Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Page 23
r- DV Lífiðsjálft fQssa [bScíia a9 [pOssa camáto Flest börn sem væta rúm sitt hætta því með tímanum og meðferð er aðeins nauð- synleg ef athæfið kemur barninu I uppnám. Þetta kemur fram (nýrri rannsókn kanadískra vísindamanna. „Almennt séð pissa börn ekki undir vegna læknisfræði- legra, andlegra eða tilfinningalegra vandamála," sagði Dr. Mark Feldman sem leiddi rannsóknina. „Þetta getur hins vegar orðið að vandamáli ef foreldrarnir, börnin eða læknar láta athæfið pirra sig." Feldman segir börn væta rúm sitt því þau sofi sem fastast þegar þau þurfa á klósettið. BARNAVÖRUVERSLUN - GLÆSIBÆ simi 553 3366 - www.oo.is „Stjúpforeldrarnir geta orðið ágæt viðbót við lífbarnsins en þú ert alltaf mikilvægasta manneskjan í lífi þess." PUNKTAR FYRIR STJÚPBÖRN: 1. Vandamál fullorðinna eru ekki þér að kenna Mörg börn kenna sér um að foreldrar þeirra ákváðu að skilja. Stundum heyrðu þau foreldra sína rífast um peninga, tiltekt og ýmislegt annað sem þau gátu ekki komið sér saman um. Börn halda þess vegna að ef þau hefðu verið duglegri að laga til eða ekki beðiö svona oft um peninga, þá væri allt gott milli pabba og mömmu. Ef þú hugsar þannig, mundu þá að þú átt engan þátt í skilnaði foreldra þinna. Þú hefur enga stjórn á tilfinningum foreldra þinna eða hvernig þeim kemur sam- an fyrir eða eftir skilnaðinn. Skilnað- ur foreldra þinna er ekki þér að kenna! 2. Efþú vonast til að foreldrar þínir taki saman að nýju, þá ert þú ekki einn um það Flest börn vona að pabbi og mamma þeirra taki saman aftur og allt verði eins og áður en þau skildu. Það ger- ist þó sjaldnast. Þeim kom ekki vel saman áður en þau skildu og þá er ólíklegt að þeim komi nógu vel sam- an núna til að búa saman aftur. Ef þú ert í þessum sporum, hafðu í huga að þú ert það dýrmætasta sem pabbi þinn og mamma eiga. Það breytist ekkert þó að þau vilji ekki búa lengur saman. Mundu að þau eiga þig saman og þér má þykja jafn vænt um báða foreldra þina, alveg sama hvar þeir eiga heima. 3. Hvað efþér líkar ekki við stjúpforeldri þitt? Stjúpforeldri er fólkið sem pabbi eða mamma giftist eða býr með eftir skilnaðinn. Sum börn þora varla að láta sér líka vel við stjúpforeldri sitt, þvi að þá finnst þeim þau vera að svikja mömmu eða pabba. En þér má alveg líka við stjúpforeldri þitt og þú ert ekki að svíkja pabba eða mömmu. Það er svo miklu notalegra að kunna vel við fólk en að kunna illa við það. Öðrum börnum líkar alls ekki við stjúpforeldra sína og veistu hvaö? Það er líka allt i lagi! En þú verður að koma fram við stjúpfor- eldri þitt eins og annað fólk og vera kurteis. Komdu fram við stjúpforeldri þitt eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Þér líður sjálfum betur ef þú gerir það. Þér þarf heldur ekki að líka við stjúpsystkini þín, en stjúp- systkini eru börn stjúpforeldri þíns. Þau eiga samt skilið kurteisi og virð- ingu. Þau eru í sömu sporum og þú. 4. Talaðu um það sem angrarþig Láttu vita ef eitthvað angrar þig! Sum börn þora ekki að tala um það sem amar að, þvi að þau eru hrædd um að pabbi, mamma eða stjúpfor- eldrið verði reitt eða þau fái ekki að hitta foreldrið sem þau búa ekki hjá. Taktu áhættuna á því að segja hvern- ig þér líður, því að venjulega vill full- orðna fólkið gera allt sem það getur til að börnunum líði vel. Til þess verður fullorðna fólkið að vita hvað er að. Annars er ekki hægt að laga hlutina. Það er leiðinlegt ef fullorðna fólkið reiðist en þú getur ekki ráðið þvi hvernig það bregst við, bara hvernig þú segir hlutina. Reyndu að tala um það sem angrar þig án þess að hrópa og öskra. Byrjaðu á því að biðja þann sem þú þarft að tala við þig um tíma með þér og láttu vita að þú þurfir að ræða alvarlega við hann. Vertu eins skýr og róleg(ur) og þú getur. Það hjálpar að horfa í augun á þeim sem maður er að tala við. Þú getur til dæmis beðið pabba - eða mömmu - eða þann sem þú vilt tala við - að koma með þér í göngutúr eða bíltúr ef þú vilt vera í friði. Það má líka loka sig af inni í herbergi og ræða málin. Best er að reyna að tala saman. Ef þér finnst það allt of erfitt má líka skrifa bréf til þess sem þú vilt tala við og rétta honum. Margir krakkar eru flinkir á tölvur og geta sent netpóst og aðrir kunna á MSN. Aðalatriðið er að tala við einhvern sem þú treystir og nota þá aðferð sem þér finnst best! Stundum er hægt að laga það sem angrar mann og stundum ekki. En það hjálpar þó oft að tala út um hlutina. 5. Þú getur hjálpað Það skiptir máli hvað þú segir og gerir, hvort sem það er í skólanum, með vinum þínum eða með fólkinu sem þú býrð oftast með eða bara stundum. Ef við erum kurteis og berum virðingu fyrir hvort öðru líður öllum miklu betur. Ef við sýnum dónaskap og komum ekki fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur líður flestum illa, líka okkur sjálfum. Stjúpforeldri þínu er ekki sama hvað þér finnst um það og langar því til að ykkur komi vel saman. Hvort sem þér líkar við stjúpforeldrið eða ekki, þá kostar það ekkert að gefa því tækifæri. Flestum börnum líkar illa við miklar breytingar og i stjúpfjölskyldum er margt sem þarf að venjast. Þú ert hluti af stjúpfjölskyldu og það þurfa allir að leggja sig fram, að minnsta kosti gefa hlutunum tækifæri til að láta þá ganga upp. Þegar vel gengur líður öllum betur sjálfum og með hvert annað. Tekið afheimasiðunni stjuptengsl.is. „Það var virkileg þörf á svona fé- lagi á íslandi," segir Valgerður Hall- dórsdóttir, félagsráðgjafi og for- maður Félags stjúpfjölskyldna, en félagið var stofnað í lok nóvember. Tilgangur félagsins er að gera stjúp- fjölskyldur sýnilegri hér á landi en samkvæmt Valgerði er kjarnafjöl- skyldan hin hefðbundna fýrirmynd. „Þeir sem eru ekki í hinni hefð- bundnu kjarnafjölskyldu eru hins vegar alltaf að þykjast vera það, sem er eitt helsta vandamál stjúp- fjölskyldna. Stjúpfjölskyldan verður að viðurkenna sjálfa sig og fá sam- félagið til að viðurkenna hana líka.“ Samþykkjum stjúpfjölskylduna Valgerður segir marga stjúpfor- eldra byrgja inni tilflnningar sínar. Fólk telji að það sé eitt um að upp- lifa neikvæðar tilfinningar en það sé ekki raunin. „Oft fer allt í háaloft þegar rætt er um stjúpfjölskylduna. Pör tala um „sín börn“ og „þín börn“ en við verðum að finna ein- hvern flöt. Stjúpfjölskyldur eru af ýmsum toga svo það er engin ein uppskrift og við verðum að finna það sem hentar okkur. Til þess verðum við að viðurkenna stjúp- fjölskylduna og samfélagið að sam- þykkja okkur sem slíka. Ef þú veist við hverju þú mátt búast og hvaða tilfinningar eru eðilegar eru meiri líkur á að sameining tveggja fjöl- skyldna gangi betur, breytingin verður auðveldari," segir Valgerður en bætir við að ef fólk hafi hina hefðbundnu kjarnafjölskyldu að leiðarljósi séu vonbrigðin óhjá- kvæmileg. Stofnfélagar 90 talsins Valgerður hafði gengið með hugmyndina að félaginu í magan- um í langan tíma. Hún hafði áður stofnað heimasíðuna stjuptengsl.is en sú síða hýsir félagið eins og er. „Þegar ég opnaði síðuna sköpuðust ákveðnar væntingar og eftir að ég ýtti við fólki ákváðum við að stofna félagið," segir hún en stofnfélagar eru um 90 talsins. Fjöldinn kom Valgerði ekki á óvart enda búin að lifa og hrærast í þessum málum í langan tíma. „Ég var mjög ánægð með hversu margir vildu taka þátt en ég veit að flestir vilja einfaldlega nálgast upplýsingar. Það er líka allt í lagi svo lengi sem það eru ein- hverjir sem eru tilbúnir að vera virkari." Þú ert mikilvægasta manneskjan Félagið mun halda fund seinni partinn í janúar og í febrúar verða umræður um stjúpmæður auk fræðslufunda og fræðsluhópa. „Hér á landi eru engar tölur um fjölda stjúpfjölskyldna. Við ætlum að ýta undir rannsóknir á þessum málum því það vantar meiri þekkingu auk þess sem við ætlum að gera okkur sýnilegri í allri opinberri umræðu, stefnumótun og lagasetningu. Þess- ar fjölskyldur eru yfirleitt mun stærri en aðrar en hvergi í hinni op- inberu umræðu ert gert ráð fyror okkur," segir Valgerður. Hún segir lykilatriði í velgengni fjölskyldunnar að hún viti hver hún sé. „Börnin eiga mun auðveldara með sam- skipti við foreldrana og stjúpforeld- rana ef þau vita að foreldrar þeirra óttast ekki samkeppnina enda er sjaldnast ástæða til þess. Stjúpfor- eldrarnir geta orðið ágæt viðbót við líf barnsins en þú ert alltaf mikil- vægasta manneskjan í lífi þess.“ Hægt er að lesa meira um félag- ið á heimasíðunni stjuptengsl.is. indiana@dv.is Vertu betri pabbi Vlrtu móður bama þlnna Eitt af því besta sem faðir getur gert börnum sínum er að virða móður þeirra. Sama hvort þið eruð gift eða ekki. Foreldrar sem koma fram við hvort annað af virðingu veita börnum sínum öruggt umhverfi. Eyddu tíma með börnunum Hvernig faðir eyðir tíma sínum sýnir hvað honum þykir mikilvægt f lífinu. Ef hann virðist alltaf upptekinn upp- lifa börnin sig sem afskipt. Börnin stækka svo hratt. Ekki missa af neinu. Talaðu við börnln Of margir feður ræða aðeins við börn sfn þegar þau hafa gert eitthvað af sér. Byrjaðu að ræða við börnin þegar þau eru Iftil svo þú eigir auðveldara með það þegar þau vaxa úr grasi. Hlustaðu Ifka á það sem þau hafa að segja. Segðu nei Öll börn þurfa á aga að halda. Ekki nota refsingar en settu raunhæf mörk á hegðun. Minntu börnin á afleiðinar gjörða sinna og verðlaunaðu þau fyrir góða hegðun. Feður sem geta agað börnin sfn á yfirvegaðan hátt sýna börnunum að þeir elska þau. Vertu fyrlrmynd Allir foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna. Stúlka sem elst upp hjá elsk- andi föður veit að hún verðskuldar góðan eiginmann sem kemur fram við hana af virðingu. Alit Iffið er leiksvið. Notaðu það vel. Vertu kennari Of margir feður halda að það sé á ábyrgð annarra að fræða börnin þeirra. En þeirfeður sem kenna börnunum sín- um muninn á réttu og röngu og hvetja þau til að gera sitt besta munu fá mikið út úr lífinu. Taktu þátt f námi barnanna og hjálpaðu þeim að læra á lífið sjálft. Borðaðu með fjöUkytdunnl Sameiginlegur kvöldverður getur verið mikilvægur þáttur f Iffi heilbrigðrar fjöl- skyldu. Fáðu bömin til að segja þér frá deginum. Hlustaðu og gefðu ráð án þess að dæma. Lestu fyrir bömin I heimi þar sem sjónvarpið stjórnar öllu er mikilvægt fyrir alla foreldra að lesa fyrir börnin. Byrjaðu að lesa fyrir börnin ung. Með þvf hveturðu þau til að lesa sjálf og eykur orðaforða þeirra. Sýndu væntumþykju Öll börn þarfnast öryggisins sem fæst við vitneskjuna um að þau séu elskuð og samþykkt af foreldrum sfnum. Foreldrar og sér f lagi feður verða að geta faðmað börn sfn auðveldlega. Sýndu þeim vænt- umþykju á hverjum degi svo þau viti að þér þyki vænt um þau. Föðurhlutveridnu Ifkur aldrei Þó börnin séu farin að heiman munu þau leita til þfn eftir leiðsögn. Hlutverki þfnu er hvergi lokið þvf þau munu koma til þfn þegar þau standa á krossgötum f IfTinu. Vertu til staðar. Sölvi Blöndal, fyrrverandi meðlimur í hljómsveitinni Quarashi, er 31 árs í dag. „Nú er tími líkamlegr- arog andlegrar endurnýjunar runninn upp. Það er gott að fara yfir langarnir þlnartil að setja sér tak- mörk fyrir nýja árið," segir í stjörnuspá hans. Sölvi Blöndal Vatnsberinn 120.jan.~i8. febr.) Það er fátt erfiðara en að fylgj- ast með fólki taka rangar ákvarðanir án þess að segja nokkuð. Þú veist samt að ráðleggingar þínar gera viðkomandi að- eins ákveðnari í að halda skoðun sinni til streitu. Fiskarnirfiy. febr.-20. mrs) Þú verður stundum að sætta þig við þá staðreynd að það getur ekki öllum líkað vel við þig, sama hvað þú leggur hart að þér. Haltu áfram að gleðja aðra en ekki láta þarfir þeirra og kröfur standa í vegi fyrir þinni eigin hamingju. Hrúturinn (21. mars-19. apnl) Hlutirnir fara loksins að ganga eftir þínu höfði. Allar hindrnir virðast úr vegi í augnablikinu. Þú skalt samt gæta þín á því að vera ekki með of mörg jám í eldinum. Fáðu aðra til að leggja þér lið, það leiðir þig að frekari tækifærum. NaUtÍð (20. apríl-20. mal) Fjölmargt sem hefur verið í föstum skorðum í kringum þig breytist á næstunni. Breytingarnar geta tekið á en ekki æsa þig um of vegna þessa. Líttu fremur á þetta sem tækifæri og reyndu að taka því sem fyrirber opnum örmum. Tvíburarnirp;. maí-21.júnt) Þú stendur frammi fýrir erfiðum ákvörðunum sem varðar fjölskyldulíf þitt og eða vinnu þína. Fyrr eða síðar verður þú að taka ákvörðun. Þú verður samt að muna að hana verður þú að gera að yfir- vegun og ábyrgð það þýðir ekki alltaf að láta stundarfýrirbrigði stjórna lífi þínu. Krabbinngzjiin/-?2.jiif)j_______ Þú hefur í mörgu að snúast þessa dagana og oft virðast málin yfirþyrmandi. Þú þarft að koma þínum málum á hreint. (næsta fulla tungli skýrast hlutirnir. Þanngað til skaltu styrkja þinn innri mann svo þú verðir bet- ur í stakk búin til að fást við breytingarn- ar. LjÓnÍð/23 .júli-22. ágúst) Eins og flest Ijón eru þá ertu gjafmildur að eðlisfari. Þú nýtur þess að gera eitthvað sérstakt fyrir ástvini þína. Auðvitað kemur það stundum fyrir að þér finnst þú ekki fá gjafir þínar eða ást endurgoldnar eins og þú kysir. Það getur stafað að því að þér finnst einfaldlega betra að gefa enn að þyggja. Það virðist stundum vera þannig að þérfinnst ekk- ert sérlega gott að fá greiða þlna til baka. Meyjan /?j. ágúst-22. sept.) (nokkum tíma hafa ástarmál þín verið þér ofarlega í huga. Farðu eftir því sem hjarta þitt segir þér en mundu samt að fara vel í gegnum tilfinningar þlnar áður en þú tekur endanlega ákvörðun. Reynslan á eftir að reynast þér hjálpleg og færa þig nær málefnunum. Vogin (23. sept.-23. okt.) Þú átt erfitt með að hafa stjórn á skapi þfnu þessa dagana enda eru kraftarVenusarsterkir þessa stundin. Vegna þessara atburða í himinhvolfun- um finnst þér eins og það sem er að ger- ast í kringum þig sé í afturför. Sporðdrekinn (24.oh.-2uM Þú færð fleiri möguleika á að nálgast erfitt málefni. Þú hefur alltaf farið gætilega með þær upplýsingar sem þér eru látnar f té og gætt vel að þlnu einka- llfi. Þetta er góð regla svo langt sem hún nær. Bogmaðurinn 122.n0v.-21.desj Þú hefur lengi kvartað yfir of mörgum verkefnum og of fáum stundum í sólarhringnum. Þetta er aðallega skipu- lagsleysi þínu að kenna og þú gætir þurft að taka afleiðingum mistaka úr fortíð þinni vegna þessa. Ekki gera of mikið mál úr þessu heldur skaltu ráða bót á upp- runa vandans sem fyrst. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Þú ert leiður yfir því aö finnast þú ekki hafa áorkað nógu á árinu sem var að líða. Ekki láta vonleysið taka yfir- höndina heldur skaltu strax byrja að gera áætlanir fýrir næsta ár. Nýtt upphaf er komið í dagsins Ijós og þú skalt nýta þér öll þau tækifæri sem þér bjóast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.