bezta í framtíðinni. Ágúst Geirsson mælti nokkur orð til fundarins í lokin. Þakkaði hann Jóni meira en 10 ára samstarf að málefnum Félags ís- lenzkra símamanna og flutti honum árnað- aróskir, nú þegar hann yfirgæfi póst og símaþjónustuna eftir langt og farsælt starf. Þá þakkaði hann fyrir góðan fund og kvatti stöðvarstjóra til að halda vöku sinni. BIMABLAOIÐ 71

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.