Símablaðið - 01.01.1980, Blaðsíða 24
Fréttir af
minj asaf nsmálum
Andrés Sveinsson.
í síðasta tölublaði Símablaðsins ritaði ég
hugleiðingar um safnamál Póst- og síma-
málastofnunarinnar, og lét þess jafnframt
getið, að meira yrði um þau mál fjallað í
næstu blöðum. Fljótlega eftir útkomu blaðs-
ins bárust mér fregnir af ýmsum fram-
kvæmdum, sem átt hafa sér stað að undan-
förnu varðandi þessi mál.
Eins og kunnugt er heyra fasteignir Stofn-
unarinnar undir Umsýsludeild, og hefur Þor-
geir K. Þorgeirsson, forstjóri deildarinnar,
því yfirumsjón með öllum eignum hennar,
stórum og smáum. Ég gekk á fund Þorgeirs,
og veitti hann mér, af kunnri alúð, nokkrar
athyglisverðar upplýsingar, jafnframt því,
að hann bauð mér að aka með sér til Hafnar-
fjarðar til að líta á gömlu póst- og símstöðina
þar í bæ, en þar hefur einmitt farið fram
merkilegt starf tengt safnmálum í hátt á
annað ár. Gamla stöðin í Hafnarfirði hefur
um alllangt skeið verið notuð sem skjala-
geymsla fyrir Stofnunina. Magnús Eyjólfs-
son, fyrrverandi stöðvarstjóri P og S í Hafn-
arfirði hefur haft umsjón með geymslu
þessari, og hefur Ólafur Jónsson, póst-
afgreiðslumaður, veitt góða aðstoð, þegar
skyndilega hefur þurft að finna gömul skjöl
af ýmsu tæi.
Þegar Magnús lét af starfi stöðvarstjóra
30. apríl 1978 var hann ráðinn í hlutastarf til
þess að hafa umsjón með gömlu stöðinni, og
hefur ýmislegt markvert verið gert þar síðan.
Magnús hefur haft umsjón með endurbót-
um, sem gerðar hafa verið á húsinu, og er
það nú hið vistlegasta. Jafnframt hefur hann
22 SÍMABLAÐIÐ
unnið að sundurgreiningu gamalla skjala af
ýmsu tæi, og komið þeim fyrir í geymslum,
sem nú eru snyrtilegar og hinar aðgengileg-
ustu. Þess er einnig að geta, að hluti af safni
Eyjólfs Þórðarsonar sem minnst var á í
síðasta Símablaði, hefur á síðustu vikum
verið fluttur í húsnæði þetta, og hefur
Magnús þegar hafist handa við að yfirfara og
sundurgreina munina, en vonast er til að
flutningi ljúki á næstunni.
Gamla símstöðin i Hafnarfirði var byggð
að hluta árið 1924, en fyrir opnun sjálfvirku
símstöðvarinnar, sem tók til starfa um
svipað leyti og fyrsta sjálfvirka símstöðin í
Reykjavík, síðla árs 1932, var lokið viðbótar-
byggingu, sem hýsti sjálfvirku stöðina.
Húsið, sem er vandað steinhús, hafði verið í
vanhirðu í allmörg ár, vegna breyttrar notk-
unar, áður en ofangreindar endurbætur
hófust. Nú hefur það hins vegar verið málað
að utan, og innandyra hafa verið gerðar
nauðsynlegar lagfæringar, til þess að halda
verðmætum í sínu fulla gildi. Finnst mér vel
hafa til tekist, og hafa hlutaðeigendur sýnt
mikla smekkvísi.
í stuttu rabbi okkar Þorgeirs tjáði hann
mér að áhersla hefði verið lögð á endurbætur
hússins í Hafnarfirði áður en eiginleg safn-
vinna yrði hafin, og er það að mínu mati hár-
rétt stefna. Jafnframt sagði hann mér, að
unnið yrði að sundurgreiningu og skráningu
minja, eftir því sem aðstæður leyfðu, og
virðist mér, að þarna sé umfangsmikið verk
að vinna, sem marga þurfti til að kalla, svo
að vel fari. Vil ég í þessu sambandi endur-