Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1980, Blaðsíða 19

Símablaðið - 01.01.1980, Blaðsíða 19
notkun árið 1987, en mörg ljón eru á vegin- um. Nordsat gerir ráð fyrir einni sendistöð hjá hverju Norðurlandanna og einni stjórn- stöð fyrir gervitunglin (það sem er í notkun og varatungl). Kostnaður við Nordsat verður mikill. Sé reiknað með gervitungli með 7 sjónvarpsrásum fyrir Skandinavíu og 2 sjón- varpsrásum fyrir Færeyjar, ísland og Græn- land og líftíma 7 ár, er áætlaði kostnaðurinn miðað við verðgildi des. 1977 150 millj. Skr/ ár fyrir búnað + 220 millj. Skr/ár fyrir rekstur. Einkaviðtökustöð með parabólu sem er ca. 1 m. að þvermáli ásamt breyti fyrir sjónvarpsviðtæki er áætlað að kosti miðað við verðgildi í des. 1977 ca. Skr. 2.000 og uppsetningarkostnaðurinn sé 1000-2000 skr. Önnur áætlun var gerð miðuð við þá tíðni- úthlutun, sem Norðurlöndin hafa fengið fyrir þennan rekstur, sem er 8 sjónvarpsrásir fyrir Skandinavíu og 5 sjónvarpsrásir fyrir Færeyjar, ísland og Grænland. Framkvæmd þeirrar áætlunar er það miklu dýrari að ólík- legt er talið að hún verði lögð til grundvallar fyrir fyrstu kerfin (gervitunglin). 1.5 Sambönd við útlönd Núverandi sambönd íslands við útlönd eru sæstrengirnir Scotice og Icecan, en snemma á þessu ári verður tekin í notkun jarðstöð fyrir gervihnattasamband um Intelsat gervitungl. í sambandi við þessa aukningu sambanda við útlönd verður opnuð ný tölvustýrð símstöð fyrir sjálfvirkt notendaval milli íslands og útlanda. Um jarðstöðina verður hægt að senda alla venjulega símaþjónustu ásamt sjónvarpsefni til íslenska sjónvarpsins. Möguleikar á fjölgun sambanda um jarð- stöðina eru geysilega miklir og er hún því lausn á fjarskiptasamböndum milli íslands og útlanda um langa framtíð. Jarðstöðin er byggð við Úlfarsfell í Mosfellssveit, en sjálf- virka útlandasímstöðin í Múla (áður kallað Grensás) Suðurlandsbraut 28. 1.6 Strengjasjónvarp (Kabel TV) Norræn vinnunefnd um strengjasjónvarp lauk störfum fyrir 3—4 árum síðan. Frá þeim tíma hefur orðið veruleg aukning þess- arar þjónustu í Skandinavíu, en á íslandi er þessi þjónusta enn ekki byrjuð. Strengja- sjónvarp er með móðurstöð, sem sendir nokkrar sjónvarps- og útvarpsrásir út ídreifi- net koaxialstrengja til mikils fjölda notenda stórhýsa eða bæjarhverfa. Búast má við því að þegar Nordsatkerfið (sjá 1.4) verður tekið í notkun verði strengjasjónvörp byggð upp út frá vönduðum gervitunglsviðtökustöðvun til þess að spara hinn mikla kostnað sem er því samfara að setja upp sérstakan vðtöku- búnað hjá hverjum notanda. 1.7 Sambönd við skip og bíla Radíóstöðvar Póst og síma halda uppi tal- og skeytaþjónustu við skip og bíla allan sól- arhringinn. Á síðustu árum hefur reglubund- inni tilkynningarskyldu skipa í gegnum radíóstöðvar til Slysavarnafélagsins verið bætt við þessa þjónustu. Þessi þjónusta mun væntanlega halda áfram í svipuðu formi og nú. 1.8 Flugöryggisþjónustan Á vegum ICAO er rekin á íslandi eftirlits- stöð með flugi á Norður-Atlantshafi. Fjar- skiptastöð Pósts og síma í Gufunesi er mið- stöð dreifikerfis fjarskiptasambanda og skeyta fyrir þessa þjónustu og eru bein sam- bönd frá Gufunesi til flugeftirlitsins á Kefla- víkur- og Reykjavíkurflugvelli til Veðurstofu í Reykjavík, Keflavík og Grænlandi til eftir- litsstöðvanna i Shannon, Prestwick og Gand- er. Auk þess er stöðugt radíósamband frá Gufunesi við þær flugvélar, sem eru á flugi á íslenska eftirlitssvæðinu. Nú hefur nýlega 17 SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.